Umfjöllun og viðtöl: Grótta - HK 27-17 | Grótta keyrði yfir HK í síðari hálfleik Anton Ingi Leifsson í Hertz-hellinum skrifar 19. september 2014 14:50 Vísir/Valli Grótta rúllaði yfir HK í fyrsta leik Olís-deildar kvenna í kvöld, en leikurinn var einungis spennandi í fyrri hálfleik. Einstefna var í síðari hálfleik þar sem Íris Björk Símonardóttir var fremst í flokki, en hún var frábær í marki Gróttu. Staðan var 14-11 í háfleik fyrir Gróttu, en í síðari hálfleik létu heimastúlkur í fluggír og keyrðu yfir gestina. Karólína Bæhrenz og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir voru að spila sínu fyrsta leiki fyrir Gróttu eftir að hafa snúið heim frá Val, en Gróttu er spáð deildarmeistaratitlinum í kvennaflokki í vetur. Liðin héldust í hendur fyrstu tíu mínútur leiksins, en eftir það skildu leiðir. Grótta breytti stöðunni úr 5-5 í 8-5 og eftir það var ekki aftur snúið. Íris Björk lék á alls oddi í markinu og varði og varði. Gestirnir úr Kópavoginum voru þó aldrei langt undan, en Grótta náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var svo 14-11 og von á jöfnum og skemmtilegum síðari hálfleik Sú varð ekki raunin. Í síðari hálfleik keyrðu heimastúlkum yfir gestina, en Íris Dögg og Karólína Bæhrenz spiluðu stóra rullu í þeirri keyrslu. Íris varði og varði og gaf svo fram á Karólínu. Eftir einungis fimm mínútur í síðari hálfleik var staðan orðin vænleg fyrir heimamenn, 18-12. Eftir það var sigurinn aldrei spurning. Karólína skoraði fimm mörk í síðari hálfleik úr hraðaupphlaupum og alls sjö mörk. Lokatölur urðu öruggur sigur Gróttu, 27-17, en Grótta er eins og fyrr segir meistaraefni fyrir veturinn. Íris Björk Símonardóttir varði eins og berserkur í marki Gróttu, en hún var samtals með 57% markvörslu. Mikið var um tæknifeila í leiknum og bar leikurinn þess merki að hann væri fyrsti leikurinn í deildinni í vetur. Karólína spilaði vel í endurkomunni á Seltjarnanesið sem og Anna Úrsúla, en Karólína skoraði sjö eins og fyrr segir og Anna fjögur. Eva Björk skoraði fimm mörk, fjögur þeirra úr vítum.Sigríður Hauksdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir skoruðu fjögur mörk fyrir HK, en HK-liðið klikkaði fjölmörgum dauðafærum sem gerðu út um vonir lðsins að vinna þennan leik. Þær klikkuðu meðal annars sjö dauðafærum sem er ansi óvenjuleg sjón í efstu deild í handbolta. Leikurinn var þó fyrsti leikur tímabilsins og þurfa gestirnir úr Kópavogi ekki að örvænta. Heimastúlkur á Nesinu litu þó vel út og spili þær eins vel í vetur með Írisi svona öfluga í markinu eru þær til alls líklegar.Anna Úrsúla: Stefán Arnarsson og hans taktík „Þegar krafturinn kom í þetta þá fannst mér þetta verða auðveldara hjá okkur. Við náðum að keyra yfir þær," sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaður Gróttu, en hún var að snúa aftur á heimaslóðir í kvöld. „Það var mikið af tæknimistökum hjá okkur og HK. Það einkennir kannski fyrsti leikinn í deildinni, en núna liggur þetta bara upp á við vonandi hjá okkur." „Vörn, liðsheild og markvarsla skóp sigurinn." Anna hefur verið að glíma við meiðsli, en segir að þau séu vonandi hluti af fortíðinni. „Ég fékk sprautu hjá honum Binna vini mínum og hann bjargaði mér alveg. Ég mætti bara á tvær æfingar í víkunni, en ég finn ekkert til. Sjö, níu, þrettán! Ég er bara jákvæð á framhaldið." „Það er rosalega gaman að vera komin hingað aftur. Hér er mikill metnaður og góður hópur og ég hlakka til vetrarins," en Gróttu var spáð titlinum. Anna segir að það hafi ekki mikil áhrif á leikmenn og skýtur á fyrrum þjálfara sinn hjá Val, Stefán Arnarsson. Stefán sagði á dögunum að Grótta væri líklegust til að hreppa þann stóra. „Ég held að þetta fari ekkert inn í hausinn á leikmönnum að okkar hafi verið spáð titlinum. Auðvitað er það heiður að fólk heldur að við séum með það góðan mannskap að við getum unnið deildina og svo er þetta bara Stefán Arnarsson og hans taktík." „Maður stefnir alltaf á að vinna. Ef maður vinnur alla leikina þá vinnur maður titla, en það er bara næsti leikur. Eins klisjulega og það hljómar þá er bara þannig," sagði Anna Úrsúla í leikslok.Hilmar: Gengur ekki á móti liði eins og Gróttu „Við fórum með alltof mörg dauðafæri. Við erum að skjóta mjög illa á Írisi í markinu og við gerum hana að manni leiksins," sagði Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, í leikslok. „Við klikkuðum sex eða sjó vítum og það er einnig álíka mikið af dauðafærum. Það gengur ekki á móti svona góðu liði eins og Gróttu." „Við erum að skapa okkur færi og erum að skapa okkur færi. Við erum þolinmóðar á boltann og erum að spila þetta ágætlega. Við erum að skapa okkur færi, en ekki að nýta þau." „Við erum að fá marga nýja leikmenn inn og þetta tekur tíma að púsla þessu saman, en við erum búin að æfa vel og spila fullt af æfingarleikjum. Þetta liggur bara upp á við hjá okkur." „Þær komu að mörgu leyti ágætlega inn í þetta. Við erum ekkert með alltof marga bolta varða í markinu, en Hulda spilaði vel og Eva vel á línunni," sagði Hilmar að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Grótta rúllaði yfir HK í fyrsta leik Olís-deildar kvenna í kvöld, en leikurinn var einungis spennandi í fyrri hálfleik. Einstefna var í síðari hálfleik þar sem Íris Björk Símonardóttir var fremst í flokki, en hún var frábær í marki Gróttu. Staðan var 14-11 í háfleik fyrir Gróttu, en í síðari hálfleik létu heimastúlkur í fluggír og keyrðu yfir gestina. Karólína Bæhrenz og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir voru að spila sínu fyrsta leiki fyrir Gróttu eftir að hafa snúið heim frá Val, en Gróttu er spáð deildarmeistaratitlinum í kvennaflokki í vetur. Liðin héldust í hendur fyrstu tíu mínútur leiksins, en eftir það skildu leiðir. Grótta breytti stöðunni úr 5-5 í 8-5 og eftir það var ekki aftur snúið. Íris Björk lék á alls oddi í markinu og varði og varði. Gestirnir úr Kópavoginum voru þó aldrei langt undan, en Grótta náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var svo 14-11 og von á jöfnum og skemmtilegum síðari hálfleik Sú varð ekki raunin. Í síðari hálfleik keyrðu heimastúlkum yfir gestina, en Íris Dögg og Karólína Bæhrenz spiluðu stóra rullu í þeirri keyrslu. Íris varði og varði og gaf svo fram á Karólínu. Eftir einungis fimm mínútur í síðari hálfleik var staðan orðin vænleg fyrir heimamenn, 18-12. Eftir það var sigurinn aldrei spurning. Karólína skoraði fimm mörk í síðari hálfleik úr hraðaupphlaupum og alls sjö mörk. Lokatölur urðu öruggur sigur Gróttu, 27-17, en Grótta er eins og fyrr segir meistaraefni fyrir veturinn. Íris Björk Símonardóttir varði eins og berserkur í marki Gróttu, en hún var samtals með 