„Þetta er næstum valdarán“ Þórður Ingi Jónsson skrifar 19. september 2014 11:30 Birgitta Jónsdóttir. Ítarlegt viðtal við Birgittu Jónsdóttur var birt á fréttamiðlinum Vice í gær þar sem hún talar meðal annars um störf Pírata og Wikileaks hér á Íslandi eftir efnahagshrunið. Þar kemur fram að vendipunktur í lífi hennar hafi verið í júlí 2008 þegar netaðgerðarsinninn John Perry Barlow hélt ræðu á ráðstefnu í Reykjavík um stafrænt frelsi, the Icelandic Digital Freedom Conference. „Hann lagði til að Ísland yrði eyja þar sem upplýsingar gætu verið geymdar á öruggan og varanlegan hátt, sýnilegar fyrir öllum,“ segir í greininni. „Draumurinn minn fyrir þetta land er að það gæti orðið eins og Sviss fyrir stafræna bita,“ sagði Barlow. „Mig langar að hvetja ykkur til að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að gefa fólkinu réttinn til að vita.“ Nokkrum mánuðum eftir ræðu Barlows hrundi efnahagur landsins. Í greininni er síðan sagt frá fyrstu skrefum Birgittu í stjórnmálum. „Íslendingar voru að leita að breytingum og opinber andúð Birgittu á stjórnmálamönnum og valdi þeirra virtist vera einmitt það sem landsmenn leituðust eftir.“ Í greininni segir að Birgitta hafi lifað og þrifist á netinu frá árinu 1995. Árið eftir skipulagði hún CU-SeeMe, hið fyrsta íslenska „livestream“ og fyrirrennara Skype. „Ég varð hluti af þessu alþjóðasamfélagi sem skildi að við gætum breytt heiminum með því sem við gerðum á netinu,“ segir Birgitta. „Á meðan blaðamenn, aðgerðarsinnar og aðrir verjendur málfrelsisins verða fyrir gríðarlegum þrýstingi frá ríkisstjórnum og fyrirtækjum, þá vill þetta pinkulitla 320.000 manna land í reynd verða griðastaður þeirra,“ segir í greininni. „Og það er að miklu leyti Birgittu að þakka.“ Upphaf og þróun IMMI, alþjóðlegrar stofnunar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, er meðal annars rekið í greinni.Þorvaldur Gylfason.Fleiri einstaklingar sem voru virkir í stjórnmálum eftir kreppu koma fyrir í greininni svo sem Kristinn Hrafnsson, Smári McCarthy og Þorvaldur Gylfason. Sá síðastnefndi segir í greininni að á Íslandi hafi þróast mikill pukurháttur, einn af þeim hlutum sem hafi orðið til hrunsins árið 2008. „Hin nýkosna ríkisstjórn reyndi að setja inn ákvæði í fyrirhugaða nýja stjórnarskrá sem hefðu aðstoðað IMMI við að ná markmiðum stofnunarinnar. Hætt var við nýju stjórnarskrána í fyrra þrátt fyrir mikinn pólitískan og almennan stuðning. „Það er mjög erfitt að ímynda sér það að Alþingi muni komist upp með þetta lýðræðisbrot,“ sagði Þorvaldur í greininni. „Þetta er næstum því valdarán.“" Alþingi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Ítarlegt viðtal við Birgittu Jónsdóttur var birt á fréttamiðlinum Vice í gær þar sem hún talar meðal annars um störf Pírata og Wikileaks hér á Íslandi eftir efnahagshrunið. Þar kemur fram að vendipunktur í lífi hennar hafi verið í júlí 2008 þegar netaðgerðarsinninn John Perry Barlow hélt ræðu á ráðstefnu í Reykjavík um stafrænt frelsi, the Icelandic Digital Freedom Conference. „Hann lagði til að Ísland yrði eyja þar sem upplýsingar gætu verið geymdar á öruggan og varanlegan hátt, sýnilegar fyrir öllum,“ segir í greininni. „Draumurinn minn fyrir þetta land er að það gæti orðið eins og Sviss fyrir stafræna bita,“ sagði Barlow. „Mig langar að hvetja ykkur til að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að gefa fólkinu réttinn til að vita.“ Nokkrum mánuðum eftir ræðu Barlows hrundi efnahagur landsins. Í greininni er síðan sagt frá fyrstu skrefum Birgittu í stjórnmálum. „Íslendingar voru að leita að breytingum og opinber andúð Birgittu á stjórnmálamönnum og valdi þeirra virtist vera einmitt það sem landsmenn leituðust eftir.“ Í greininni segir að Birgitta hafi lifað og þrifist á netinu frá árinu 1995. Árið eftir skipulagði hún CU-SeeMe, hið fyrsta íslenska „livestream“ og fyrirrennara Skype. „Ég varð hluti af þessu alþjóðasamfélagi sem skildi að við gætum breytt heiminum með því sem við gerðum á netinu,“ segir Birgitta. „Á meðan blaðamenn, aðgerðarsinnar og aðrir verjendur málfrelsisins verða fyrir gríðarlegum þrýstingi frá ríkisstjórnum og fyrirtækjum, þá vill þetta pinkulitla 320.000 manna land í reynd verða griðastaður þeirra,“ segir í greininni. „Og það er að miklu leyti Birgittu að þakka.“ Upphaf og þróun IMMI, alþjóðlegrar stofnunar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, er meðal annars rekið í greinni.Þorvaldur Gylfason.Fleiri einstaklingar sem voru virkir í stjórnmálum eftir kreppu koma fyrir í greininni svo sem Kristinn Hrafnsson, Smári McCarthy og Þorvaldur Gylfason. Sá síðastnefndi segir í greininni að á Íslandi hafi þróast mikill pukurháttur, einn af þeim hlutum sem hafi orðið til hrunsins árið 2008. „Hin nýkosna ríkisstjórn reyndi að setja inn ákvæði í fyrirhugaða nýja stjórnarskrá sem hefðu aðstoðað IMMI við að ná markmiðum stofnunarinnar. Hætt var við nýju stjórnarskrána í fyrra þrátt fyrir mikinn pólitískan og almennan stuðning. „Það er mjög erfitt að ímynda sér það að Alþingi muni komist upp með þetta lýðræðisbrot,“ sagði Þorvaldur í greininni. „Þetta er næstum því valdarán.“"
Alþingi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira