Tíu íslensk verðlaun á BJJ-móti í Kaupmannahöfn Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. maí 2014 15:30 Myndarlegur hópur. Mynd/Oddur Páll Um nýliðna helgi fór fram Copenhagen Open mótið í brasilísku jiu-jitsu. 15 íslenskir keppendur tóku þátt frá þremur íslenskum félögum, Mjölni, Fenri og VBC. Hluti hópsins tók einnig þátt á Danish Open sem fram fór um síðustu helgi þar sem íslensku keppendurnir voru afar sigursælir. Copenhagen Open er mót undir alþjóðlega BJJ sambandinu (IBJJF) og er vel sótt árlega. Fyrri hluti mótsins fór fram á laugardegi þar sem keppt var í hefðbundnum jiu-jitsu galla (gi). Þar tóku íslensku keppendurnir 10 verðlaun.Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni hlaut brons bæði í sínum þyngdarflokki (-94 kg) og opnum flokki brúnbeltinga. Ómar Yamak sigraði sinn þyngdarflokk (-70 kg) í flokki fjólublábeltinga og Pétur Jónasson sigraði opinn flokk fjólublábeltinga en þeir kepptu báðir undir merkjum Mjölnis. Daði Steinn Brynjarsson úr VBC og Halldór Logi Valson úr Fenri hrepptu báðir verðlaun í sínum flokkum en þeir kepptu í flokki fjólublábeltinga. Daði Steinn hlaut bronsverðlaun (-82 kg flokkur) og Halldór Logi (+100,5 kg flokkur) silfur.Brynjar Örn Ellertsson sigraði +100,5 kg flokk blábeltinga og hlaut bronsverðlaun í opnum flokki blábeltinga. Ingibjörg Birna Ársælsdóttir hlaut bronsverðlaun í -64 kg flokki blábeltinga en Ingibjörg og Brynjar koma bæði frá Mjölni. Þá hlaut Ari Páll Samúelsson úr VBC silfurverðlaun í flokki blábeltinga undir 76 kg. Laugardagurinn var sannarlega frábær en þau létu ekki staðar numið þar og héldu sigurgöngu sinni áfram á sunnudeginum þar sem keppt var án hefðbundins galla (nogi) og í flokki hvítbeltinga í galla. Þráinn Kolbeinsson tók aftur bronsið í sínum þyngdarflokki brúnbeltinga en gat ekki tekið þátt í opna flokkinum vegna meiðsla. Ómar Yamak sigraði undir 70 kg flokk fjólublábeltinga og voru þetta þriðju gullverðlaun hans á mótunum tveimur í Danmörku. Fenrismaðurinn Halldór Logi Valsson gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk fjólublábeltinga en aðeins er mánuður síðan hann fékk fjólubláa beltið. Þá hlutu þeir Pétur Jónasson og Daði Steinn Brynjarsson bronsverðlaun í sínum þyngdarflokkum fjólublábeltinga. Í blábeltingaflokkunum héldu íslensku keppendurnir áfram að sópa að sér verðlaunum. Brynjar Örn Ellertsson og Ingibjörg Birna Ársælsdóttir sigruðu sína flokka en Ingibjörg tók einnig bronsið í opnum flokki blábeltinga. Ari Páll Samúelsson hlaut þar að auki brons í sínum flokki. Þeir Tómas Pálsson, Arnar Þór Björnsson, báðir úr Fenri, Pétur Óskar Þorkelsson og Heiðdís Ósk Leifsdóttir, frá VBC, nældu sér öll í bronsið en þau kepptu í flokki hvítbeltinga í galla. Svo sannarlega frábær árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar á stóru alþjóðlegu móti.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. Íþróttir Tengdar fréttir Íslendingar sópuðu að sér verðlaunum á BJJ-móti í Danmörku Sjö íslenskir keppendur tóku þátt á Danish Open mótinu í brasilísku jiu-jitsu um nýliðna helgi. Árangurinn lét ekki á sér standa þar sem okkar fólk hirti átta medalíur. 28. apríl 2014 18:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Um nýliðna helgi fór fram Copenhagen Open mótið í brasilísku jiu-jitsu. 15 íslenskir keppendur tóku þátt frá þremur íslenskum félögum, Mjölni, Fenri og VBC. Hluti hópsins tók einnig þátt á Danish Open sem fram fór um síðustu helgi þar sem íslensku keppendurnir voru afar sigursælir. Copenhagen Open er mót undir alþjóðlega BJJ sambandinu (IBJJF) og er vel sótt árlega. Fyrri hluti mótsins fór fram á laugardegi þar sem keppt var í hefðbundnum jiu-jitsu galla (gi). Þar tóku íslensku keppendurnir 10 verðlaun.Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni hlaut brons bæði í sínum þyngdarflokki (-94 kg) og opnum flokki brúnbeltinga. Ómar Yamak sigraði sinn þyngdarflokk (-70 kg) í flokki fjólublábeltinga og Pétur Jónasson sigraði opinn flokk fjólublábeltinga en þeir kepptu báðir undir merkjum Mjölnis. Daði Steinn Brynjarsson úr VBC og Halldór Logi Valson úr Fenri hrepptu báðir verðlaun í sínum flokkum en þeir kepptu í flokki fjólublábeltinga. Daði Steinn hlaut bronsverðlaun (-82 kg flokkur) og Halldór Logi (+100,5 kg flokkur) silfur.Brynjar Örn Ellertsson sigraði +100,5 kg flokk blábeltinga og hlaut bronsverðlaun í opnum flokki blábeltinga. Ingibjörg Birna Ársælsdóttir hlaut bronsverðlaun í -64 kg flokki blábeltinga en Ingibjörg og Brynjar koma bæði frá Mjölni. Þá hlaut Ari Páll Samúelsson úr VBC silfurverðlaun í flokki blábeltinga undir 76 kg. Laugardagurinn var sannarlega frábær en þau létu ekki staðar numið þar og héldu sigurgöngu sinni áfram á sunnudeginum þar sem keppt var án hefðbundins galla (nogi) og í flokki hvítbeltinga í galla. Þráinn Kolbeinsson tók aftur bronsið í sínum þyngdarflokki brúnbeltinga en gat ekki tekið þátt í opna flokkinum vegna meiðsla. Ómar Yamak sigraði undir 70 kg flokk fjólublábeltinga og voru þetta þriðju gullverðlaun hans á mótunum tveimur í Danmörku. Fenrismaðurinn Halldór Logi Valsson gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk fjólublábeltinga en aðeins er mánuður síðan hann fékk fjólubláa beltið. Þá hlutu þeir Pétur Jónasson og Daði Steinn Brynjarsson bronsverðlaun í sínum þyngdarflokkum fjólublábeltinga. Í blábeltingaflokkunum héldu íslensku keppendurnir áfram að sópa að sér verðlaunum. Brynjar Örn Ellertsson og Ingibjörg Birna Ársælsdóttir sigruðu sína flokka en Ingibjörg tók einnig bronsið í opnum flokki blábeltinga. Ari Páll Samúelsson hlaut þar að auki brons í sínum flokki. Þeir Tómas Pálsson, Arnar Þór Björnsson, báðir úr Fenri, Pétur Óskar Þorkelsson og Heiðdís Ósk Leifsdóttir, frá VBC, nældu sér öll í bronsið en þau kepptu í flokki hvítbeltinga í galla. Svo sannarlega frábær árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar á stóru alþjóðlegu móti.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
Íþróttir Tengdar fréttir Íslendingar sópuðu að sér verðlaunum á BJJ-móti í Danmörku Sjö íslenskir keppendur tóku þátt á Danish Open mótinu í brasilísku jiu-jitsu um nýliðna helgi. Árangurinn lét ekki á sér standa þar sem okkar fólk hirti átta medalíur. 28. apríl 2014 18:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Íslendingar sópuðu að sér verðlaunum á BJJ-móti í Danmörku Sjö íslenskir keppendur tóku þátt á Danish Open mótinu í brasilísku jiu-jitsu um nýliðna helgi. Árangurinn lét ekki á sér standa þar sem okkar fólk hirti átta medalíur. 28. apríl 2014 18:00