Taekwondo-landsliðið varð Norðurlandameistari Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. maí 2014 21:30 Glæsilegur árangur hjá hópnum. Mynd/Tryggvi Rúnarsson Í gær fór fram Norðurlandamót í taekwondo á Íslandi. Alls mættu tæplega 200 keppendur á öllum aldri til leiks frá öllum Norðurlöndunum. Alls tóku um 60 keppendur frá Íslandi þátt, stærsti hópur sem hingað til hefur keppt á einu móti á vegum landsliðsins og endurspeglar mikla grósku í íþróttirinni. Keppni í bardaga Ísland vann 10 gull í bardaga, mesta fjölda frá upphafi. ÁstrósBrynjarsdóttir, sú unga og efnilega taekwondokona, varði titil sinn frá í fyrra, og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, okkar allra besta taekwondokona og ein sú besta í Evrópu, varð Norðurlandameistari fjórða árið í röð, sem er einstakur árangur. Landsliðsþjálfari Íslands og okkar besti keppandi, MeisamRafiei, vann sinn flokk með miklum yfirburðum og varð Norðurlandameistari. Daníel Jens Pétursson, núverandi Íslandmeistari, vann sterkasta flokk karla örugglega. Bjarni Júlíus Jónsson varð tvöfaldur Norðurlandameistari, bæði í bardaga og formum, og hefur það aldrei gerst áður hjá landsliðinu á NM. Auk þeirra urðu Sverrir Elefsen, Karel Bergmann Gunnarsson, Aldís Inga Richardsdóttir, HerdísÞórðardóttir og SvanurÞórMikaelsson öll Norðurlandameistarar í bardaga. Íslenskir keppendur unnu svo til 11 silfurverðlauna í bardaga.Daníel Jens Pétursson og Kristmundur Gíslason berjast.Mynd/Tryggvi RúnarssonKeppni í formum Ísland vann til þriggja gullverðlauna í formum, og eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslands í þeim hluta keppninnar frá upphafi.Eyþór Atli Reynisson, 14 ára bráðefnilegur keppandi frá Ármanni, vann fyrstu gullverðlaun Íslendings á mótinu í formum og markaði þar með tímamót í sögu keppni í formum hjá landsliðinu því fram að því hafði enginn Íslendingur unnið Norðurlandameistaratitill í formum. Stuttu síðar vann Bjarni Júlíus Jónsson gullverðlaun í sínum flokki með minnsta mögulegum mun eftir æsispennandi keppni við Norðmann, en Norðmenn höfðu á að skipa gríðarlega sterku liði í keppni í formum. Í liðakeppni ungmenna unnu svo Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Daníel Aagard Egilsson og Svanur Þór Mikaelsson til gullverðlauna og kórónuðu þannig frábæran dag hjá íslensku keppendunum.Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Daníel Jens Pétursson.Mynd/Tryggvi Rúnarsson Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Í gær fór fram Norðurlandamót í taekwondo á Íslandi. Alls mættu tæplega 200 keppendur á öllum aldri til leiks frá öllum Norðurlöndunum. Alls tóku um 60 keppendur frá Íslandi þátt, stærsti hópur sem hingað til hefur keppt á einu móti á vegum landsliðsins og endurspeglar mikla grósku í íþróttirinni. Keppni í bardaga Ísland vann 10 gull í bardaga, mesta fjölda frá upphafi. ÁstrósBrynjarsdóttir, sú unga og efnilega taekwondokona, varði titil sinn frá í fyrra, og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, okkar allra besta taekwondokona og ein sú besta í Evrópu, varð Norðurlandameistari fjórða árið í röð, sem er einstakur árangur. Landsliðsþjálfari Íslands og okkar besti keppandi, MeisamRafiei, vann sinn flokk með miklum yfirburðum og varð Norðurlandameistari. Daníel Jens Pétursson, núverandi Íslandmeistari, vann sterkasta flokk karla örugglega. Bjarni Júlíus Jónsson varð tvöfaldur Norðurlandameistari, bæði í bardaga og formum, og hefur það aldrei gerst áður hjá landsliðinu á NM. Auk þeirra urðu Sverrir Elefsen, Karel Bergmann Gunnarsson, Aldís Inga Richardsdóttir, HerdísÞórðardóttir og SvanurÞórMikaelsson öll Norðurlandameistarar í bardaga. Íslenskir keppendur unnu svo til 11 silfurverðlauna í bardaga.Daníel Jens Pétursson og Kristmundur Gíslason berjast.Mynd/Tryggvi RúnarssonKeppni í formum Ísland vann til þriggja gullverðlauna í formum, og eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslands í þeim hluta keppninnar frá upphafi.Eyþór Atli Reynisson, 14 ára bráðefnilegur keppandi frá Ármanni, vann fyrstu gullverðlaun Íslendings á mótinu í formum og markaði þar með tímamót í sögu keppni í formum hjá landsliðinu því fram að því hafði enginn Íslendingur unnið Norðurlandameistaratitill í formum. Stuttu síðar vann Bjarni Júlíus Jónsson gullverðlaun í sínum flokki með minnsta mögulegum mun eftir æsispennandi keppni við Norðmann, en Norðmenn höfðu á að skipa gríðarlega sterku liði í keppni í formum. Í liðakeppni ungmenna unnu svo Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Daníel Aagard Egilsson og Svanur Þór Mikaelsson til gullverðlauna og kórónuðu þannig frábæran dag hjá íslensku keppendunum.Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Daníel Jens Pétursson.Mynd/Tryggvi Rúnarsson
Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira