Aníta var nálægt Íslandsmetinu - kvennasveit ÍR náði 4. sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2014 14:47 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Vilhelm Kvennalið ÍR varð í fjórða sæti í liðakeppni 2. deildar Evrópukeppni félagsliða í frjálsum íþróttum sem fram lauk í Amsterdam í dag en karlaliðið félagsins endaði í sjötta sæti. ÍR var eitt af tíu félögum sem tók þátt í keppninni og árangur liðsins er góður og sýnir að íslensku félögin eigi fullt erindi í þessa keppni. Boðhlaupssveit ÍR sigraði meðal annars í 4x400 m boðhlaupi kvenna á mótinu og kom í mark á nýju Íslandsmeti. Sveitina skipuðu þær Aníta Hinriksdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir. Árangur Anítu Hinriksdóttur á mótinu bar af en hún sigraði tvöfalt, bæði í 800 m (2:03,68 mín.) og 1500 m (4:15,14 mín.) hlaupum, auk þess að vera í sigursveit 4x400 m boðhlaupsins. Hún bætti sig í 1500 metra hlaupinu og hjó mjög nærri Íslandsmeti kvenna sem er 4:14,94 mín. og er í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur FH sett árið 1987. Þetta er bæting hjá Anítu og nýtt unglingamet í flokki 18-19 ára og 20-22 ára. Fyrra metið var einnig í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur FH 4:15,75 mínútur sett árið 1981 og því komið vel til ára sinna. Aníta átti hins vegar best 4:16,51 mínútur frá því í júní í fyrra. Kristín Birna Ólafsdóttir stóð sig vel, en hún varð önnur í 400 m grindarhlaupi, auk þess að keppa í 100 m grind og vera í sigursveitinni í 4x400 m boðhlaupi. Guðmundur Sverrisson varð annar í spjótkasti með 76,69 metra. Hilmar Örn Jónsson náði sínum næstbesta árangri í sleggjukasti með 7,26 kg sleggjunni í dag, 66,33 metra, en hann á best 67,34 metra frá því fyrr í vor. Mark Johnson varð í 3. sæti í stangarstökki með 4,80 metra og Einar Daði Lárusson varð einnig í þriðja sæti í hástökki með 2,00 metra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Kvennalið ÍR varð í fjórða sæti í liðakeppni 2. deildar Evrópukeppni félagsliða í frjálsum íþróttum sem fram lauk í Amsterdam í dag en karlaliðið félagsins endaði í sjötta sæti. ÍR var eitt af tíu félögum sem tók þátt í keppninni og árangur liðsins er góður og sýnir að íslensku félögin eigi fullt erindi í þessa keppni. Boðhlaupssveit ÍR sigraði meðal annars í 4x400 m boðhlaupi kvenna á mótinu og kom í mark á nýju Íslandsmeti. Sveitina skipuðu þær Aníta Hinriksdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir. Árangur Anítu Hinriksdóttur á mótinu bar af en hún sigraði tvöfalt, bæði í 800 m (2:03,68 mín.) og 1500 m (4:15,14 mín.) hlaupum, auk þess að vera í sigursveit 4x400 m boðhlaupsins. Hún bætti sig í 1500 metra hlaupinu og hjó mjög nærri Íslandsmeti kvenna sem er 4:14,94 mín. og er í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur FH sett árið 1987. Þetta er bæting hjá Anítu og nýtt unglingamet í flokki 18-19 ára og 20-22 ára. Fyrra metið var einnig í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur FH 4:15,75 mínútur sett árið 1981 og því komið vel til ára sinna. Aníta átti hins vegar best 4:16,51 mínútur frá því í júní í fyrra. Kristín Birna Ólafsdóttir stóð sig vel, en hún varð önnur í 400 m grindarhlaupi, auk þess að keppa í 100 m grind og vera í sigursveitinni í 4x400 m boðhlaupi. Guðmundur Sverrisson varð annar í spjótkasti með 76,69 metra. Hilmar Örn Jónsson náði sínum næstbesta árangri í sleggjukasti með 7,26 kg sleggjunni í dag, 66,33 metra, en hann á best 67,34 metra frá því fyrr í vor. Mark Johnson varð í 3. sæti í stangarstökki með 4,80 metra og Einar Daði Lárusson varð einnig í þriðja sæti í hástökki með 2,00 metra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira