Tuttugu stiga menn blómstra í hverju horni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2013 07:45 Kári Jónsson, 16 ára sonur Jóns Arnars Ingvarssonar, skoraði 28 stig í sínum þriðja leik í úrvalsdeildinni. Mynd/Valli Þriðju umferð Dominos-deildar karla í körfubolta lauk í gærkvöldi þegar Keflavík vann þriggja stiga sigur á Njarðvík, 88-85, í mögnuðu uppgjöri tveggja ósigraða liða í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Gunnar Ólafsson tryggði Keflavík sigurinn í sínum fyrsta Reykjanesbæjarslag og þó að hann hafi ekki komist í 20 stigin í gær þá er hann enn eitt dæmi um íslenskan leikmann sem stelur sviðsljósinu í upphafi tímabilsins. Nýjar reglur tóku gildi í deildinni í haust því frá og með þessu tímabil þurfa fjórir af fimm leikmönnum inni á vellinum í hvoru liði að vera með íslenskan ríkisborgararétt. Liðin úti á landi eru ekki alltof hrifin af þessum breytingum enda eiga þau oft erfitt að með halda í eða fá íslenska stráka til að spila úti á landi þar sem flestir sækja skóla eða önnur tækifæri fyrir sunnan. Áhrif reglubreytingarinnar virðast þó hafa haft þau áhrif sem fylgismenn hennar sáu fyrir sér. Íslenskir leikmenn hafa fengið stærra hlutverk og meiri ábyrgð í sínum liðum. Þetta sést meðal annars vel þegar stigaskor leikmanna í fyrstu þremur umferðunum er skoðað nánar. Alls hefur 21 Íslendingur skorað tuttugu stig eða meira í einum leik og ellefu af tólf liðum deildarinnar eiga íslenskan leikmann sem hefur rofið tuttugu stiga múrinn. Nýliðar Hauka eiga þrjá íslenska tuttugu stiga menn alveg eins og KR, ÍR og Grindavík. Í síðasta leik skoraði til dæmis hinn sextán ára gamli Kári Jónsson 28 stig fyrir Hauka á rúmum 18 mínútum þar sem hann hitti úr 11 af 12 skotum sínum. Fjórði Haukamaðurinn sem hefur sprungið út er síðan leikstjórnandinn Emil Barja sem náði þrefaldri tvennu í fyrsta leik. Það er heldur ekki eins og fleiri íslenskir skorarar eigi ekki eftir að bætast í hópinn á þessu tímabili. KR-ingarnir Brynjar Þór Björnsson og Martin Hermannsson eru til dæmis þekktir skorarar enda illviðráðanlegir á góðum degi og fleiri tilvonandi tuttugu stiga leikmenn bíða eftir sínum degi eða dögum. Það er nefnilega nóg af ungum, stórefnilegum leikmönnum í deildinni sem fá nú tækifærið til að sýna hvað í þá er spunnið. Ævintýri Njarðvíkurhúnanna síðustu ár hafa ennfremur sýnt hvaða árangri er hægt að ná þegar félög þora að veðja á uppalda leikmenn sína. Fleiri félög hafa nú nýtt sér þessa góðu fyrirmynd. Framlag leikmanna til sinna liða stendur þó ekki og fellur með stigaskori þeirra því leikmenn hjálpa liðum sínum á mörgum öðrum sviðum. Framlag er annar mælikvarði á leikmenn og þegar framlagslistinn er skoðaður bætast við sex íslenskir leikmenn sem hafa rofið tuttugu framlagsstigamúrinn. Þá kemur góður varnarleikur seint fram á tölfræðiblaðinu. Það sem tölfræðin sýnir er aftur á móti að íslenskir leikmenn eru að fá og nýta tækifærin sín í upphafi vonandi skemmtilegs körfuboltatímabils. 20 stiga mennirnir í fyrstu 3 umferðunum:Reyndari leikmenn Justin Shouse, Stjarnan (32) Jóhann Árni Ólafsson Grindavík (28) Jón Ólafur Jónsson Snæfell (28) Guðmundur Jónsson Keflavík (27) Þorleifur Ólafsson Grindavík (27) Helgi Már Magnússon KR (25) Logi Gunnarsson Njarðvík (24, 23, 22) Páll Axel Vilbergsson Skallagrímur (23, 23) Mirko Stefán Virijevic KFÍ (20, 24) Sigurður Gunnar Þorsteinsson Grindavík (20, 23) Davíð Páll Hermannsson Haukar (22) Darri Hilmarsson KR (22) Sveinbjörn Claessen ÍR (21, 21) Pavel Ermolinskij KR (20)Ungu strákarnir Matthías Orri Sigurðarson ÍR (33) Haukur Óskarsson Haukar (25,31) Elvar Már Friðriksson Njarðvík (28, 23) Kári Jónsson Haukar (28) Björgvin Ríkharðsson ÍR (24) Tómas Heiðar Tómasson Þór Þorl. (20) Kristján Pétur Andrésson Snæfell (20)Bankandi á dyrnar Snorri Hrafnkelsson, Njarðvík 19* Ágúst Angantýsson, KFÍ 19 Brynjar Þór Björnsson, KR 18 Martin Hermannsson, KR 18 Darrel Keith Lewis, Keflavík 17** Grétar Ingi Erlendsson, Skallagrímur 17 Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Snæfell 17** Baldur Þór Ragnarsson, Þór Þorl. 16 Dagur Kár Jónsson, Stjarnan 15 Hraunar Karl Guðmundsson, KFÍ 15 Ólafur Ólafsson Grindavík 15*** Meiddur - sleit krossband** Á 20 stiga framlagsleik Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Þriðju umferð Dominos-deildar karla í körfubolta lauk í gærkvöldi þegar Keflavík vann þriggja stiga sigur á Njarðvík, 88-85, í mögnuðu uppgjöri tveggja ósigraða liða í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Gunnar Ólafsson tryggði Keflavík sigurinn í sínum fyrsta Reykjanesbæjarslag og þó að hann hafi ekki komist í 20 stigin í gær þá er hann enn eitt dæmi um íslenskan leikmann sem stelur sviðsljósinu í upphafi tímabilsins. Nýjar reglur tóku gildi í deildinni í haust því frá og með þessu tímabil þurfa fjórir af fimm leikmönnum inni á vellinum í hvoru liði að vera með íslenskan ríkisborgararétt. Liðin úti á landi eru ekki alltof hrifin af þessum breytingum enda eiga þau oft erfitt að með halda í eða fá íslenska stráka til að spila úti á landi þar sem flestir sækja skóla eða önnur tækifæri fyrir sunnan. Áhrif reglubreytingarinnar virðast þó hafa haft þau áhrif sem fylgismenn hennar sáu fyrir sér. Íslenskir leikmenn hafa fengið stærra hlutverk og meiri ábyrgð í sínum liðum. Þetta sést meðal annars vel þegar stigaskor leikmanna í fyrstu þremur umferðunum er skoðað nánar. Alls hefur 21 Íslendingur skorað tuttugu stig eða meira í einum leik og ellefu af tólf liðum deildarinnar eiga íslenskan leikmann sem hefur rofið tuttugu stiga múrinn. Nýliðar Hauka eiga þrjá íslenska tuttugu stiga menn alveg eins og KR, ÍR og Grindavík. Í síðasta leik skoraði til dæmis hinn sextán ára gamli Kári Jónsson 28 stig fyrir Hauka á rúmum 18 mínútum þar sem hann hitti úr 11 af 12 skotum sínum. Fjórði Haukamaðurinn sem hefur sprungið út er síðan leikstjórnandinn Emil Barja sem náði þrefaldri tvennu í fyrsta leik. Það er heldur ekki eins og fleiri íslenskir skorarar eigi ekki eftir að bætast í hópinn á þessu tímabili. KR-ingarnir Brynjar Þór Björnsson og Martin Hermannsson eru til dæmis þekktir skorarar enda illviðráðanlegir á góðum degi og fleiri tilvonandi tuttugu stiga leikmenn bíða eftir sínum degi eða dögum. Það er nefnilega nóg af ungum, stórefnilegum leikmönnum í deildinni sem fá nú tækifærið til að sýna hvað í þá er spunnið. Ævintýri Njarðvíkurhúnanna síðustu ár hafa ennfremur sýnt hvaða árangri er hægt að ná þegar félög þora að veðja á uppalda leikmenn sína. Fleiri félög hafa nú nýtt sér þessa góðu fyrirmynd. Framlag leikmanna til sinna liða stendur þó ekki og fellur með stigaskori þeirra því leikmenn hjálpa liðum sínum á mörgum öðrum sviðum. Framlag er annar mælikvarði á leikmenn og þegar framlagslistinn er skoðaður bætast við sex íslenskir leikmenn sem hafa rofið tuttugu framlagsstigamúrinn. Þá kemur góður varnarleikur seint fram á tölfræðiblaðinu. Það sem tölfræðin sýnir er aftur á móti að íslenskir leikmenn eru að fá og nýta tækifærin sín í upphafi vonandi skemmtilegs körfuboltatímabils. 20 stiga mennirnir í fyrstu 3 umferðunum:Reyndari leikmenn Justin Shouse, Stjarnan (32) Jóhann Árni Ólafsson Grindavík (28) Jón Ólafur Jónsson Snæfell (28) Guðmundur Jónsson Keflavík (27) Þorleifur Ólafsson Grindavík (27) Helgi Már Magnússon KR (25) Logi Gunnarsson Njarðvík (24, 23, 22) Páll Axel Vilbergsson Skallagrímur (23, 23) Mirko Stefán Virijevic KFÍ (20, 24) Sigurður Gunnar Þorsteinsson Grindavík (20, 23) Davíð Páll Hermannsson Haukar (22) Darri Hilmarsson KR (22) Sveinbjörn Claessen ÍR (21, 21) Pavel Ermolinskij KR (20)Ungu strákarnir Matthías Orri Sigurðarson ÍR (33) Haukur Óskarsson Haukar (25,31) Elvar Már Friðriksson Njarðvík (28, 23) Kári Jónsson Haukar (28) Björgvin Ríkharðsson ÍR (24) Tómas Heiðar Tómasson Þór Þorl. (20) Kristján Pétur Andrésson Snæfell (20)Bankandi á dyrnar Snorri Hrafnkelsson, Njarðvík 19* Ágúst Angantýsson, KFÍ 19 Brynjar Þór Björnsson, KR 18 Martin Hermannsson, KR 18 Darrel Keith Lewis, Keflavík 17** Grétar Ingi Erlendsson, Skallagrímur 17 Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Snæfell 17** Baldur Þór Ragnarsson, Þór Þorl. 16 Dagur Kár Jónsson, Stjarnan 15 Hraunar Karl Guðmundsson, KFÍ 15 Ólafur Ólafsson Grindavík 15*** Meiddur - sleit krossband** Á 20 stiga framlagsleik
Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira