"Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn“ Ásthildur Ósk og Bjargey Halla og Elísabet Rut skrifa 26. maí 2014 17:45 Velferð barna og ungmenna er mikilvægt málefni og okkur mjög hugleikið á Akranesi. Þetta málefni varðar alla því börnin eru jú framtíð bæjarins. Að skapa samfélag þar sem börnum og ungmennum líður vel, þau geti sótt skóla og haft greiðan aðgang að tómstundastarfi skiptir miklu máli. Börnin þurfa að hafa stað til að leita til og eyra sem hlustar og fá notið allrar þeirrar þjónustu og handleiðslu sem þau þurfa til að vaxa og dafna. “Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn,“ er ekki orðum ofaukið, því ábyrgðin er svo sannarlega okkar allra. Sú þjónusta sem bærinn og félagasamtök innan hans bjóða upp á þarf að vera skipulögð þannig að öll börn geti notið hennar óháð fjárhag foreldra eða getu þeirra sjálfra, hvort svo sem um er að ræða talþjálfun, greiningarvinnu, viðtalsmeðferðir, iðjuþjálfun, íþróttir, tónlistarnám eða aðrar tómstundir. Sú þjónusta sem bærinn býður upp á í dag er unnin af fyrsta flokks starfsfólki en betur má ef duga skal. Ef við eigum að gera bæinn okkar aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk sem er að leita sér að framtíðarheimili, þá þurfum við að geta boðið upp á alla þá þjónustu sem barnafólk þarf mögulega á að halda. Á Akranesi er í dag er erfitt að eiga barn sem er með einhverskonar röskun. Löng bið er eftir að komast að hjá talmeinafræðingi enda er aðeins um einn að ræða sem tekur börn til sín í þjálfun og er hann sjálfstætt starfandi. Barnalæknar koma einungis tvisvar í mánuði á heilsugæsluna, hér starfa fáir sjúkraþjálfarar og erfitt er að nálgast iðjuþjálfa til að taka barn í þjálfun til sín enda starfar enginn við beina þjálfun á Akranesi. Því fylgir mikill aukakostnaður fyrir fjölskyldur að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur s.s. vinnutap og ferðakostnaður. Að barn öðlist þá grunngetu að geta tjáð sig eru sjálfsögð mannréttindi þeirra og á Akraneskaupsstaður að geta státað sig af því að bjóða fjölskyldum upp á þessa þjónustu með því að hafa talmeinafræðing á sínum snærum, það vinnur einn talmeinafræðingur hjá Akraneskaupstað í dag sem fer í skóla og leikskóla í greiningarvinnu og sinnir takmarkaðri þjálfun. Í dag er gott starf unnið í leikskólum Akraness þar sem starfsmenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða foreldra með að nálgast þessa þjónustu. Ég, Bjargey, er móðir drengs með málþroskaröskun, ADHD o.fl. Ég veit ekki hvernig staðan hjá honum væri í dag ef hann hefði ekki notið þeirra frábæru starfskrafta sem leikskólinn hans býður upp á. Starfsmenn leikskólans hafa ávallt verið boðnir og búnir til að aðstoða okkur foreldrana í baráttunni fyrir því að sonur okkar fái þá þjónustu sem hann þarfnast og á rétt á. Þetta er barátta sem margir foreldrar þurfa að heyja og ómetanlegt er að hafa þennan stuðning. Þegar kemur að íþróttum, tónlistarnámi eða öðrum tómstundum þurfum við að standa vörð um að öllum börnum sé gert kleift að iðka það sem þeir kjósa óháð fjárhag. Ef horft er til annarra bæjarfélaga hér á landi þá er Grindavíkurbær að vinna gott starf í þessum málum. Þar stendur öllum börnum og unglingum til boða að æfa eins margar íþróttagreinar og þau vilja innan vébanda UMFG fyrir um 22.000 kr. á ári. Við í Bjartri Framtíð viljum skoða hvort þetta sé möguleiki hér á Akranesi. Hvaða foreldri kannast ekki við að barnið geti verið óákveðið um hvað það vill æfa og langar að prófa margt s.s. tónlistarnám, íþróttir eða skátastarf? En á mörgum heimilum er ekki til fjármagn til að leyfa barni að stunda fleiri en eina tegund tómstundastarfs, hvað þá þegar horft er til barnmargra fjölskyldna. Oft þarf barnið að hætta í einu tómstundastarfi til að leggja stund á annað sem hugur þess stendur líka til því það er of kostnaðarsamt vera í hvoru tveggja. En með þessari stefnu sem að Grindavíkurbær hefur sett sér, þá er börnum gert kleift að prófa eins margar tegundir tómstundastarfs og það kýs. Setjum okkur það markmið að öll börn og ungmenni á Akranesi fái að njóta sín til fulls í leik og starfi óháð efnahag eða öðrum ytri aðstæðum. Bjartar kveðjur með von um bjarta framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Velferð barna og ungmenna er mikilvægt málefni og okkur mjög hugleikið á Akranesi. Þetta málefni varðar alla því börnin eru jú framtíð bæjarins. Að skapa samfélag þar sem börnum og ungmennum líður vel, þau geti sótt skóla og haft greiðan aðgang að tómstundastarfi skiptir miklu máli. Börnin þurfa að hafa stað til að leita til og eyra sem hlustar og fá notið allrar þeirrar þjónustu og handleiðslu sem þau þurfa til að vaxa og dafna. “Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn,“ er ekki orðum ofaukið, því ábyrgðin er svo sannarlega okkar allra. Sú þjónusta sem bærinn og félagasamtök innan hans bjóða upp á þarf að vera skipulögð þannig að öll börn geti notið hennar óháð fjárhag foreldra eða getu þeirra sjálfra, hvort svo sem um er að ræða talþjálfun, greiningarvinnu, viðtalsmeðferðir, iðjuþjálfun, íþróttir, tónlistarnám eða aðrar tómstundir. Sú þjónusta sem bærinn býður upp á í dag er unnin af fyrsta flokks starfsfólki en betur má ef duga skal. Ef við eigum að gera bæinn okkar aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk sem er að leita sér að framtíðarheimili, þá þurfum við að geta boðið upp á alla þá þjónustu sem barnafólk þarf mögulega á að halda. Á Akranesi er í dag er erfitt að eiga barn sem er með einhverskonar röskun. Löng bið er eftir að komast að hjá talmeinafræðingi enda er aðeins um einn að ræða sem tekur börn til sín í þjálfun og er hann sjálfstætt starfandi. Barnalæknar koma einungis tvisvar í mánuði á heilsugæsluna, hér starfa fáir sjúkraþjálfarar og erfitt er að nálgast iðjuþjálfa til að taka barn í þjálfun til sín enda starfar enginn við beina þjálfun á Akranesi. Því fylgir mikill aukakostnaður fyrir fjölskyldur að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur s.s. vinnutap og ferðakostnaður. Að barn öðlist þá grunngetu að geta tjáð sig eru sjálfsögð mannréttindi þeirra og á Akraneskaupsstaður að geta státað sig af því að bjóða fjölskyldum upp á þessa þjónustu með því að hafa talmeinafræðing á sínum snærum, það vinnur einn talmeinafræðingur hjá Akraneskaupstað í dag sem fer í skóla og leikskóla í greiningarvinnu og sinnir takmarkaðri þjálfun. Í dag er gott starf unnið í leikskólum Akraness þar sem starfsmenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða foreldra með að nálgast þessa þjónustu. Ég, Bjargey, er móðir drengs með málþroskaröskun, ADHD o.fl. Ég veit ekki hvernig staðan hjá honum væri í dag ef hann hefði ekki notið þeirra frábæru starfskrafta sem leikskólinn hans býður upp á. Starfsmenn leikskólans hafa ávallt verið boðnir og búnir til að aðstoða okkur foreldrana í baráttunni fyrir því að sonur okkar fái þá þjónustu sem hann þarfnast og á rétt á. Þetta er barátta sem margir foreldrar þurfa að heyja og ómetanlegt er að hafa þennan stuðning. Þegar kemur að íþróttum, tónlistarnámi eða öðrum tómstundum þurfum við að standa vörð um að öllum börnum sé gert kleift að iðka það sem þeir kjósa óháð fjárhag. Ef horft er til annarra bæjarfélaga hér á landi þá er Grindavíkurbær að vinna gott starf í þessum málum. Þar stendur öllum börnum og unglingum til boða að æfa eins margar íþróttagreinar og þau vilja innan vébanda UMFG fyrir um 22.000 kr. á ári. Við í Bjartri Framtíð viljum skoða hvort þetta sé möguleiki hér á Akranesi. Hvaða foreldri kannast ekki við að barnið geti verið óákveðið um hvað það vill æfa og langar að prófa margt s.s. tónlistarnám, íþróttir eða skátastarf? En á mörgum heimilum er ekki til fjármagn til að leyfa barni að stunda fleiri en eina tegund tómstundastarfs, hvað þá þegar horft er til barnmargra fjölskyldna. Oft þarf barnið að hætta í einu tómstundastarfi til að leggja stund á annað sem hugur þess stendur líka til því það er of kostnaðarsamt vera í hvoru tveggja. En með þessari stefnu sem að Grindavíkurbær hefur sett sér, þá er börnum gert kleift að prófa eins margar tegundir tómstundastarfs og það kýs. Setjum okkur það markmið að öll börn og ungmenni á Akranesi fái að njóta sín til fulls í leik og starfi óháð efnahag eða öðrum ytri aðstæðum. Bjartar kveðjur með von um bjarta framtíð.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar