Réttarstaða fátækra barna á Íslandi Þóra Jónsdóttir skrifar 20. desember 2013 06:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nýverið hafið vinnu við að vekja athygli á barnafátækt á Íslandi. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar áttu 73,4% heimila einstæðra foreldra með eitt barn eða fleiri, erfitt með að ná endum saman árið 2012, og 58% allra heimila með börn. Í skýrslu útgefinni af Hjálparstarfi Kirkjunnar og Rauða krossinum í Reykjavík frá 2012, „Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi“ kom fram að Hagstofan áætlaði að um 8.800 börn væru undir lágtekjumörkum. Af þessum tölum má leiða að því sterkar líkur að þúsundir barna á Íslandi búi við verulegan skort á efnislegum gæðum. Það eru þau börn sem þessar tölur ná til, sem ekki geta tekið þátt í frístundastarfi eða íþróttum vegna þess að það eru ekki til peningar, og það eru þessi sömu börn sem hafa ekki tök á að mæta í afmælisveislur, því ekki er til peningur fyrir afmælisgjöfum. Því eru það einmitt þessi börn sem verða útsett fyrir að verða félagslega einangruð og eiga á hættu að þróa með sér ýmis vandamál sem geta haft neikvæð áhrif á allt þeirra líf. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið hefur verið lögfestur á Íslandi, segir að aðildarríki skuli eftir fremsta megni tryggja að börn megi lifa og þroskast. Í honum segir jafnframt að börnum skuli tryggð þau réttindi sem í Barnasáttmálanum er kveðið á um án mismununar af nokkru tagi. Ennfremur segir að aðildarríki hans skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess. Ríki skulu tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og skulu í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu. Í Barnasáttmálanum er hins vegar að finna ákvæði, síðari málslið 4. gr., sem dregur verulega úr þýðingu ákvæða hans hvað varðar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi barna. Orðalag ákvæðisins er á þann veg að hvað þessi réttindi snertir skulu aðildarríki gera allar viðeigandi ráðstafanir „að því marki sem þau framast hafa bolmagn til“. Þetta ákvæði er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um mannréttindi barna.Alþingi forgangsraði Í Stjórnarskránni kemur einnig fram sú regla að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Löggjafinn hefur með ýmsum hætti sett í lög ákvæði sem miða að því að uppfylla slíka skyldu. Má nefna ákvæði um greiðslu barnabóta, greiðslu barnalífeyris til foreldra sem eru öryrkjar og ef annað eða bæði foreldri hafa látist, sem og greiðslu umönnunarbóta fyrir langveik börn. Ekki er gert ráð fyrir því í lögum að foreldrum sé greidd fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum vegna barna sinna, þar sem ákvörðun um fjárhagsaðstoð er óháð barnafjölda. Það er vegna þess að í reglum um fjárhagsaðstoð er reiknað með því að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Þeir foreldrar sem hafa forsjá barna sinna fara með fjárhald þeirra og ráða persónulegum högum barna samkvæmt lögræðislögum. Þeim ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum, eins og segir í barnalögum. En hver er staða barna þegar foreldrar þeirra geta ekki aflað tekna til að sjá fyrir þeim? Svar laganna er að barnabætur, barnalífeyrir og meðlög eigi að standa undir að greiða fyrir þarfir þeirra. Ríkið greiðir barnabætur til barnafjölskyldna. Samkvæmt samanburði BSRB á þróun verðlags og barnabóta sem fjallað var um í grein sem birtist á Vísi 11. desember, hefur kaupmáttur barnabóta lækkað um 22,5 prósent frá árinu 2007. Er á grunni þeirra upplýsinga hægt að halda því fram að ríkið sé eftir fremsta megni að tryggja að börn á Íslandi megi lifa og þroskast? Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á ríkisstjórn Íslands og þingheim allan að forgangsraða með hag barna fyrir brjósti við gerð fjárlaga ársins 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nýverið hafið vinnu við að vekja athygli á barnafátækt á Íslandi. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar áttu 73,4% heimila einstæðra foreldra með eitt barn eða fleiri, erfitt með að ná endum saman árið 2012, og 58% allra heimila með börn. Í skýrslu útgefinni af Hjálparstarfi Kirkjunnar og Rauða krossinum í Reykjavík frá 2012, „Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi“ kom fram að Hagstofan áætlaði að um 8.800 börn væru undir lágtekjumörkum. Af þessum tölum má leiða að því sterkar líkur að þúsundir barna á Íslandi búi við verulegan skort á efnislegum gæðum. Það eru þau börn sem þessar tölur ná til, sem ekki geta tekið þátt í frístundastarfi eða íþróttum vegna þess að það eru ekki til peningar, og það eru þessi sömu börn sem hafa ekki tök á að mæta í afmælisveislur, því ekki er til peningur fyrir afmælisgjöfum. Því eru það einmitt þessi börn sem verða útsett fyrir að verða félagslega einangruð og eiga á hættu að þróa með sér ýmis vandamál sem geta haft neikvæð áhrif á allt þeirra líf. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið hefur verið lögfestur á Íslandi, segir að aðildarríki skuli eftir fremsta megni tryggja að börn megi lifa og þroskast. Í honum segir jafnframt að börnum skuli tryggð þau réttindi sem í Barnasáttmálanum er kveðið á um án mismununar af nokkru tagi. Ennfremur segir að aðildarríki hans skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess. Ríki skulu tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og skulu í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu. Í Barnasáttmálanum er hins vegar að finna ákvæði, síðari málslið 4. gr., sem dregur verulega úr þýðingu ákvæða hans hvað varðar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi barna. Orðalag ákvæðisins er á þann veg að hvað þessi réttindi snertir skulu aðildarríki gera allar viðeigandi ráðstafanir „að því marki sem þau framast hafa bolmagn til“. Þetta ákvæði er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um mannréttindi barna.Alþingi forgangsraði Í Stjórnarskránni kemur einnig fram sú regla að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Löggjafinn hefur með ýmsum hætti sett í lög ákvæði sem miða að því að uppfylla slíka skyldu. Má nefna ákvæði um greiðslu barnabóta, greiðslu barnalífeyris til foreldra sem eru öryrkjar og ef annað eða bæði foreldri hafa látist, sem og greiðslu umönnunarbóta fyrir langveik börn. Ekki er gert ráð fyrir því í lögum að foreldrum sé greidd fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum vegna barna sinna, þar sem ákvörðun um fjárhagsaðstoð er óháð barnafjölda. Það er vegna þess að í reglum um fjárhagsaðstoð er reiknað með því að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Þeir foreldrar sem hafa forsjá barna sinna fara með fjárhald þeirra og ráða persónulegum högum barna samkvæmt lögræðislögum. Þeim ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum, eins og segir í barnalögum. En hver er staða barna þegar foreldrar þeirra geta ekki aflað tekna til að sjá fyrir þeim? Svar laganna er að barnabætur, barnalífeyrir og meðlög eigi að standa undir að greiða fyrir þarfir þeirra. Ríkið greiðir barnabætur til barnafjölskyldna. Samkvæmt samanburði BSRB á þróun verðlags og barnabóta sem fjallað var um í grein sem birtist á Vísi 11. desember, hefur kaupmáttur barnabóta lækkað um 22,5 prósent frá árinu 2007. Er á grunni þeirra upplýsinga hægt að halda því fram að ríkið sé eftir fremsta megni að tryggja að börn á Íslandi megi lifa og þroskast? Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á ríkisstjórn Íslands og þingheim allan að forgangsraða með hag barna fyrir brjósti við gerð fjárlaga ársins 2014.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun