Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 29-26 | Stjarnan í bikarúrslit Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2014 14:53 Vísir/valli Stjarnan vann Gróttu í undanúrslitum Coca-Cola bikars kvenna í dag, 26-23. Leikurinn var virkilega fjörugur og markverðir beggja liða áttu góðan dag, en leikurinn var mjög hraður og skemmtilegur. Á upphafsmínútum sást alveg hvert stefndi, en leikurinn byrjaði með miklu fjöri og skemmtilegheitum. Lene Burmo skoraði fyrsta mark leiksins, en hún skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Gróttu. Eftir stundarfjórðung var stíðan hníjöfn 8-8, en Íris Björk hafði farið mikinn í marki Gróttu. Hún hélt á tímabili Gróttu inn í leiknum með frábærum markvörslum. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði mikilvæg mörk fyrir Stjörnuna og hélt hún auðvitað áfram að skjóta þrátt fyrir að nokkur skot hafi geigað. Vel gert hjá stórskyttunni ungu. Staðan var einnig jöfn 10-10, þegar sjö mínútur voru til leikhlés. Þá gáfu Stjörnustúlkur í og þegar flautað var til leikhlés leiddu Garðbæingar með þremur mörkum, 16-13. Sex af sextán mörkum Stjörnunnar í hálfleik voru hraðaupphlaup og munaði verulega um það. Lene Burmo skoraði eins og fyrr segir þrjú í byrjun, en síðan ekki meir í öllum leiknum. Munaði um minna. Þær héldu þó áfram að hnoða inn á línuna og fengu hraðaupphlaup í markið. Þegar þær fóru svo út í breiddina fengu þær oftast virkilega góð færi. Stjarnan hélt uppteknum hætti í byrjun fyrri hálfleiks og eftir fimm mínútur í síðari hálfleik var munurinn orðinn fimm mörk. Gróttustúlkur gáfust þó aldrei upp þótt Stjarnan hafi ávallt verið skrefi á undan. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, tók svo leikhlé eftir tíu mínútna leik í stöðunni 22-16 fyrir Stjörnuna. Eftir það tók Grótta við sér og löguðu stöðuna í 23-20 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Stjarnan gaf þó í og þegar fimm mínútur voru til leiksloka leiddu þær aftur með sex mörkum. Því var lítil spenna síðustu mínúturnar og lokatölur urðu 26-23. Sólveig Lára Kjærnested og Hanna Guðrún áttu góðan dag fyrir Stjörnuna sem og Helena Rut Örvarsdóttir. Hanna og Sólveig skoruðu samtals níu mörk úr hraðaupphlaupum. Helena Rut skoraði mikilvæg mörk á mikilvægum tímapunktum. Liðsheildarsigur og Florentina var í fínu formi bakvið sterka vörn. Eva Björk Davíðsdóttir bar af og í sóknarleik Gróttu og þurftu fleiri að stíga upp ætlaði liðið sér í úrslitaleikinn. Íris Björk Símonardóttir var mögnuð í markinu, en hún var klárlega maður leiksins. Hún hélt Gróttu inn í leiknum á tíma, en liðið náði ekki að nýta sér hennar frammistöðu til hins ítrasta. Stjarnan er því komið í úrslitaleikinn og mætir annað hvort Haukum eða Val sem spila hinn undanúrslitaleikinn klukkan átta í kvöld. Úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardaginn. Alla tölfræði og beina textalýsingu má sjá hér fyrir neðan. Skúli: Væri ekki leiðinlegt að fá Val,,Það er frábært að vinna og mér fannst þetta sanngjarn sigur. Grótta er með mjög gott lið og þær eru búnar að sína undanfarið að þær eru erfiðar. Við náðum að halda þeim vel í skefjum varnarlega og ég er mjög sáttur," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, kampakátur í leikslok. ,,Ég vona að það sé rétt hjá mér, en mér fannst keimur af því hvernig við vorum að spila í úrslitakeppninni í