57% markvörslu. Mikið var um tæknifeila í leiknum og bar leikurinn þess merki að hann væri fyrsti leikurinn í deildinni í vetur. Karólína spilaði vel í endurkomunni á Seltjarnanesið sem og Anna Úrsúla, en Karólína skoraði sjö eins og fyrr segir og Anna fjögur. Eva Björk skoraði fimm mörk, fjögur þeirra úr vítum.Sigríður Hauksdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir skoruðu fjögur mörk fyrir HK, en HK-liðið klikkaði fjölmörgum dauðafærum sem gerðu út um vonir lðsins að vinna þennan leik. Þær klikkuðu meðal annars sjö dauðafærum sem er ansi óvenjuleg sjón í efstu deild í handbolta. Leikurinn var þó fyrsti leikur tímabilsins og þurfa gestirnir úr Kópavogi ekki að örvænta. Heimastúlkur á Nesinu litu þó vel út og spili þær eins vel í vetur með Írisi svona öfluga í markinu eru þær til alls líklegar.Anna Úrsúla: Stefán Arnarsson og hans taktík „Þegar krafturinn kom í þetta þá fannst mér þetta verða auðveldara hjá okkur. Við náðum að keyra yfir þær," sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaður Gróttu, en hún var að snúa aftur á heimaslóðir í kvöld. „Það var mikið af tæknimistökum hjá okkur og HK. Það einkennir kannski fyrsti leikinn í deildinni, en núna liggur þetta bara upp á við vonandi hjá okkur." „Vörn, liðsheild og markvarsla skóp sigurinn." Anna hefur verið að glíma við meiðsli, en segir að þau séu vonandi hluti af fortíðinni. „Ég fékk sprautu hjá honum Binna vini mínum og hann bjargaði mér alveg. Ég mætti bara á tvær æfingar í víkunni, en ég finn ekkert til. Sjö, níu, þrettán! Ég er bara jákvæð á framhaldið." „Það er rosalega gaman að vera komin hingað aftur. Hér er mikill metnaður og góður hópur og ég hlakka til vetrarins," en Gróttu var spáð titlinum. Anna segir að það hafi ekki mikil áhrif á leikmenn og skýtur á fyrrum þjálfara sinn hjá Val, Stefán Arnarsson. Stefán sagði á dögunum að Grótta væri líklegust til að hreppa þann stóra. „Ég held að þetta fari ekkert inn í hausinn á leikmönnum að okkar hafi verið spáð titlinum. Auðvitað er það heiður að fólk heldur að við séum með það góðan mannskap að við getum unnið deildina og svo er þetta bara Stefán Arnarsson og hans taktík." „Maður stefnir alltaf á að vinna. Ef maður vinnur alla leikina þá vinnur maður titla, en það er bara næsti leikur. Eins klisjulega og það hljómar þá er bara þannig," sagði Anna Úrsúla í leikslok.Hilmar: Gengur ekki á móti liði eins og Gróttu „Við fórum með alltof mörg dauðafæri. Við erum að skjóta mjög illa á Írisi í markinu og við gerum hana að manni leiksins," sagði Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, í leikslok. „Við klikkuðum sex eða sjó vítum og það er einnig álíka mikið af dauðafærum. Það gengur ekki á móti svona góðu liði eins og Gróttu." „Við erum að skapa okkur færi og erum að skapa okkur færi. Við erum þolinmóðar á boltann og erum að spila þetta ágætlega. Við erum að skapa okkur færi, en ekki að nýta þau." „Við erum að fá marga nýja leikmenn inn og þetta tekur tíma að púsla þessu saman, en við erum búin að æfa vel og spila fullt af æfingarleikjum. Þetta liggur bara upp á við hjá okkur." „Þær komu að mörgu leyti ágætlega inn í þetta. Við erum ekkert með alltof marga bolta varða í markinu, en Hulda spilaði vel og Eva vel á línunni," sagði Hilmar að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira