Aníta komst í úrslit á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2014 20:12 Aníta á fullri ferð í rigningunni í Eugene í dag. vísir/getty Aníta Hinriksdóttir varð fjórða í sínum undanúrslitariðli í 800 metra hlaupi á heimsmeistaramóti ungmenna 19 ára og yngri í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld. Aníta átti næstbesta tímann af öllum í hlaupinu og var í forystu eftir fyrri hringinn sem hún hljóp á 1:00,76 mínútu. Hlaupið fór fram á rennblautri hlaupabraut, en rignt hefur látlaust í Eugene í dag. Kúbverjinn Sahily Diago, sem á langbesta tíma ársins, tók forystuna eftir 600 metra og voru Aníta og þrjár aðrar stúlkur nánast jafnar þegar um 100 metrar voru eftir. Okkar stúlka sprakk þó á endasprettinum og endaði í fjórða sæti á tímanum 2:04,99 mínútum sem er um fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Sahily Diago frá Kúbu, Margaret Wambui frá Kenía og GeorgiaGriffith frá Ástralíu enduðu í þremur efstu sætunum og komust beint í úrslit þannig Aníta þurfti að bíða og sjá hvernig tímarnir í seinni undanúrslitunum yrðu. Seinni riðilinn var hægari og hefði tími Anítu dugað henni í þriðja sæti í honum. Þrátt fyrir allt átti hún sjötta besta tímann af öllum. Hlaupadrottningin úr ÍR er því komin í úrslit, en úrslitahlaupið fer fram aðfaranótt föstudag. Ljóst er þó að Aníta þarf að gera betur þar ætli hún sér verðlaun á mótinu.Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn.vísir/getty Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Gunnar Páll: Aníta í sínu allra besta formi Keppni á HM U-19 ára í frjálsíþróttum hefst í Eugene í Oregon-fylki Bandaríkjanna í dag en Ísland á fimm keppendur á mótinu. 22. júlí 2014 07:00 Aníta auðveldlega í undanúrslit Langt frá sínum besta tíma en kom langfyrst í mark í Eugene. 22. júlí 2014 19:24 Aníta: Reynsla síðasta sumars kemur sér vel Aníta Hinriksdóttir var ánægð að lokum keppni í undanrásum í 800 m hlaupi á HM U-19 ára í Bandaríkjunum í gær. 23. júlí 2014 10:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir varð fjórða í sínum undanúrslitariðli í 800 metra hlaupi á heimsmeistaramóti ungmenna 19 ára og yngri í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld. Aníta átti næstbesta tímann af öllum í hlaupinu og var í forystu eftir fyrri hringinn sem hún hljóp á 1:00,76 mínútu. Hlaupið fór fram á rennblautri hlaupabraut, en rignt hefur látlaust í Eugene í dag. Kúbverjinn Sahily Diago, sem á langbesta tíma ársins, tók forystuna eftir 600 metra og voru Aníta og þrjár aðrar stúlkur nánast jafnar þegar um 100 metrar voru eftir. Okkar stúlka sprakk þó á endasprettinum og endaði í fjórða sæti á tímanum 2:04,99 mínútum sem er um fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Sahily Diago frá Kúbu, Margaret Wambui frá Kenía og GeorgiaGriffith frá Ástralíu enduðu í þremur efstu sætunum og komust beint í úrslit þannig Aníta þurfti að bíða og sjá hvernig tímarnir í seinni undanúrslitunum yrðu. Seinni riðilinn var hægari og hefði tími Anítu dugað henni í þriðja sæti í honum. Þrátt fyrir allt átti hún sjötta besta tímann af öllum. Hlaupadrottningin úr ÍR er því komin í úrslit, en úrslitahlaupið fer fram aðfaranótt föstudag. Ljóst er þó að Aníta þarf að gera betur þar ætli hún sér verðlaun á mótinu.Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn.vísir/getty
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Gunnar Páll: Aníta í sínu allra besta formi Keppni á HM U-19 ára í frjálsíþróttum hefst í Eugene í Oregon-fylki Bandaríkjanna í dag en Ísland á fimm keppendur á mótinu. 22. júlí 2014 07:00 Aníta auðveldlega í undanúrslit Langt frá sínum besta tíma en kom langfyrst í mark í Eugene. 22. júlí 2014 19:24 Aníta: Reynsla síðasta sumars kemur sér vel Aníta Hinriksdóttir var ánægð að lokum keppni í undanrásum í 800 m hlaupi á HM U-19 ára í Bandaríkjunum í gær. 23. júlí 2014 10:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira
Gunnar Páll: Aníta í sínu allra besta formi Keppni á HM U-19 ára í frjálsíþróttum hefst í Eugene í Oregon-fylki Bandaríkjanna í dag en Ísland á fimm keppendur á mótinu. 22. júlí 2014 07:00
Aníta auðveldlega í undanúrslit Langt frá sínum besta tíma en kom langfyrst í mark í Eugene. 22. júlí 2014 19:24
Aníta: Reynsla síðasta sumars kemur sér vel Aníta Hinriksdóttir var ánægð að lokum keppni í undanrásum í 800 m hlaupi á HM U-19 ára í Bandaríkjunum í gær. 23. júlí 2014 10:00