Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Jóhannes Stefánsson og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 21:55 Umboðsmaður Hjördísar kom fram fyrir nefnd Evrópuþingsins sem tekur við kvörtunum frá borgurum. Stöð 2/AFP Umboðsmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og dansks barnsföður hennar var komið á framfæri. Nefndin tekur við umkvörtunum frá Evrópubúum um ýmiss konar málefni, en Hjördís var meðal sex annarra sem leituðu á náðir nefndarinnar með kvartanir vegna forræðisdeilna í Danmörku.Leila Ekensberg, umboðsmaður Hjördísar, lýsti málinu eins og það blasir við Hjördísi. Hún sagði að Hjördís og börnin hefðu flúið til Íslands undan ofbeldi föðurins, Kim Gram Laursen. Hún sagði jafnframt að Hjördís hefði komið til Íslands vegna vilyrðis frá íslenskum stjórnvöldum um aðstoð í málinu. Sú aðstoð hafi ekki verið veitt og sæti hún því í fangelsi, án þess að henni hafi verið birt ákæra.„Það er eitthvað rotið í Danaveldi“ Fleiri aðilar komu fyrir nefndina og kvörtuðu undan málsmeðferð danskra yfirvalda í sambærilegum málum, en þau eru sökuð um að vera vilhöll í garð danskra ríkisborgara. Í bréfi sem ónefnd móðir ritaði fyrir nefndina segir hún sig og börn sín hafa þurft að „búa eins og gyðingar í seinni heimsstyrjöldinni“ og að hún vonist til þess að einhver komi þeim til hjálpar. Formaður þingnefndarinnar, Erminia Mazzoni, sagði í tilefni kvartana þessara aðila: „Það er eitthvað rotið í Danaveldi." Hún lofaði að nefndin myndi senda dönskum yfirvöldum erindi vegna kvartana þeirra. Heimildir fréttastofu í Horsens herma að Hjördís sitji enn í varðhaldi og hafi ekki fengið að hitta lögmann sinn. Engar útskýringar hafa fengist á varðhaldi hennar sem hefur nú varað í tæpa tvo sólarhringa.Uppfært klukkan 10:30: Ranglega var hermt í fyrri útgáfu fréttar að orð ónefndar danskrar móður um seinni Heimsstyrjöldina væru orð Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Hjördís Svan Tengdar fréttir Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00 Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01 Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Umboðsmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og dansks barnsföður hennar var komið á framfæri. Nefndin tekur við umkvörtunum frá Evrópubúum um ýmiss konar málefni, en Hjördís var meðal sex annarra sem leituðu á náðir nefndarinnar með kvartanir vegna forræðisdeilna í Danmörku.Leila Ekensberg, umboðsmaður Hjördísar, lýsti málinu eins og það blasir við Hjördísi. Hún sagði að Hjördís og börnin hefðu flúið til Íslands undan ofbeldi föðurins, Kim Gram Laursen. Hún sagði jafnframt að Hjördís hefði komið til Íslands vegna vilyrðis frá íslenskum stjórnvöldum um aðstoð í málinu. Sú aðstoð hafi ekki verið veitt og sæti hún því í fangelsi, án þess að henni hafi verið birt ákæra.„Það er eitthvað rotið í Danaveldi“ Fleiri aðilar komu fyrir nefndina og kvörtuðu undan málsmeðferð danskra yfirvalda í sambærilegum málum, en þau eru sökuð um að vera vilhöll í garð danskra ríkisborgara. Í bréfi sem ónefnd móðir ritaði fyrir nefndina segir hún sig og börn sín hafa þurft að „búa eins og gyðingar í seinni heimsstyrjöldinni“ og að hún vonist til þess að einhver komi þeim til hjálpar. Formaður þingnefndarinnar, Erminia Mazzoni, sagði í tilefni kvartana þessara aðila: „Það er eitthvað rotið í Danaveldi." Hún lofaði að nefndin myndi senda dönskum yfirvöldum erindi vegna kvartana þeirra. Heimildir fréttastofu í Horsens herma að Hjördís sitji enn í varðhaldi og hafi ekki fengið að hitta lögmann sinn. Engar útskýringar hafa fengist á varðhaldi hennar sem hefur nú varað í tæpa tvo sólarhringa.Uppfært klukkan 10:30: Ranglega var hermt í fyrri útgáfu fréttar að orð ónefndar danskrar móður um seinni Heimsstyrjöldina væru orð Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00 Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01 Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00
Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01
Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45