„Ekki láta neinn stoppa þig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2014 22:00 Það kemur í hlut hins 28 ára Bandaríkjamanns Bruno Mars að skemmta lýðnum á sunnudagskvöldið þegar stærsti íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum fer fram. Denver Broncos og Seattle Seahawks mætast í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, í New Jersey í leik sem beðið er með mikilli eftirvæntingu. Ekki aðeins er það leikurinn sjálfur sem fólk bíður eftir heldur einnig skemmtiatriðin í hálfleik þar sem Mars mun fara fremstur í flokki. „Ekki leyfa neinum að stöðva þig,“ sagði Mars á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins. Var hann spurður hvaða ráð hann gæti gefið ungu fólki sem vildi koma sér á framfæri og slá í gegn. Sjálfur er Mars fæddur og uppalinn á Hawaii. „Ég lenti í því þegar ég var að byrja að fólk einblíndi á hvaðan ég væri. Það skiptir víst öllu máli í tónlistarheiminum.“ Mars segir að öllu skipti að leggja hart að sér við áhugamálið og þá liggi leiðin bara upp á við. Viðtalið við Mars má sjá í heild sinni hér að ofan. Mars mun skemmta í hálfleik líkt og rokksveitin Red Hot Chili Peppers. Sveitirnar munu feta í fótspor ekki ómerkari banda en Paul Simon, Rolling Stones, U2, Prince og Paul McCartney svo fáeinir tónlistarmenn og hljómsveitir séu nefndar.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland. NFL Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Það kemur í hlut hins 28 ára Bandaríkjamanns Bruno Mars að skemmta lýðnum á sunnudagskvöldið þegar stærsti íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum fer fram. Denver Broncos og Seattle Seahawks mætast í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, í New Jersey í leik sem beðið er með mikilli eftirvæntingu. Ekki aðeins er það leikurinn sjálfur sem fólk bíður eftir heldur einnig skemmtiatriðin í hálfleik þar sem Mars mun fara fremstur í flokki. „Ekki leyfa neinum að stöðva þig,“ sagði Mars á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins. Var hann spurður hvaða ráð hann gæti gefið ungu fólki sem vildi koma sér á framfæri og slá í gegn. Sjálfur er Mars fæddur og uppalinn á Hawaii. „Ég lenti í því þegar ég var að byrja að fólk einblíndi á hvaðan ég væri. Það skiptir víst öllu máli í tónlistarheiminum.“ Mars segir að öllu skipti að leggja hart að sér við áhugamálið og þá liggi leiðin bara upp á við. Viðtalið við Mars má sjá í heild sinni hér að ofan. Mars mun skemmta í hálfleik líkt og rokksveitin Red Hot Chili Peppers. Sveitirnar munu feta í fótspor ekki ómerkari banda en Paul Simon, Rolling Stones, U2, Prince og Paul McCartney svo fáeinir tónlistarmenn og hljómsveitir séu nefndar.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.
NFL Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira