Ísland með fyrstu einkunn, -að utan! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 18. maí 2013 16:00 Í vikunni bárust a.m.k tvær jákvæðar fréttir sem tengjast áherslum Íslands í velferðarmálum. Báðar fréttirnar sýna að viðbrögð okkar við hruninu hafi verið félagslega meðvituð og árangursrík á sviði velferðarmálanna. Þetta er raunar langt í frá í fyrsta sinn sem þetta er staðfest á síðustu misserum.Jöfnuður eykst Í fyrsta lagi gefur OECD Íslandi góða einkunn í nýrri úttekt um þróun jafnaðar eða ójafnaðar í aðildarríkjum stofnunarinnar. Jöfnuður er samkvæmt skýrslu OECD hvergi meiri en á Íslandi og hefur aukist umtalsvert undanfarin ár öfugt við mörg önnur lönd í efnahagserfiðleikum. Á mannamáli þýðir það að íslenskum stjórnvöldum, nánar tiltekið ríkisstjórn okkar Vinstri grænna og Samfylkingar, hefur tekist að jafna byrðunum þannig að kaupmáttur hinna tekjulægri hefur varist betur en annarra gegnum þrengingarnar. Jöfnuður er hér almennt meiri en áður, færri en ella eru útsettir fyrir fátækt og félagsleg vandamál hafa ekki aukist svo merkjanlegt sé þrátt fyrir þær efnahagslegu hamfarir sem landið hefur gengið í gegnum. Í velflestum kreppuhrjáðum löndum jókst ójöfnuður eftir hrun en það hefur ekki gerst á Íslandi. Ísland er því undantekning í þessu samhengi. Velferðin varin Í öðru lagi sendi breski fræðimaðurinn David Stuckler frá Cambridge-háskólanum frá sér bók sem fjallar um áhrif kreppunnar á lýðheilsuástand fólks í Evrópu og Bandaríkjunum. Ítarlega hefur verið fjallað um útgáfu bókarinnar og rannsóknir Stucklers í erlendum fjölmiðlum síðustu daga. Niðurstaða Stucklers er að lýðheilsu í mörgum löndum í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum hefur hrakað hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Athyglisvert er að Stuckler tiltekur Ísland sérstaklega sem dæmi um land þar sem vel hefur tekist til við að viðhalda góðu lýðheilsuástandi. Á Íslandi hefur aðgengi að heilbrigðisstofnunum haldist óbreytt og þjónustustigið hefur verið varið eins vel kostur var. Þessu er öfugt farið víðast hvar samkvæmt rannsóknum Stucklers. Þau lönd sem koma einna best út úr rannsóknum Stucklers eru Norðurlöndin og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Lýðheilsu hefur á hinn bóginn víða hrakað, sérstaklega nefnir Stuckler Grikkland í því sambandi en einnig hefur ástandið versnað í Bandaríkjunum og Bretlandi á allra síðustu árum. Stærsta velferðarmálið Þessir vitnisburðir að utan hljóta að gleðja mörg samtök og hópa sem bera þessi gildi fyrir brjósti, t.d. þau eða þá sem hafa nú um sinn beðið í ofvæni eftir annarri ríkisstjórn eins og forseta ASÍ. Hægri og miðjuöflin mega heldur betur standa sig vel ef þau eiga að ná því að auka hér enn jöfnuð eða gera betur hvað varðar félagslega réttláta dreifingu byrðanna. Staðreyndir, vandaðar rannsóknir og óumdeildar mælingar sem eru samanburðarhæfar milli landa tala sínu máli hvað sem allri stjórnmálaþrætu líður. Íslendingar myndu gera rétt í því að taka a.m.k. í einhverjum mæli mark á slíku ekki síður en heimatilbúnum veruleika loforðamanna og hagsmunaafla hins gamla Íslands. Hvers konar samfélag viljum við hér í landinu? Jöfnuð og jafnrétti eða græðgi sérhagsmunahópanna? Þar er efinn, ekki síst nú eftir síðustu alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust a.m.k tvær jákvæðar fréttir sem tengjast áherslum Íslands í velferðarmálum. Báðar fréttirnar sýna að viðbrögð okkar við hruninu hafi verið félagslega meðvituð og árangursrík á sviði velferðarmálanna. Þetta er raunar langt í frá í fyrsta sinn sem þetta er staðfest á síðustu misserum.Jöfnuður eykst Í fyrsta lagi gefur OECD Íslandi góða einkunn í nýrri úttekt um þróun jafnaðar eða ójafnaðar í aðildarríkjum stofnunarinnar. Jöfnuður er samkvæmt skýrslu OECD hvergi meiri en á Íslandi og hefur aukist umtalsvert undanfarin ár öfugt við mörg önnur lönd í efnahagserfiðleikum. Á mannamáli þýðir það að íslenskum stjórnvöldum, nánar tiltekið ríkisstjórn okkar Vinstri grænna og Samfylkingar, hefur tekist að jafna byrðunum þannig að kaupmáttur hinna tekjulægri hefur varist betur en annarra gegnum þrengingarnar. Jöfnuður er hér almennt meiri en áður, færri en ella eru útsettir fyrir fátækt og félagsleg vandamál hafa ekki aukist svo merkjanlegt sé þrátt fyrir þær efnahagslegu hamfarir sem landið hefur gengið í gegnum. Í velflestum kreppuhrjáðum löndum jókst ójöfnuður eftir hrun en það hefur ekki gerst á Íslandi. Ísland er því undantekning í þessu samhengi. Velferðin varin Í öðru lagi sendi breski fræðimaðurinn David Stuckler frá Cambridge-háskólanum frá sér bók sem fjallar um áhrif kreppunnar á lýðheilsuástand fólks í Evrópu og Bandaríkjunum. Ítarlega hefur verið fjallað um útgáfu bókarinnar og rannsóknir Stucklers í erlendum fjölmiðlum síðustu daga. Niðurstaða Stucklers er að lýðheilsu í mörgum löndum í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum hefur hrakað hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Athyglisvert er að Stuckler tiltekur Ísland sérstaklega sem dæmi um land þar sem vel hefur tekist til við að viðhalda góðu lýðheilsuástandi. Á Íslandi hefur aðgengi að heilbrigðisstofnunum haldist óbreytt og þjónustustigið hefur verið varið eins vel kostur var. Þessu er öfugt farið víðast hvar samkvæmt rannsóknum Stucklers. Þau lönd sem koma einna best út úr rannsóknum Stucklers eru Norðurlöndin og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Lýðheilsu hefur á hinn bóginn víða hrakað, sérstaklega nefnir Stuckler Grikkland í því sambandi en einnig hefur ástandið versnað í Bandaríkjunum og Bretlandi á allra síðustu árum. Stærsta velferðarmálið Þessir vitnisburðir að utan hljóta að gleðja mörg samtök og hópa sem bera þessi gildi fyrir brjósti, t.d. þau eða þá sem hafa nú um sinn beðið í ofvæni eftir annarri ríkisstjórn eins og forseta ASÍ. Hægri og miðjuöflin mega heldur betur standa sig vel ef þau eiga að ná því að auka hér enn jöfnuð eða gera betur hvað varðar félagslega réttláta dreifingu byrðanna. Staðreyndir, vandaðar rannsóknir og óumdeildar mælingar sem eru samanburðarhæfar milli landa tala sínu máli hvað sem allri stjórnmálaþrætu líður. Íslendingar myndu gera rétt í því að taka a.m.k. í einhverjum mæli mark á slíku ekki síður en heimatilbúnum veruleika loforðamanna og hagsmunaafla hins gamla Íslands. Hvers konar samfélag viljum við hér í landinu? Jöfnuð og jafnrétti eða græðgi sérhagsmunahópanna? Þar er efinn, ekki síst nú eftir síðustu alþingiskosningar.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar