Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2014 15:30 Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. Miðlar 365 hafa á undanförnum vikum unnið að fréttaskýringu um flugslysið og birtist fyrsti hluti umfjöllunarinnar í Fréttablaðinu í dag. Annar hluti birtist síðan í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst sl. létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen.Fullyrt að vélin hafi misst hæð Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér þessa bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október sl. um slysið á Hlíðarfjallsvegi. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Sagan af slysinu hefur hins vegar aldrei verið fyllilega sögð. Í fréttaskýringu um málið í kvöld verður farið ofan í saumana á því hvort það standist að vélin hafi misst hæð í ljósi þess hvernig vélin flýgur að brautinni, eins og sést í myndbandinu. Vegna aðstandenda þeirra sem létust þykir málið viðkvæmt og hafði fréttastofan samband við aðstandendur til að upplýsa þá um birtingu myndbandsins áður. Fréttastofa 365 telur að brýnir almannahagsmunir mæli með birtingu myndbandsins af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi verði að upplýsa um nákvæmlega hvað gerðist þegar TF-MYX brotlenti við Hlíðarfjallsveg til að draga af því lærdóm. Í öðru lagi er rannsóknarnefnd samgönguslysa opinber nefnd sem fjármögnuð er með skattfé. Í þriðja lagi annast fyrirtækið Mýflug sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings að undangengnu útboði. Kostnaður vegna sjúkraflugsins á grundvelli þessa samnings greiðist úr ríkissjóði. Fréttastofan telur að umfjöllun um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sé innlegg í umræðu um rannsókn á flugslysum á Íslandi og starfsháttum þeirra sem annast sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings. Af þessum sökum eigi birting myndbandsins og önnur umfjöllun um málið brýnt erindi við almenning. Fréttaskýring um slysið við Hlíðarfjallsveg verður í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld strax að loknum fréttum. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar. 6. janúar 2014 09:17 Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. Miðlar 365 hafa á undanförnum vikum unnið að fréttaskýringu um flugslysið og birtist fyrsti hluti umfjöllunarinnar í Fréttablaðinu í dag. Annar hluti birtist síðan í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst sl. létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen.Fullyrt að vélin hafi misst hæð Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér þessa bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október sl. um slysið á Hlíðarfjallsvegi. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Sagan af slysinu hefur hins vegar aldrei verið fyllilega sögð. Í fréttaskýringu um málið í kvöld verður farið ofan í saumana á því hvort það standist að vélin hafi misst hæð í ljósi þess hvernig vélin flýgur að brautinni, eins og sést í myndbandinu. Vegna aðstandenda þeirra sem létust þykir málið viðkvæmt og hafði fréttastofan samband við aðstandendur til að upplýsa þá um birtingu myndbandsins áður. Fréttastofa 365 telur að brýnir almannahagsmunir mæli með birtingu myndbandsins af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi verði að upplýsa um nákvæmlega hvað gerðist þegar TF-MYX brotlenti við Hlíðarfjallsveg til að draga af því lærdóm. Í öðru lagi er rannsóknarnefnd samgönguslysa opinber nefnd sem fjármögnuð er með skattfé. Í þriðja lagi annast fyrirtækið Mýflug sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings að undangengnu útboði. Kostnaður vegna sjúkraflugsins á grundvelli þessa samnings greiðist úr ríkissjóði. Fréttastofan telur að umfjöllun um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sé innlegg í umræðu um rannsókn á flugslysum á Íslandi og starfsháttum þeirra sem annast sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings. Af þessum sökum eigi birting myndbandsins og önnur umfjöllun um málið brýnt erindi við almenning. Fréttaskýring um slysið við Hlíðarfjallsveg verður í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld strax að loknum fréttum.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar. 6. janúar 2014 09:17 Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44
„Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15
Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar. 6. janúar 2014 09:17
Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00