fyrra. Mér fannst sá neisti vera koma aftur og ef það reynist rétt hjá mér, sem á eftir að koma í ljós í næsta leik, erum við í góðum málum." ,,Þennan neista er ég ánægðastur með. Við vissum að við höfðum hann og við fundum hann í dag í varnarleiknum. Fengum því ódýr mörk í kjölfarið. Við vorum ekkert með meiri háttar skotnýtingu á tímum og eigum inni smá í markvörslunni. Ég er mjög sáttur." Úrslitaleikurinn er á laugardaginn og nú byrjar vinnan strax segir Skúli: ,,Það þarf að loka þessu eftir hálftíma. Svo kemur bara næsta verkefni. Við fáum frábært lið á laugardaginn, hvort sem það verður Valur eða Haukar. Það væri ekki leiðinlegt að fá Val, en mér er alveg sama hvort liðið við fáum. Ef við fáum Val getum við hins vegar hefnt fyrir ófarirnar í síðasta leik - en mér er alveg sama. Ég vill bara verða bikarmeistari," sagði Skúli við Vísi eftir leik. Kári: Vantaði framlag frá fleirum,,Það var ýmislegt sem fór úrskeiðis. Við náum ekki alveg nægilega góðri frammistöðu heilt yfir. Við þurfum algjöran toppleik á öllum vígstöðum til að vinna eins gott lið eins og Stjörnuna. Við vorum með marga á fínu róli, en við hefðum þurft að fá 10% frá tveimur til þremur í viðbót," sagði Kári við Vísi í leikslok. ,,Þá hefðum við kannski getað gert þetta að spennuleik í lokin. Við erum ekki nægilega sterk einum fleiri í sókn og vörn. Við hefðum þurft 10% í viðbót til að vinna frábært lið Stjörnunnar." ,,Það er líka áhyggjuefni að Íris er örugglega að verja svona 59 bolta og við náum ekki að refsa með hraðaupphlaupum. Þegar sóknarleikur er svona mikið puð, við þurfum að hafa gífurlega mikið fyrir hverju marki og þegar við komum á sex metrana þá mætiru Florentinu. Þá verðum við að fá þessi ódýru mörk, en við náðum ekki að skora nægilega mikið úr hraðaupphlaupum." Kári var ánægður með spennustigið í aðdraganda leiksins: ,,Það var mjög gott. Enda komum við vel inn í leikinn og fyrri hálfleikurinn er í góðu jafnvægi. Það koma tveir kaflar sem við töpum; við töpum upphafi síðari hálfleiks og einnig um miðjan seinni hálfleikinn. Við komum til baka tvisvar og mér fannst spennustigið á mjög fínum stað þrátt fyrir að það séu margar í liðinu sem hafa ekki spilað oft í þessari höll." ,,Ég er ánægður með að vera kominn hingað, en ég hefði viljað búa til meiri spennuleik undir lok leiks. Það vantaði eins og ég segi pínulítið uppá," sagði Kári að lokum. Hanna: Voru allir að klappa manni á bakið,,Mér fannst barátta og liðsheild skapa þennan sigur. Einnig var mikil leikgleði og mér fannst við vera vel mættar til leiks og mér fannst við spila vel. Mér fannst allir vera leggja sig 100% fram og vera berjast. Ég er bara mjög ánægð með þennan leik," sagði Hanna sátt í leikslok. ,,Við urðum að fá góða vörn og markvörslu til að vinna þennan leik. Við þurftum að fá vörnina aftur í gang, við höfum verið að detta niður í varnarleiknum. Mér fannst við ná vörninni vel í gang í dag og þetta var flott." ,,Það voru allir í kringum mann að klappa manni á bakið. You win some, you lose som og þetta var fyrsti tapleikurinn á árinu. Þannig er boltinn," sagði Hanna hvernig andrúmsloftið hefði verið eftir síðasta leik þar sem liðið steinlá gegn Val. ,,Nú höfum við bara gaman í sturtu og ekkert mikið lengur. Við horfum pottþétt á leikinn hérna á eftir og svo byrjar bara strax undirbúningur fyrir laugardaginn," sagði Hanna Guðrún að lokum.vísir/vallivísir/vallimynd/valli Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Stjarnan vann Gróttu í undanúrslitum Coca-Cola bikars kvenna í dag, 26-23. Leikurinn var virkilega fjörugur og markverðir beggja liða áttu góðan dag, en leikurinn var mjög hraður og skemmtilegur. Á upphafsmínútum sást alveg hvert stefndi, en leikurinn byrjaði með miklu fjöri og skemmtilegheitum. Lene Burmo skoraði fyrsta mark leiksins, en hún skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Gróttu. Eftir stundarfjórðung var stíðan hníjöfn 8-8, en Íris Björk hafði farið mikinn í marki Gróttu. Hún hélt á tímabili Gróttu inn í leiknum með frábærum markvörslum. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði mikilvæg mörk fyrir Stjörnuna og hélt hún auðvitað áfram að skjóta þrátt fyrir að nokkur skot hafi geigað. Vel gert hjá stórskyttunni ungu. Staðan var einnig jöfn 10-10, þegar sjö mínútur voru til leikhlés. Þá gáfu Stjörnustúlkur í og þegar flautað var til leikhlés leiddu Garðbæingar með þremur mörkum, 16-13. Sex af sextán mörkum Stjörnunnar í hálfleik voru hraðaupphlaup og munaði verulega um það. Lene Burmo skoraði eins og fyrr segir þrjú í byrjun, en síðan ekki meir í öllum leiknum. Munaði um minna. Þær héldu þó áfram að hnoða inn á línuna og fengu hraðaupphlaup í markið. Þegar þær fóru svo út í breiddina fengu þær oftast virkilega góð færi. Stjarnan hélt uppteknum hætti í byrjun fyrri hálfleiks og eftir fimm mínútur í síðari hálfleik var munurinn orðinn fimm mörk. Gróttustúlkur gáfust þó aldrei upp þótt Stjarnan hafi ávallt verið skrefi á undan. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, tók svo leikhlé eftir tíu mínútna leik í stöðunni 22-16 fyrir Stjörnuna. Eftir það tók Grótta við sér og löguðu stöðuna í 23-20 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Stjarnan gaf þó í og þegar fimm mínútur voru til leiksloka leiddu þær aftur með sex mörkum. Því var lítil spenna síðustu mínúturnar og lokatölur urðu 26-23. Sólveig Lára Kjærnested og Hanna Guðrún áttu góðan dag fyrir Stjörnuna sem og Helena Rut Örvarsdóttir. Hanna og Sólveig skoruðu samtals níu mörk úr hraðaupphlaupum. Helena Rut skoraði mikilvæg mörk á mikilvægum tímapunktum. Liðsheildarsigur og Florentina var í fínu formi bakvið sterka vörn. Eva Björk Davíðsdóttir bar af og í sóknarleik Gróttu og þurftu fleiri að stíga upp ætlaði liðið sér í úrslitaleikinn. Íris Björk Símonardóttir var mögnuð í markinu, en hún var klárlega maður leiksins. Hún hélt Gróttu inn í leiknum á tíma, en liðið náði ekki að nýta sér hennar frammistöðu til hins ítrasta. Stjarnan er því komið í úrslitaleikinn og mætir annað hvort Haukum eða Val sem spila hinn undanúrslitaleikinn klukkan átta í kvöld. Úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardaginn. Alla tölfræði og beina textalýsingu má sjá hér fyrir neðan. Skúli: Væri ekki leiðinlegt að fá Val,,Það er frábært að vinna og mér fannst þetta sanngjarn sigur. Grótta er með mjög gott lið og þær eru búnar að sína undanfarið að þær eru erfiðar. Við náðum að halda þeim vel í skefjum varnarlega og ég er mjög sáttur," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, kampakátur í leikslok. ,,Ég vona að það sé rétt hjá mér, en mér fannst keimur af því hvernig við vorum að spila í úrslitakeppninni í fyrra. Mér fannst sá neisti vera koma aftur og ef það reynist rétt hjá mér, sem á eftir að koma í ljós í næsta leik, erum við í góðum málum." ,,Þennan neista er ég ánægðastur með. Við vissum að við höfðum hann og við fundum hann í dag í varnarleiknum. Fengum því ódýr mörk í kjölfarið. Við vorum ekkert með meiri háttar skotnýtingu á tímum og eigum inni smá í markvörslunni. Ég er mjög sáttur." Úrslitaleikurinn er á laugardaginn og nú byrjar vinnan strax segir Skúli: ,,Það þarf að loka þessu eftir hálftíma. Svo kemur bara næsta verkefni. Við fáum frábært lið á laugardaginn, hvort sem það verður Valur eða Haukar. Það væri ekki leiðinlegt að fá Val, en mér er alveg sama hvort liðið við fáum. Ef við fáum Val getum við hins vegar hefnt fyrir ófarirnar í síðasta leik - en mér er alveg sama. Ég vill bara verða bikarmeistari," sagði Skúli við Vísi eftir leik. Kári: Vantaði framlag frá fleirum,,Það var ýmislegt sem fór úrskeiðis. Við náum ekki alveg nægilega góðri frammistöðu heilt yfir. Við þurfum algjöran toppleik á öllum vígstöðum til að vinna eins gott lið eins og Stjörnuna. Við vorum með marga á fínu róli, en við hefðum þurft að fá 10% frá tveimur til þremur í viðbót," sagði Kári við Vísi í leikslok. ,,Þá hefðum við kannski getað gert þetta að spennuleik í lokin. Við erum ekki nægilega sterk einum fleiri í sókn og vörn. Við hefðum þurft 10% í viðbót til að vinna frábært lið Stjörnunnar." ,,Það er líka áhyggjuefni að Íris er örugglega að verja svona 59 bolta og við náum ekki að refsa með hraðaupphlaupum. Þegar sóknarleikur er svona mikið puð, við þurfum að hafa gífurlega mikið fyrir hverju marki og þegar við komum á sex metrana þá mætiru Florentinu. Þá verðum við að fá þessi ódýru mörk, en við náðum ekki að skora nægilega mikið úr hraðaupphlaupum." Kári var ánægður með spennustigið í aðdraganda leiksins: ,,Það var mjög gott. Enda komum við vel inn í leikinn og fyrri hálfleikurinn er í góðu jafnvægi. Það koma tveir kaflar sem við töpum; við töpum upphafi síðari hálfleiks og einnig um miðjan seinni hálfleikinn. Við komum til baka tvisvar og mér fannst spennustigið á mjög fínum stað þrátt fyrir að það séu margar í liðinu sem hafa ekki spilað oft í þessari höll." ,,Ég er ánægður með að vera kominn hingað, en ég hefði viljað búa til meiri spennuleik undir lok leiks. Það vantaði eins og ég segi pínulítið uppá," sagði Kári að lokum. Hanna: Voru allir að klappa manni á bakið,,Mér fannst barátta og liðsheild skapa þennan sigur. Einnig var mikil leikgleði og mér fannst við vera vel mættar til leiks og mér fannst við spila vel. Mér fannst allir vera leggja sig 100% fram og vera berjast. Ég er bara mjög ánægð með þennan leik," sagði Hanna sátt í leikslok. ,,Við urðum að fá góða vörn og markvörslu til að vinna þennan leik. Við þurftum að fá vörnina aftur í gang, við höfum verið að detta niður í varnarleiknum. Mér fannst við ná vörninni vel í gang í dag og þetta var flott." ,,Það voru allir í kringum mann að klappa manni á bakið. You win some, you lose som og þetta var fyrsti tapleikurinn á árinu. Þannig er boltinn," sagði Hanna hvernig andrúmsloftið hefði verið eftir síðasta leik þar sem liðið steinlá gegn Val. ,,Nú höfum við bara gaman í sturtu og ekkert mikið lengur. Við horfum pottþétt á leikinn hérna á eftir og svo byrjar bara strax undirbúningur fyrir laugardaginn," sagði Hanna Guðrún að lokum.vísir/vallivísir/vallimynd/valli
Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira