Baumruk-feðgar nú báðir bikarmeistarar Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2014 08:00 Petr Baumruk og Adam Haukur Baumruk með bikarmeistaratitilinn í Höllinni um síðustu helgi. Vísir/Daníel „Það var ofsalega gaman að sjá strákinn vinna bikarinn. Sjálfur vann ég hann tvisvar og veit hversu gaman það er að vinna svona stóra titla,“ segir Petr Baumruk, fyrrverandi stórskytta Hauka, sem horfði á son sinn, Adam Hauk Baumruk, vinna bikarmeistaratitilinn með Haukum um síðustu helgi. Petr skoraði tvö mörk fyrir Hauka þegar það vann KA í úrslitum bikarsins 1997 en það var jafnframt fyrsti stóri bikar félagsins. Hann bætti svo öðrum bikarmeistaratitli í safnið fjórum árum síðar og tveimur Íslandsmeistaratitlum áður en tólf ára ferli hans með Haukaliðinu lauk. Sautján árum eftir að stóri-Baumruk vann sinn fyrsta bikar er litli-Baumruk kominn á bragðið og eiga þeir eflaust eftir að verða fleiri. „Ég er rosalega ánægður með strákinn. Hann fær að spila meira núna og er að koma meira inn í varnarleikinn. Hann vantar smá reynslu í sókninni en þetta tekur allt sinn tíma. Adam er góður strákur sem veit hvað hann vill. Hann hefur tekið stórt skref fram á við í varnarleiknum og er líkamlega sterkari. Eldri strákarnir í liðinu og Patrekur hjálpa honum líka mikið,“ segir Petr sem var sjálfur þekktur fyrir frábæran varnarleik. Haukahjartað er stórt í Petr enda var það aðeins annað af tveimur félögum sem hann spilaði með á ferlinum. Hann lék með tékkneska stórveldinu Dukla Prag í heimalandinu í tíu ár og vann með því ótal titla, þar á meðal Evrópubikarinn 1984. Hann kom til Íslands árið 1990. „Ég spilaði þrjá vináttulandsleiki gegn íslandi eftir HM 1990. Viggó Sigurðsson var ánægður með mig og spurði hvort ég vildi ekki koma til Íslands. Hann hringdi svo svona 100 sinnum í mig til Tékklands og ég sló til. Sagðist ætla prófa og skrifaði undir þriggja ára samning. En nú er ég hér enn,“ segir Petr en ást hans á Haukum er svo mikil að sonurinn heitir eftir félaginu sem hann ann. Hann hefur undanfarin ár starfað í íþróttahúsinu og vinnur þar vaktavinnu en Petr hefur dregið sig aðeins út úr handboltanum undanfarin misseri. „Ég spilaði í mörg ár en nú er ég bara ánægður að vinna í húsinu og horfa á allar þessar íþróttir. Ég hjálpa stundum með varnaræfingar en er ekkert fastur. Þetta er líf mitt í dag og ég nýt þess,“ segir Petr Baumruk. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta. 2. mars 2014 10:00 Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum. 2. mars 2014 08:00 Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin. 1. mars 2014 00:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
„Það var ofsalega gaman að sjá strákinn vinna bikarinn. Sjálfur vann ég hann tvisvar og veit hversu gaman það er að vinna svona stóra titla,“ segir Petr Baumruk, fyrrverandi stórskytta Hauka, sem horfði á son sinn, Adam Hauk Baumruk, vinna bikarmeistaratitilinn með Haukum um síðustu helgi. Petr skoraði tvö mörk fyrir Hauka þegar það vann KA í úrslitum bikarsins 1997 en það var jafnframt fyrsti stóri bikar félagsins. Hann bætti svo öðrum bikarmeistaratitli í safnið fjórum árum síðar og tveimur Íslandsmeistaratitlum áður en tólf ára ferli hans með Haukaliðinu lauk. Sautján árum eftir að stóri-Baumruk vann sinn fyrsta bikar er litli-Baumruk kominn á bragðið og eiga þeir eflaust eftir að verða fleiri. „Ég er rosalega ánægður með strákinn. Hann fær að spila meira núna og er að koma meira inn í varnarleikinn. Hann vantar smá reynslu í sókninni en þetta tekur allt sinn tíma. Adam er góður strákur sem veit hvað hann vill. Hann hefur tekið stórt skref fram á við í varnarleiknum og er líkamlega sterkari. Eldri strákarnir í liðinu og Patrekur hjálpa honum líka mikið,“ segir Petr sem var sjálfur þekktur fyrir frábæran varnarleik. Haukahjartað er stórt í Petr enda var það aðeins annað af tveimur félögum sem hann spilaði með á ferlinum. Hann lék með tékkneska stórveldinu Dukla Prag í heimalandinu í tíu ár og vann með því ótal titla, þar á meðal Evrópubikarinn 1984. Hann kom til Íslands árið 1990. „Ég spilaði þrjá vináttulandsleiki gegn íslandi eftir HM 1990. Viggó Sigurðsson var ánægður með mig og spurði hvort ég vildi ekki koma til Íslands. Hann hringdi svo svona 100 sinnum í mig til Tékklands og ég sló til. Sagðist ætla prófa og skrifaði undir þriggja ára samning. En nú er ég hér enn,“ segir Petr en ást hans á Haukum er svo mikil að sonurinn heitir eftir félaginu sem hann ann. Hann hefur undanfarin ár starfað í íþróttahúsinu og vinnur þar vaktavinnu en Petr hefur dregið sig aðeins út úr handboltanum undanfarin misseri. „Ég spilaði í mörg ár en nú er ég bara ánægður að vinna í húsinu og horfa á allar þessar íþróttir. Ég hjálpa stundum með varnaræfingar en er ekkert fastur. Þetta er líf mitt í dag og ég nýt þess,“ segir Petr Baumruk.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta. 2. mars 2014 10:00 Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum. 2. mars 2014 08:00 Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin. 1. mars 2014 00:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta. 2. mars 2014 10:00
Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum. 2. mars 2014 08:00
Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin. 1. mars 2014 00:01