Spáir margra ára hræringum 4. september 2014 10:18 „Þetta á eftir að vara í einhver ár, þessi umbrot, ekki þetta ákveðna eldgos hér. Því lýkur og svo kemur annað og þetta á klárlega eftir að fara inn í jökul,“ saagði Ármann Höskuldsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Þó við stöndum hér og horfum á þetta glæsilega sjónarspil, þá höfum við ekki langan tíma ef hann hleypur þessa síðustu þrjá kílómetra í jökulinn.“ Spurður um stöðu eldgossins síðasta sólarhringinn segir Ármann að það hafi dalað aðeins. Hann sagði hraun hafa hlaupið til úr einum gíg og að líklega væri stíflun í rásinni. Áætlað er að langlengsta hrauntungan úr gosinu sé komin sjö kílómetra frá gossprungunni, til aust-norð-austurs, og skríður hraunið í átt að meginupptakakvíslum Jökulsár á Fjöllum. Gossprungan er á mikilli sléttu milli Vatnajökuls og Öskju, eldurinn er í forgrunni en í bakgrunni eru Kverkfjöllin, með sína tignarlegu kverk, sem og Dyngjujökull, einn af stærri skriðjöklum Vatnajökuls. Hraunið rennur út á svokallaðar Flæður, þar sem álar undan Dyngjujökli kvíslast um, og er það þegar farið að stífla þessi fyrst drög Jökulsár á Fjöllum. Þar þarf að fara sérstaklega varlega um því margar gufusprengingar hafa orðið við þessar aðstæður þar sem vatnið leitar undir þúsund stiga heitt hraunið. Við eldsumbrotin stóðu fjölmiðlamenn og vísindamenn nánast dolfallnir að verða vitni að þessu sjónarspili, að sjá gígana þeyta kvikunni hátt til himins af feiknarlegu afli, að hlusta á drunurnar, og sjá eldárnar flæða ákaft frá eldtjörninni, eins og stórfljót. Bárðarbunga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Þetta á eftir að vara í einhver ár, þessi umbrot, ekki þetta ákveðna eldgos hér. Því lýkur og svo kemur annað og þetta á klárlega eftir að fara inn í jökul,“ saagði Ármann Höskuldsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Þó við stöndum hér og horfum á þetta glæsilega sjónarspil, þá höfum við ekki langan tíma ef hann hleypur þessa síðustu þrjá kílómetra í jökulinn.“ Spurður um stöðu eldgossins síðasta sólarhringinn segir Ármann að það hafi dalað aðeins. Hann sagði hraun hafa hlaupið til úr einum gíg og að líklega væri stíflun í rásinni. Áætlað er að langlengsta hrauntungan úr gosinu sé komin sjö kílómetra frá gossprungunni, til aust-norð-austurs, og skríður hraunið í átt að meginupptakakvíslum Jökulsár á Fjöllum. Gossprungan er á mikilli sléttu milli Vatnajökuls og Öskju, eldurinn er í forgrunni en í bakgrunni eru Kverkfjöllin, með sína tignarlegu kverk, sem og Dyngjujökull, einn af stærri skriðjöklum Vatnajökuls. Hraunið rennur út á svokallaðar Flæður, þar sem álar undan Dyngjujökli kvíslast um, og er það þegar farið að stífla þessi fyrst drög Jökulsár á Fjöllum. Þar þarf að fara sérstaklega varlega um því margar gufusprengingar hafa orðið við þessar aðstæður þar sem vatnið leitar undir þúsund stiga heitt hraunið. Við eldsumbrotin stóðu fjölmiðlamenn og vísindamenn nánast dolfallnir að verða vitni að þessu sjónarspili, að sjá gígana þeyta kvikunni hátt til himins af feiknarlegu afli, að hlusta á drunurnar, og sjá eldárnar flæða ákaft frá eldtjörninni, eins og stórfljót.
Bárðarbunga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira