Höfundarréttur.net Jón Þór Ólafsson skrifar 15. ágúst 2013 07:00 Til að tryggja að höfundar gætu einir hagnast á eigin verkum voru fyrr á öldum sett afritunarákvæði í höfundalögin. Höfundar fengu tímabundið einkaleyfi til að afrita verk sín. Í dag þurfum við að finna aðrar leiðir til að tryggja að höfundar einir geti hagnast á eigin verkum, því að til að framfylgja afritunareinkaleyfinu í nettengdum heimi þarf að njósna um alla netumferð og ritskoða internetið. Þeim fer fjölgandi sem skilja þetta og vilja ekki fórna friðhelgi einkalífs síns eða upplýsingafrelsi á internetinu fyrir afritunarákvæðið sem er úrelt leið til að tryggja að höfundar geti einir hagnast á eigin verkum. Við þurfum ný höfundarréttarákvæði til þess. Píratar um allan heim leggja til að höfundalögin verði endurskoðuð þannig að höfundarrétthöfum sé tryggt tímabundið einkaleyfi til að hagnast á verkum sínum án þess þó að fá einkaleyfi á að fjölfalda efnið. Það þýðir að fólki verði frjálst að deila efni sín á milli til einkanota en höfundurinn hefur einkaleyfi á því að hagnast á annarri notkun þess. Ný viðskiptalíkön hafa sýnt og sannað að slíkur hagnaður á sér stað þótt efnið sé samtímis aðgengilegt án endurgjalds á internetinu.Ný viðskiptalíkön á internetinu Internetið skapar mikil tækifæri fyrir höfundarrétthafa. Þetta á sérstaklega við um þá sem nýta sér nýju tæknina. Þannig hefur það alltaf verið. Stjórnendur Amazon.com borguðu ekki út arð í áraraðir heldur settu þeir allan hagnað í að byggja upp notendavænt internetsölukerfi, m.a. á rafbókum sem eru í dag mikið keyptar og lítið deilt frítt á internetinu. Nexflix.com veitir ótakmarkaðan aðgang að öllum sínum kvikmyndum og þáttaröðum gegn 1.000 króna mánaðargjaldi, sem undirritaður greiðir glaður. Spotify.com gerir það sama með tónlist. Nýja tæknin er líka að brjóta upp fákeppnismarkaðinn við greiðslumiðlun sem mun gera listamönnum auðveldara að selja aðdáendum sínum „beint frá býli“. Vissulega verður listafólk og aðrir hugverkarétthafar fyrir óþægindum og oft skaða meðan nýju viðskiptalíkönin sem tryggja munu þeim tekjur í framtíðinni eru í mótun. Tæknibyltingar setja ríkjandi viðskiptahætti í uppnám samhliða því að skapa mikil tækifæri fyrir þá sem læra að nýta sér nýju tæknina. Aðstoðum því skapandi fólk við að finna og skapa nýjar leiðir til að koma verkum sínum í verð á netinu. Hjálpumst svo að við að endurskoða höfundalögin til að þau nái sínum upprunalega tilgangi sem er að tryggja höfundum tímabundið einkaleyfi á því að hagnast á eigin verkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Til að tryggja að höfundar gætu einir hagnast á eigin verkum voru fyrr á öldum sett afritunarákvæði í höfundalögin. Höfundar fengu tímabundið einkaleyfi til að afrita verk sín. Í dag þurfum við að finna aðrar leiðir til að tryggja að höfundar einir geti hagnast á eigin verkum, því að til að framfylgja afritunareinkaleyfinu í nettengdum heimi þarf að njósna um alla netumferð og ritskoða internetið. Þeim fer fjölgandi sem skilja þetta og vilja ekki fórna friðhelgi einkalífs síns eða upplýsingafrelsi á internetinu fyrir afritunarákvæðið sem er úrelt leið til að tryggja að höfundar geti einir hagnast á eigin verkum. Við þurfum ný höfundarréttarákvæði til þess. Píratar um allan heim leggja til að höfundalögin verði endurskoðuð þannig að höfundarrétthöfum sé tryggt tímabundið einkaleyfi til að hagnast á verkum sínum án þess þó að fá einkaleyfi á að fjölfalda efnið. Það þýðir að fólki verði frjálst að deila efni sín á milli til einkanota en höfundurinn hefur einkaleyfi á því að hagnast á annarri notkun þess. Ný viðskiptalíkön hafa sýnt og sannað að slíkur hagnaður á sér stað þótt efnið sé samtímis aðgengilegt án endurgjalds á internetinu.Ný viðskiptalíkön á internetinu Internetið skapar mikil tækifæri fyrir höfundarrétthafa. Þetta á sérstaklega við um þá sem nýta sér nýju tæknina. Þannig hefur það alltaf verið. Stjórnendur Amazon.com borguðu ekki út arð í áraraðir heldur settu þeir allan hagnað í að byggja upp notendavænt internetsölukerfi, m.a. á rafbókum sem eru í dag mikið keyptar og lítið deilt frítt á internetinu. Nexflix.com veitir ótakmarkaðan aðgang að öllum sínum kvikmyndum og þáttaröðum gegn 1.000 króna mánaðargjaldi, sem undirritaður greiðir glaður. Spotify.com gerir það sama með tónlist. Nýja tæknin er líka að brjóta upp fákeppnismarkaðinn við greiðslumiðlun sem mun gera listamönnum auðveldara að selja aðdáendum sínum „beint frá býli“. Vissulega verður listafólk og aðrir hugverkarétthafar fyrir óþægindum og oft skaða meðan nýju viðskiptalíkönin sem tryggja munu þeim tekjur í framtíðinni eru í mótun. Tæknibyltingar setja ríkjandi viðskiptahætti í uppnám samhliða því að skapa mikil tækifæri fyrir þá sem læra að nýta sér nýju tæknina. Aðstoðum því skapandi fólk við að finna og skapa nýjar leiðir til að koma verkum sínum í verð á netinu. Hjálpumst svo að við að endurskoða höfundalögin til að þau nái sínum upprunalega tilgangi sem er að tryggja höfundum tímabundið einkaleyfi á því að hagnast á eigin verkum.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar