Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Austurríki 37-34 | Vinstri vængurinn sá um málið Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ásvöllum skrifar 4. apríl 2014 17:01 Aron Pálmarsson skoraði skoraði 10 mörk í 11 skotum. Vísir/Stefán Ísland vann Austurríki 37-34 í vináttulandsleik í handbolta í Schenker höllinni að Ásvöllum í kvöld í stórskemmtilegum leik. Ísland var einu marki yfir í hálfleik 18-17. Vinstri vængur íslenska liðsins fór á kostum í leiknum og skoraði alls 26 mörk. Aron Pálmarsson skoraði 10 mörk úr 11 skotum, Guðjón Valur 8 mörk úr 10 skotum og Arnór Atlason skoraði úr öllum 7 skotunum sínum. Mögnuð frammistaða hjá þessum frábæru leikmönnum. Liðin buðu ekki upp á merkilegan varnarleik og framan af leik var baráttan í lágmarki og vináttan í hámarki. Það var þó upp úr miðjum fyrri hálfleiknum og Ísland fór að berjast og komst liðið þá yfir í fyrsta sinn í leiknum.Róbert Gunnarsson fer inn af línunni á Ásvöllum í kvöld.Vísir/StefánÍsland byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega og komst fimm mörkum yfir. Þá gaf liðið aftur eftir og Austurríki var aldrei langt undan þó Ísland héldi forystunni allt til leiksloka. Sóknarleikur Íslands var mjög öflugur og hraðaupphlaupin líka. Varnarleikurinn var góður á stuttum köflum en Björgvin Páll Gústavsson átti þó mjög góða spretti í markinu í seinni hálfleik og varði ófá dauðafærin. Umfram allt annað var leikurinn hinn skemmtilegasti og mjög hraður. Austurríska liðið reyndi líka að keyra upp hraðann og fóru áhorfendur kátir heim af Ásvöllum og vonandi fá Ólafsvíkingar álíka skemmtun á morgun þegar liðin mætast í seinni leik sínum klukkan 16:00.Fyrirliðinn Guðjón Valur í kunnuglegri stellingu.Vísir/StefánAron Kristjánsson: Spiluðum okkur í færi allan leikinn „Það er gott að fá sigur. Við skoruðum mikið af mörkum og keyrðum mikið í bakið á þeim og það sama má segja um þá, þeir keyrðu mikið í bakið á okkur. Sóknarleikurinn gekk vel,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands. „Við byrjuðum leikinn illa, sérstaklega varnarlega. Þeir komust allt of auðveldlega í færi og svo þegar við fengum stöðugleika í vörnina þá fengum við allt of mörg mörk á okkur utan af velli. Það vantaði jafnvægi í vörn og markvörslu í fyrri hálfleik. Það kom betur í seinni hálfleik. „Þegar við vorum komnir yfir í seinni hálfleik, þá fóru menn að slaka á og þá voru þeir fljótir að refsa. Þá hlupum við aðeins hægar til baka og þá voru þeir snöggir að koma í bakið á okkur. Það vantaði aðeins meira vinnuframlag. „Mér fannst við vera að spila okkur í færi allan leikinn. Við skorum 37 mörk en samt vorum við að klikka á dauðafærum og missa boltann klaufalega. „Við þurfum að vera sterkari í hlaupunum til baka og bæta aðeins við einbeitinguna,“ sagði Aron sem er að undirbúa liðið fyrir undankeppni HM þar sem liðið mætir Bosníu. „Þetta snýst líka um að koma mönnum inn í þetta. Arnór (Atlason) hefur ekki verið mikið með okkur síðustu tvö árin. Alexander (Petersson) hefur lítið verið með okkur. Þetta snýst líka um að koma þeim inn í systemið. „Það er mjög gott að fá þessa leiki og spila okkur saman,“ sagði Aron sem reiknar með öðruvísi leik á morgun þar sem þeir leikmenn sem minna spiluðu í dag fái jafnvel að spreyta sig. „Það koma menn inn í hópinn sem hvíldu í dag og við munum dreifa álaginu.“Aron Pálmarson skorar.Vísir/StefánAron Pálmarsson: Hefði viljað sjá fullt hús „Við vorum heitir og það opnaðist mikið fyrir okkur. Við ákváðum að nýta okkur það og það skilaði okkur mörgum mörkum þarna vinstra megin,“ sagði Aron Pálmarsson sem fór á kostum og skoraði 10 mörk á 27 mínútum í dag. „Það var lítil stemning í báðum liðum og var eins og báðum liðum væri alveg sama en svo keyrðum við okkur í gang og náðum forskoti en náum samt alveg að hrista þá af okkur. „Vörn og markvarsla var ekkert spes. Mér fannst hlaupin til baka léleg hjá okkur en sóknarleikurinn var augljóslega mjög góður. „Þeir eru með fínt lið en við erum með miklu betra lið. Við áttum að vera búnir að hrista þá af okkur hér á heimavelli,“ sagði Aron sem var ekki ánægður með mætinguna í Schenker höllinni í kvöld. „Ég hefði viljað sjá fullt hús og að fólk myndi mæta aðeins fyrr. Ég veit ekki hvort þetta var illa auglýst eða eitthvað en það hefði mátt vera meiri stemning yfir þessu öllu. „Við erum landsliðið og höfum alltaf náð að fylla Höllina í Reykjavík og það á ekkert að breytast en þetta var æfingaleikur og allt það og maður veit ekki alveg hvað fólk er að hugsa. „Það verður öðruvísi á morgun, færri en klárlega betri stemning,“ sagði Aron Pálmarsson.Patrekur Jóhannesson var með útliðið á sínum heimavelli í kvöld.Vísir/StefánPatrekur: Frábært að fá þessa leiki fyrir Noregsleikinn Patrekur Jóhannesson landsliðsþjálfari Austurríkis hefur ekki upplifað það áður að standa rauðklæddur á hliðarlínunni í Schenker höllinni að Ásvöllum og tapað leiknum. En sú varð raunin í kvöld. „Auðvitað kemur alltaf að tapinu og nú þarf ég að safna kröftum fyrir næsta fimmtudag á móti Akureyri og vonandi næ ég að sigri, þá verð ég ánægður og kaupi þetta tap,“ sagði Patrekur léttur á brún eftir leikinn í kvöld þrátt fyrir tapið. „Bæði lið voru að spila hraðan bolta og mikið um hlaup. Við skoruðum mikið úr hraðri miðju og fengum helling út úr því á íslenska liðið. „Við fengum fullt af dauðafærum og erum að vinna með varnarleikinn og ég held að hann hafi gengið ágætlega en Ísland er besta liða í heiminum í hraðaupphlaupum og refsa í hvert einasta skipti í dag þó við höfum vitað það. „Það besta við þetta er að Ísland er að spila með sitt sterkasta lið og fá þessa leiki fyrir Noregsleikinn er frábært, þetta snýst um það,“ sagði Patrekur en Austurríki mætir Noregi í umspilinu um sæti á HM í Katar næsta janúar. „Ég mun breyta eitthvað á morgun þó það hafi breytt planinu hjá mér að Max Hermann meiddist á putta. Hann er frábær leikmaður og betri varnarmaður en Lucas Mayer sem kom inn á fyrir hann. Nútíma handbolti snýst um varnarleik og vera með heila leikmenn. „Það er það sem ég er vinna með hér og hjá Haukum að gera menn að varnar- og sóknarmönnum. „Ég mun breyta aðeins til á morgun og jafnvel spila sjö á móti sex því síðasta sóknin á móti Noregi sem tryggir okkur áfram á Katar verði sjö á móti sex og því um að gera að æfa það,“ sagði Patrekur sem fer ekki með mikil leyndarmál í þessa leiki gegn Íslandi. Íslenski handboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Ísland vann Austurríki 37-34 í vináttulandsleik í handbolta í Schenker höllinni að Ásvöllum í kvöld í stórskemmtilegum leik. Ísland var einu marki yfir í hálfleik 18-17. Vinstri vængur íslenska liðsins fór á kostum í leiknum og skoraði alls 26 mörk. Aron Pálmarsson skoraði 10 mörk úr 11 skotum, Guðjón Valur 8 mörk úr 10 skotum og Arnór Atlason skoraði úr öllum 7 skotunum sínum. Mögnuð frammistaða hjá þessum frábæru leikmönnum. Liðin buðu ekki upp á merkilegan varnarleik og framan af leik var baráttan í lágmarki og vináttan í hámarki. Það var þó upp úr miðjum fyrri hálfleiknum og Ísland fór að berjast og komst liðið þá yfir í fyrsta sinn í leiknum.Róbert Gunnarsson fer inn af línunni á Ásvöllum í kvöld.Vísir/StefánÍsland byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega og komst fimm mörkum yfir. Þá gaf liðið aftur eftir og Austurríki var aldrei langt undan þó Ísland héldi forystunni allt til leiksloka. Sóknarleikur Íslands var mjög öflugur og hraðaupphlaupin líka. Varnarleikurinn var góður á stuttum köflum en Björgvin Páll Gústavsson átti þó mjög góða spretti í markinu í seinni hálfleik og varði ófá dauðafærin. Umfram allt annað var leikurinn hinn skemmtilegasti og mjög hraður. Austurríska liðið reyndi líka að keyra upp hraðann og fóru áhorfendur kátir heim af Ásvöllum og vonandi fá Ólafsvíkingar álíka skemmtun á morgun þegar liðin mætast í seinni leik sínum klukkan 16:00.Fyrirliðinn Guðjón Valur í kunnuglegri stellingu.Vísir/StefánAron Kristjánsson: Spiluðum okkur í færi allan leikinn „Það er gott að fá sigur. Við skoruðum mikið af mörkum og keyrðum mikið í bakið á þeim og það sama má segja um þá, þeir keyrðu mikið í bakið á okkur. Sóknarleikurinn gekk vel,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands. „Við byrjuðum leikinn illa, sérstaklega varnarlega. Þeir komust allt of auðveldlega í færi og svo þegar við fengum stöðugleika í vörnina þá fengum við allt of mörg mörk á okkur utan af velli. Það vantaði jafnvægi í vörn og markvörslu í fyrri hálfleik. Það kom betur í seinni hálfleik. „Þegar við vorum komnir yfir í seinni hálfleik, þá fóru menn að slaka á og þá voru þeir fljótir að refsa. Þá hlupum við aðeins hægar til baka og þá voru þeir snöggir að koma í bakið á okkur. Það vantaði aðeins meira vinnuframlag. „Mér fannst við vera að spila okkur í færi allan leikinn. Við skorum 37 mörk en samt vorum við að klikka á dauðafærum og missa boltann klaufalega. „Við þurfum að vera sterkari í hlaupunum til baka og bæta aðeins við einbeitinguna,“ sagði Aron sem er að undirbúa liðið fyrir undankeppni HM þar sem liðið mætir Bosníu. „Þetta snýst líka um að koma mönnum inn í þetta. Arnór (Atlason) hefur ekki verið mikið með okkur síðustu tvö árin. Alexander (Petersson) hefur lítið verið með okkur. Þetta snýst líka um að koma þeim inn í systemið. „Það er mjög gott að fá þessa leiki og spila okkur saman,“ sagði Aron sem reiknar með öðruvísi leik á morgun þar sem þeir leikmenn sem minna spiluðu í dag fái jafnvel að spreyta sig. „Það koma menn inn í hópinn sem hvíldu í dag og við munum dreifa álaginu.“Aron Pálmarson skorar.Vísir/StefánAron Pálmarsson: Hefði viljað sjá fullt hús „Við vorum heitir og það opnaðist mikið fyrir okkur. Við ákváðum að nýta okkur það og það skilaði okkur mörgum mörkum þarna vinstra megin,“ sagði Aron Pálmarsson sem fór á kostum og skoraði 10 mörk á 27 mínútum í dag. „Það var lítil stemning í báðum liðum og var eins og báðum liðum væri alveg sama en svo keyrðum við okkur í gang og náðum forskoti en náum samt alveg að hrista þá af okkur. „Vörn og markvarsla var ekkert spes. Mér fannst hlaupin til baka léleg hjá okkur en sóknarleikurinn var augljóslega mjög góður. „Þeir eru með fínt lið en við erum með miklu betra lið. Við áttum að vera búnir að hrista þá af okkur hér á heimavelli,“ sagði Aron sem var ekki ánægður með mætinguna í Schenker höllinni í kvöld. „Ég hefði viljað sjá fullt hús og að fólk myndi mæta aðeins fyrr. Ég veit ekki hvort þetta var illa auglýst eða eitthvað en það hefði mátt vera meiri stemning yfir þessu öllu. „Við erum landsliðið og höfum alltaf náð að fylla Höllina í Reykjavík og það á ekkert að breytast en þetta var æfingaleikur og allt það og maður veit ekki alveg hvað fólk er að hugsa. „Það verður öðruvísi á morgun, færri en klárlega betri stemning,“ sagði Aron Pálmarsson.Patrekur Jóhannesson var með útliðið á sínum heimavelli í kvöld.Vísir/StefánPatrekur: Frábært að fá þessa leiki fyrir Noregsleikinn Patrekur Jóhannesson landsliðsþjálfari Austurríkis hefur ekki upplifað það áður að standa rauðklæddur á hliðarlínunni í Schenker höllinni að Ásvöllum og tapað leiknum. En sú varð raunin í kvöld. „Auðvitað kemur alltaf að tapinu og nú þarf ég að safna kröftum fyrir næsta fimmtudag á móti Akureyri og vonandi næ ég að sigri, þá verð ég ánægður og kaupi þetta tap,“ sagði Patrekur léttur á brún eftir leikinn í kvöld þrátt fyrir tapið. „Bæði lið voru að spila hraðan bolta og mikið um hlaup. Við skoruðum mikið úr hraðri miðju og fengum helling út úr því á íslenska liðið. „Við fengum fullt af dauðafærum og erum að vinna með varnarleikinn og ég held að hann hafi gengið ágætlega en Ísland er besta liða í heiminum í hraðaupphlaupum og refsa í hvert einasta skipti í dag þó við höfum vitað það. „Það besta við þetta er að Ísland er að spila með sitt sterkasta lið og fá þessa leiki fyrir Noregsleikinn er frábært, þetta snýst um það,“ sagði Patrekur en Austurríki mætir Noregi í umspilinu um sæti á HM í Katar næsta janúar. „Ég mun breyta eitthvað á morgun þó það hafi breytt planinu hjá mér að Max Hermann meiddist á putta. Hann er frábær leikmaður og betri varnarmaður en Lucas Mayer sem kom inn á fyrir hann. Nútíma handbolti snýst um varnarleik og vera með heila leikmenn. „Það er það sem ég er vinna með hér og hjá Haukum að gera menn að varnar- og sóknarmönnum. „Ég mun breyta aðeins til á morgun og jafnvel spila sjö á móti sex því síðasta sóknin á móti Noregi sem tryggir okkur áfram á Katar verði sjö á móti sex og því um að gera að æfa það,“ sagði Patrekur sem fer ekki með mikil leyndarmál í þessa leiki gegn Íslandi.
Íslenski handboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira