Spyr hvort forstöðumenn geti ekki fundið sér annað starf Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2014 14:15 VISIR/VILHELM Í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins kemur fram að tíu ríkisstofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir fram úr fjárheimildum sínum. Mest er framúrkeyrslan hjá Landspítalanum, Sjúkratryggingum Íslands og Vegagerðinni en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði króna meira en nam heimild fyrri hluta árs. Embætti sérstaks saksóknara fór 120 milljónir fram úr heimildum, en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir í samtali við fréttastofu að skýringin á þessari framúrkeyrslu sé að hluta til sú að fjárveitingar til embættisins voru skornar niður í fjárlögum þessa árs og tíma hafi tekið að vinna úr þeirri stöðu. Hann muni skýra þetta nánar fyrir fjárlaganefnd en vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að agi í ríkisfjármálum sé ekkert annað en beiðni um að ekki verði verðbólga. „Það er mjög mikið kappsmál almennings í landinu að ekki verði verðbólga, bæði útaf neyslu og verðtryggðum lánum. Þessa vegna er verulega mikilvægt, ég undirstrika það, að ríkissjóður sé rekinn með afgangi og menn standi við þau fjárlög sem að Alþingi hefur samþykkt. Það eru lög eins og önnur lög í landinu, bara eins og umferðarlög og hegningarlög,“ segir Pétur. En hvernig er hægt að bregðast við svona framúrkeyrslu? „Mér finnst þurfa að sína meiri aga og það þarf að kalla forstöðumenn þessara ríkisstofnana á fund og spyrja hvernig þeir ætli að standa fjárlög, því nú er komið fram að margir eru komnir fram úr á fyrstu sex mánuðum ársins. Spyrja þá svo í leiðinni hvort þeir séu nokkuð að hætta.“ Hvort þeir séu að hætta í sínu starfi? „Já, hvort þeir geti ekki fundið sér annað starf sem þeir ráða við,“ segir Pétur Blöndal. Tengdar fréttir Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins kemur fram að tíu ríkisstofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir fram úr fjárheimildum sínum. Mest er framúrkeyrslan hjá Landspítalanum, Sjúkratryggingum Íslands og Vegagerðinni en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði króna meira en nam heimild fyrri hluta árs. Embætti sérstaks saksóknara fór 120 milljónir fram úr heimildum, en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir í samtali við fréttastofu að skýringin á þessari framúrkeyrslu sé að hluta til sú að fjárveitingar til embættisins voru skornar niður í fjárlögum þessa árs og tíma hafi tekið að vinna úr þeirri stöðu. Hann muni skýra þetta nánar fyrir fjárlaganefnd en vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að agi í ríkisfjármálum sé ekkert annað en beiðni um að ekki verði verðbólga. „Það er mjög mikið kappsmál almennings í landinu að ekki verði verðbólga, bæði útaf neyslu og verðtryggðum lánum. Þessa vegna er verulega mikilvægt, ég undirstrika það, að ríkissjóður sé rekinn með afgangi og menn standi við þau fjárlög sem að Alþingi hefur samþykkt. Það eru lög eins og önnur lög í landinu, bara eins og umferðarlög og hegningarlög,“ segir Pétur. En hvernig er hægt að bregðast við svona framúrkeyrslu? „Mér finnst þurfa að sína meiri aga og það þarf að kalla forstöðumenn þessara ríkisstofnana á fund og spyrja hvernig þeir ætli að standa fjárlög, því nú er komið fram að margir eru komnir fram úr á fyrstu sex mánuðum ársins. Spyrja þá svo í leiðinni hvort þeir séu nokkuð að hætta.“ Hvort þeir séu að hætta í sínu starfi? „Já, hvort þeir geti ekki fundið sér annað starf sem þeir ráða við,“ segir Pétur Blöndal.
Tengdar fréttir Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30