"Alltaf þessi fiðringur fyrir því að mótið hefjist“ Randver Kári Randversson skrifar 28. júlí 2014 15:20 Frá Mýrarboltanum. Vísir/Vilhelm „Þetta er mesta stressvikan, þegar það er verið að klára lokaundirbúninginn, leggja lokahönd á skipulagið og mótahaldið – tryggja það að þetta sé allt alveg 100%. Við vorum að fá nýja veðurspá og hún lofar náttúrulega besta veðrinu hérna fyrir vestan. Við erum þakklátir fyrir það,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltafélagsins og mótsstjóri Mýrarboltans í samtali við Vísi. „Það er reyndar fínt fyrir okkur að fá smá skúrir, ef að það myndi gerast, það viðheldur þá bleytunni í vellinum. Miðað við þessa átt sem er spáð þá verður bara brilliant veður á mótssvæðinu. Það hentar mjög vel fyrir Tungudalinn þar sem mótið fer fram.“ Hann segir undirbúning fyrir Mýrarboltann, sem fram fer á Ísafirði um verslunarmannahelgina, ganga vel. „Allur undirbúningur er mjög langt kominn, við erum bara að yfirfara listann yfir þá hluti sem þarf að klára. Í rauninni er bara fín stemning í hópnum. Það er alltaf þessi fiðringur fyrir því að mótið hefjist. Þetta verður rosagaman eins og hefur alltaf verið. Við erum mjög spenntir fyrir því að láta þetta ganga vel.“ Mýrarboltafélagið fagnar tíu ára afmæli í ár og er þetta í ellefta sinn sem mótið fer fram. Jóhann segist ekki hafa nákvæma tölu á því hversu margir hafi yfirleitt tekið þátt í Mýrarboltanum fyrri ár, eða hversu margir hafi komið til að horfa á. Skráning í mótið hafi þó verið betur á veg komin á sama tíma í fyrra. Hann segir skráninguna yfirleitt taka kipp í síðustu vikunni fyrir verslunarmannahelgina og er bjartsýnn á að svo verði líka í ár. Þar spili rigningin á suðvesturhorninu inn í og telur hann að landsmenn séu komnir með nóg af rigningu. „Það hefur verið gríðarlega góð mæting á mótssvæðið sjálft, sérstaklega fyrri daginn, sem sagt á laugardeginum, þegar öll liðin keppa. Þá er gríðarlegur fjöldi á mótssvæðinu. Það fyllist ekki bara af keppendum heldur er frítt að koma og horfa á mótið. Það kostar ekkert að fylgjast með Mýrarboltanum, og ef þig langar í útilegu þá ferðu bara í útilegu og horfir og upplifir stemninguna,“ segir Jóhann. „Við reynum alltaf að gera betur heldur en við gerðum árið á undan, og veita góða þjónustu. Það er það eina sem við lofum,“ segir Jóhann Bæring að lokum. Mýrarboltinn Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
„Þetta er mesta stressvikan, þegar það er verið að klára lokaundirbúninginn, leggja lokahönd á skipulagið og mótahaldið – tryggja það að þetta sé allt alveg 100%. Við vorum að fá nýja veðurspá og hún lofar náttúrulega besta veðrinu hérna fyrir vestan. Við erum þakklátir fyrir það,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltafélagsins og mótsstjóri Mýrarboltans í samtali við Vísi. „Það er reyndar fínt fyrir okkur að fá smá skúrir, ef að það myndi gerast, það viðheldur þá bleytunni í vellinum. Miðað við þessa átt sem er spáð þá verður bara brilliant veður á mótssvæðinu. Það hentar mjög vel fyrir Tungudalinn þar sem mótið fer fram.“ Hann segir undirbúning fyrir Mýrarboltann, sem fram fer á Ísafirði um verslunarmannahelgina, ganga vel. „Allur undirbúningur er mjög langt kominn, við erum bara að yfirfara listann yfir þá hluti sem þarf að klára. Í rauninni er bara fín stemning í hópnum. Það er alltaf þessi fiðringur fyrir því að mótið hefjist. Þetta verður rosagaman eins og hefur alltaf verið. Við erum mjög spenntir fyrir því að láta þetta ganga vel.“ Mýrarboltafélagið fagnar tíu ára afmæli í ár og er þetta í ellefta sinn sem mótið fer fram. Jóhann segist ekki hafa nákvæma tölu á því hversu margir hafi yfirleitt tekið þátt í Mýrarboltanum fyrri ár, eða hversu margir hafi komið til að horfa á. Skráning í mótið hafi þó verið betur á veg komin á sama tíma í fyrra. Hann segir skráninguna yfirleitt taka kipp í síðustu vikunni fyrir verslunarmannahelgina og er bjartsýnn á að svo verði líka í ár. Þar spili rigningin á suðvesturhorninu inn í og telur hann að landsmenn séu komnir með nóg af rigningu. „Það hefur verið gríðarlega góð mæting á mótssvæðið sjálft, sérstaklega fyrri daginn, sem sagt á laugardeginum, þegar öll liðin keppa. Þá er gríðarlegur fjöldi á mótssvæðinu. Það fyllist ekki bara af keppendum heldur er frítt að koma og horfa á mótið. Það kostar ekkert að fylgjast með Mýrarboltanum, og ef þig langar í útilegu þá ferðu bara í útilegu og horfir og upplifir stemninguna,“ segir Jóhann. „Við reynum alltaf að gera betur heldur en við gerðum árið á undan, og veita góða þjónustu. Það er það eina sem við lofum,“ segir Jóhann Bæring að lokum.
Mýrarboltinn Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira