Ég átti aldrei séns Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Ég er fædd og uppalin í Breiðholtinu. Þegar ég var krakki byrjaði ég að fitna. Og fitna. Og fitna. Síðan fékk ég gleraugu. Ekki krúttleg og pen dúllugleraugu heldur flöskubotna. Ég var líka góð í skóla. Lærði alltaf heima samviskusamlega. Hlýddi foreldrum mínum og virti útivistarbönn. Fannst miklu skemmtilegra að horfa á Nágranna eftir skóla og troða í mig frostpinnum en að fara út að leika með krökkunum. Ég átti því aldrei séns gagnvart stríðnispúkum. Í þessa daga var jú lítið talað um einelti. Meira um góðlátlega stríðni. Háðsglósur hér og þar hafa jú aldrei skaðað neinn. Nema kannski sjálfsmyndina. En henni er alltaf hægt að plástra saman aftur. Er það ekki annars? Móðir mín er kennari og sá í hvert stefndi snemma á skólaferli mínum. Í fyrsta sinn sem ég kom heim grátandi yfir því að einhverjir krakkar hefðu kallað mig fitubollu og gleraugnaglám settist hún niður með mér og gaf mér bestu ráð sem ég hef fengið á ævinni. „Láttu bara eins og þú heyrir ekki í þeim.“ Sem ég og gerði. Nú geta eflaust hámenntaðir uppeldis- og félagsfræðingar rökrætt um það klukkutímum saman hvort þetta hafi verið rétt viðbrögð hjá móður minni en viti menn, þetta virkaði. Auðvitað var mér strítt en ekkert meira en öðrum. Stríðnispúkarnir hættu fljótt að nenna að reyna að espa mig upp þar sem það bar engan árangur og ég fékk að vera spikfeitur gleraugnaglámur í friði. En það búa ekki allir svo vel að eiga móður sem gefur ráð sem virka. Og það búa ekki allir það vel að geta látið ljót orð sem vind um eyru þjóta þangað til illskeyttu börnin sem uppfull eru af minnimáttarkennd hætta að nenna að atast í þeim. Það eru engir tveir eins og það eiga allir séns. Það er ekkert smart við það að vera stríðnispúki. Það ber vott um fávisku, dómgreindarleysi og þröngsýni. Byggðu sjálfan þig upp í staðinn fyrir að brjóta einhvern annan niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Ég er fædd og uppalin í Breiðholtinu. Þegar ég var krakki byrjaði ég að fitna. Og fitna. Og fitna. Síðan fékk ég gleraugu. Ekki krúttleg og pen dúllugleraugu heldur flöskubotna. Ég var líka góð í skóla. Lærði alltaf heima samviskusamlega. Hlýddi foreldrum mínum og virti útivistarbönn. Fannst miklu skemmtilegra að horfa á Nágranna eftir skóla og troða í mig frostpinnum en að fara út að leika með krökkunum. Ég átti því aldrei séns gagnvart stríðnispúkum. Í þessa daga var jú lítið talað um einelti. Meira um góðlátlega stríðni. Háðsglósur hér og þar hafa jú aldrei skaðað neinn. Nema kannski sjálfsmyndina. En henni er alltaf hægt að plástra saman aftur. Er það ekki annars? Móðir mín er kennari og sá í hvert stefndi snemma á skólaferli mínum. Í fyrsta sinn sem ég kom heim grátandi yfir því að einhverjir krakkar hefðu kallað mig fitubollu og gleraugnaglám settist hún niður með mér og gaf mér bestu ráð sem ég hef fengið á ævinni. „Láttu bara eins og þú heyrir ekki í þeim.“ Sem ég og gerði. Nú geta eflaust hámenntaðir uppeldis- og félagsfræðingar rökrætt um það klukkutímum saman hvort þetta hafi verið rétt viðbrögð hjá móður minni en viti menn, þetta virkaði. Auðvitað var mér strítt en ekkert meira en öðrum. Stríðnispúkarnir hættu fljótt að nenna að reyna að espa mig upp þar sem það bar engan árangur og ég fékk að vera spikfeitur gleraugnaglámur í friði. En það búa ekki allir svo vel að eiga móður sem gefur ráð sem virka. Og það búa ekki allir það vel að geta látið ljót orð sem vind um eyru þjóta þangað til illskeyttu börnin sem uppfull eru af minnimáttarkennd hætta að nenna að atast í þeim. Það eru engir tveir eins og það eiga allir séns. Það er ekkert smart við það að vera stríðnispúki. Það ber vott um fávisku, dómgreindarleysi og þröngsýni. Byggðu sjálfan þig upp í staðinn fyrir að brjóta einhvern annan niður.