„Hin breiða skírskotun“ Ingvar Gíslason skrifar 1. maí 2013 07:00 Ekki þarf neinn að undra þótt maður í minni stöðu með langa ævi að baki hafi fylgst af áhuga og spenningi með kosningadagskrá sjónvarpsins aðfaranótt sunnudags. Spenningurinn var reyndar slævður af því að sýnilega mátti ráða af líkum að ríkisstjórnin væri á fallanda fæti, hún átti sér ekki viðreisnar von. Stjórnarflokkarnir voru sundraðir innbyrðis og í milliflokkasamkomulagi. Þess vegna voru endalok ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur ekki öðrum að kenna en þeim sem að henni stóðu. Slíkt ástand er ekki líklegt til kosningasigra. Það er því síst að undra að stjórnarandstöðuflokkar áttu góða von um að fylla það gap sem ríkisstjórnin og fylgislið hennar skildi eftir.Úrslitin skýr Nú er runnin upp sú stund að mynda verður nýja ríkisstjórn. Úrslit kosninganna eru skýr. Hryggjarstykkið í fráfarandi ríkisstjórn, Samfylkingin, er svo brákað og illa á sig komið að dæmalaust er. Jafnvel þeir sem síst hafa kunnað að meta flokk þennan fylltust samúð þegar þeir sátu undir sárri buslubæn nýkjörins formanns, Árna Páls Árnasonar. Þessi flokkur er ekki stjórntækur að svo komnu og þarf langrar hvíldar við sér til heilsubótar. Þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir það að tveir helstu stjórnarandstöðuflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi unnið mikinn sigur (Framsóknarflokkur raunverulegan sigur, Sjálfstæðisflokkur varnarsigur), þá er það ekki fyrir fram gefið að þeir myndi stjórn þegjandi og hljóðalaust strax á morgun. Þjóðin þarf á öðru að halda en því sem oft er kallað „sterk stjórn“ fyrir það eitt að vera meirihlutastjórn, formlega sterk upp á atkvæðagreiðslur í þinginu. Slíkt getur alið upp þá hugsun að deila og drottna í skjóli atkvæðavalds (dæmin eru nærtæk frá ferli fráfarandi stjórnar).Katrínu mæltist vel Katrínu Jakobsdóttur mæltist vel þegar hún sagði á kosninganóttina: „Næsta stjórn þarf að hafa breiða skírskotun.“ Sigurvegarar kosninganna mættu hugleiða þessi orð. Það mundi hvorki saka æru þeirra né áhrifavald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Ekki þarf neinn að undra þótt maður í minni stöðu með langa ævi að baki hafi fylgst af áhuga og spenningi með kosningadagskrá sjónvarpsins aðfaranótt sunnudags. Spenningurinn var reyndar slævður af því að sýnilega mátti ráða af líkum að ríkisstjórnin væri á fallanda fæti, hún átti sér ekki viðreisnar von. Stjórnarflokkarnir voru sundraðir innbyrðis og í milliflokkasamkomulagi. Þess vegna voru endalok ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur ekki öðrum að kenna en þeim sem að henni stóðu. Slíkt ástand er ekki líklegt til kosningasigra. Það er því síst að undra að stjórnarandstöðuflokkar áttu góða von um að fylla það gap sem ríkisstjórnin og fylgislið hennar skildi eftir.Úrslitin skýr Nú er runnin upp sú stund að mynda verður nýja ríkisstjórn. Úrslit kosninganna eru skýr. Hryggjarstykkið í fráfarandi ríkisstjórn, Samfylkingin, er svo brákað og illa á sig komið að dæmalaust er. Jafnvel þeir sem síst hafa kunnað að meta flokk þennan fylltust samúð þegar þeir sátu undir sárri buslubæn nýkjörins formanns, Árna Páls Árnasonar. Þessi flokkur er ekki stjórntækur að svo komnu og þarf langrar hvíldar við sér til heilsubótar. Þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir það að tveir helstu stjórnarandstöðuflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi unnið mikinn sigur (Framsóknarflokkur raunverulegan sigur, Sjálfstæðisflokkur varnarsigur), þá er það ekki fyrir fram gefið að þeir myndi stjórn þegjandi og hljóðalaust strax á morgun. Þjóðin þarf á öðru að halda en því sem oft er kallað „sterk stjórn“ fyrir það eitt að vera meirihlutastjórn, formlega sterk upp á atkvæðagreiðslur í þinginu. Slíkt getur alið upp þá hugsun að deila og drottna í skjóli atkvæðavalds (dæmin eru nærtæk frá ferli fráfarandi stjórnar).Katrínu mæltist vel Katrínu Jakobsdóttur mæltist vel þegar hún sagði á kosninganóttina: „Næsta stjórn þarf að hafa breiða skírskotun.“ Sigurvegarar kosninganna mættu hugleiða þessi orð. Það mundi hvorki saka æru þeirra né áhrifavald.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun