Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2014 19:30 Bandaríkjamaðurinn Johnny „Bigg Rigg“ Hendricks er nýr heimsmeistari í veltivigt UFC-sambandsins í blönduðum bardagalistum (MMA) eftir sigur á RobbieLawler í titilbardaga aðfaranótt sunnudags. Kanadamaðurinn Georges St-Pierre drottnaði yfir veltivigtinni í sex ár og var ósnertanlegur en hann sagði skilið við íþróttina í desember á síðasta ári og ákvað DanaWhite, forseti UFC, að Hendricks og Lawler myndu berjast um beltið. Bardagi þeirra var algjörlega magnaður en þeir skiptust á höggum í fimm lotur. Hendricks var mun betri í fyrstu tveimur lotunum en Lawler kom sterkur til baka í næstu tveimur og réðust úrslitin ekki fyrr en í þeirri síðustu. Þar var Hendricks sterkari en hann sýndi mikla yfirvegun, valdi höggin vel og náði svo fellu undir lok bardagans sem gerði útslagið. Hendricks fagnaði vægast sagt vel þegar tilkynnt var að dómararnir hefðu komist að einróma niðurstöðu um sigur hans. Hann er nú búinn að vinna 16 bardaga (og tapa 2) í UFC, þar af tólf í röð. Sigur hans ætti að hjálpa okkar manni, GunnariNelson, upp metorðalistann og vonandi fá titilbardaga gegn Hendricks áður en langt um líður. Nema auðvitað einhver annar hirði af honum beltið áður. Þennan magnaða bardaga má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Sviss - Ísland | Síðasti leikur fyrir EM Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Johnny „Bigg Rigg“ Hendricks er nýr heimsmeistari í veltivigt UFC-sambandsins í blönduðum bardagalistum (MMA) eftir sigur á RobbieLawler í titilbardaga aðfaranótt sunnudags. Kanadamaðurinn Georges St-Pierre drottnaði yfir veltivigtinni í sex ár og var ósnertanlegur en hann sagði skilið við íþróttina í desember á síðasta ári og ákvað DanaWhite, forseti UFC, að Hendricks og Lawler myndu berjast um beltið. Bardagi þeirra var algjörlega magnaður en þeir skiptust á höggum í fimm lotur. Hendricks var mun betri í fyrstu tveimur lotunum en Lawler kom sterkur til baka í næstu tveimur og réðust úrslitin ekki fyrr en í þeirri síðustu. Þar var Hendricks sterkari en hann sýndi mikla yfirvegun, valdi höggin vel og náði svo fellu undir lok bardagans sem gerði útslagið. Hendricks fagnaði vægast sagt vel þegar tilkynnt var að dómararnir hefðu komist að einróma niðurstöðu um sigur hans. Hann er nú búinn að vinna 16 bardaga (og tapa 2) í UFC, þar af tólf í röð. Sigur hans ætti að hjálpa okkar manni, GunnariNelson, upp metorðalistann og vonandi fá titilbardaga gegn Hendricks áður en langt um líður. Nema auðvitað einhver annar hirði af honum beltið áður. Þennan magnaða bardaga má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Sviss - Ísland | Síðasti leikur fyrir EM Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira