Trausti Jónsson hættir að blogga vegna áreitis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2014 15:18 Trausti Jónsson veðurfræðingur vísir/gva „Hungurdiskar taka sér nú frí um óákveðinn tíma vegna áreitis í athugasemdum. Hittumst síðar,“ skrifaði Trausti Jónsson á bloggsíðu sína í gær. Líklega kannast flestir við Trausta sem prýtt hefur sjónvarpsskjái landsmanna með veðurfréttum sínum á RÚV í fjölda ára. Bloggsíða hans hefur notið töluverðra vinsælda og hefur Trausti skrifað hátt í tólf hundruð færslur á rúmum þremur árum. „Áreitið er búið að vera að ágerast í vetur en er búið að vera mikið upp á síðkastið. Ég finn að það er farið að hefta það sem ég skrifa. Ég er farinn að hugsa „hvað skyldi þessi segja?““ Hann segir dónaskapinn þó sjaldnast beinast að sér, en hann segir um það bil tíu manns vera með sífellt skítkast sín á milli í athugasemdakerfinu. „Ég hef bara annað að gera en að fylgjast stöðugt með athugasemdum. Ég nenni heldur ekki að standa í því.“ Hann hefur velt fyrir sér að loka á athugasemdir á vefsíðu sinni, en telur lokaðan fréttamiðil síðri en þann sem er opinn. Þá vill hann ekki gera einhverja ákveðna menn útlæga á síðu sinni. „Þetta eru nú samt frekar nethrellar heldur en einhver óargadýr og þeir eru ekki eins og þeir grimmustu sem maður hefur séð á öðrum vettvangi.“ Trausta þykir þetta leiðinlegt en vill ekki gera mikið úr þessu. „Ég þarf bara að hugsa minn gang. Ég er ekkert að hætta, tek mér bara smá frí. Hvort það verður stutt eða langt verður bara að sýna sig.“ Veður Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Sjá meira
„Hungurdiskar taka sér nú frí um óákveðinn tíma vegna áreitis í athugasemdum. Hittumst síðar,“ skrifaði Trausti Jónsson á bloggsíðu sína í gær. Líklega kannast flestir við Trausta sem prýtt hefur sjónvarpsskjái landsmanna með veðurfréttum sínum á RÚV í fjölda ára. Bloggsíða hans hefur notið töluverðra vinsælda og hefur Trausti skrifað hátt í tólf hundruð færslur á rúmum þremur árum. „Áreitið er búið að vera að ágerast í vetur en er búið að vera mikið upp á síðkastið. Ég finn að það er farið að hefta það sem ég skrifa. Ég er farinn að hugsa „hvað skyldi þessi segja?““ Hann segir dónaskapinn þó sjaldnast beinast að sér, en hann segir um það bil tíu manns vera með sífellt skítkast sín á milli í athugasemdakerfinu. „Ég hef bara annað að gera en að fylgjast stöðugt með athugasemdum. Ég nenni heldur ekki að standa í því.“ Hann hefur velt fyrir sér að loka á athugasemdir á vefsíðu sinni, en telur lokaðan fréttamiðil síðri en þann sem er opinn. Þá vill hann ekki gera einhverja ákveðna menn útlæga á síðu sinni. „Þetta eru nú samt frekar nethrellar heldur en einhver óargadýr og þeir eru ekki eins og þeir grimmustu sem maður hefur séð á öðrum vettvangi.“ Trausta þykir þetta leiðinlegt en vill ekki gera mikið úr þessu. „Ég þarf bara að hugsa minn gang. Ég er ekkert að hætta, tek mér bara smá frí. Hvort það verður stutt eða langt verður bara að sýna sig.“
Veður Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Sjá meira