Allt sterka áfengið verði girt af Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. september 2014 18:45 Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar þingmanns gerir ráð fyrir að allt sterkt áfengi, þ.e. áfengi yfir 22% af hreinum vínanda, verði girt af eða falið t.d. bak við afgreiðsluborð í matvöruverslunum. Frumvarp Vilhjálms um sölu áfengis í matvöruverslunum mun gjörbylta verslun með áfengi hér á landi verði það að lögum. Sambærileg mál hafa sex sinnum áður verið flutt á Alþingi en ekkert þeirra hlut afgreiðslu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að: Sveitarstjórnir geti veitt einstaklingum og lögaðilum leyfi til smásöluverslunar á áfengi. Áfengissmásalar greiði gjald til ríkissjóðs fyrir leyfi til að selja áfengi í smásöluóheimilt verði að selja áfengi undir kostnaðarverði. Verslanir með áfengi megi ekki vera opnar lengur en frá kl. 9.00 að morgni til kl. 20.00 að kvöldi. Sveitarstjórn hafi svigrúm til að ákveða hvernig afgreiðslutíminn verður innan þessa ramma, þ.e. hafa opnunartímann skemmri. Það verði gert að skilyrði að starfsmenn sem afgreiða áfengi skuli vera a.m.k. 18 ára. Skýrt verði kveðið á um skyldu smásala til að geyma áfengi sem í er að rúmmáli meira en 22% af hreinum vínanda á stað sem er afmarkaður frá öðru verslunarrými, t.d. á bak við afgreiðsluborð. Ekki verði leyft að selja áfengi í tilteknum tegundum verslana eins og söluturnum, myndbandaleigum og söluvögnum. Vilhjálmur, sem drekkur ekki sjálfur og hefur aldrei gert, hefur þegar fengið vilyrði fyrir stuðningi 30 þingmanna við frumvarpið. Hann þarf því aðeins tvö atkvæði til viðbótar til að gulltryggja stuðninginn. Hann segist búast við því að frumvarpið verði á dagskrá þingsins í september eða síðasta lagi október.Finnur Árnason forstjóri Haga365/ÞÞTelur frumvarpið til mikilla bótaFinnur Árnason, forstjóri Haga, telur frumvarpið til mikilla bóta en Hagar eru stærsta verslanafyrirtæki landsins og reka m.a. Hagkaup og Bónus. „Eins og frumvarpið lítur út þá er gert ráð fyrir sérstökum svæðum undir áfengi. Við erum tilbúnir að takast á við þessa verslun,“ segir Finnur. Sérðu fyrir þér að slík deild verði í öllum matvöruverslunum fyrirtækisins? „Ég held all flestum, þar sem við höfum pláss. Mér finnst þetta frumvarp skynsamlegt. Það má líta á þetta sem tvo þætti. Annars vegar er verið að taka verslunina úr ríkisforsjá sem ég tel eðlilegt og sjálfsagt. Hins vegar eru skynsamlegar tillögur sem koma fram í frumvarpinu þar sem reynt er að ná sátt um þessa breytingu,“ segir Finnur. Frumvarp Vilhjálms Árnasonar í heild sinni má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir „Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann“ Vilhjálmur Árnason og Ögmundur Jónasson voru gestir Björns Inga í Eyjunni í kvöld. 7. september 2014 22:34 Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar þingmanns gerir ráð fyrir að allt sterkt áfengi, þ.e. áfengi yfir 22% af hreinum vínanda, verði girt af eða falið t.d. bak við afgreiðsluborð í matvöruverslunum. Frumvarp Vilhjálms um sölu áfengis í matvöruverslunum mun gjörbylta verslun með áfengi hér á landi verði það að lögum. Sambærileg mál hafa sex sinnum áður verið flutt á Alþingi en ekkert þeirra hlut afgreiðslu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að: Sveitarstjórnir geti veitt einstaklingum og lögaðilum leyfi til smásöluverslunar á áfengi. Áfengissmásalar greiði gjald til ríkissjóðs fyrir leyfi til að selja áfengi í smásöluóheimilt verði að selja áfengi undir kostnaðarverði. Verslanir með áfengi megi ekki vera opnar lengur en frá kl. 9.00 að morgni til kl. 20.00 að kvöldi. Sveitarstjórn hafi svigrúm til að ákveða hvernig afgreiðslutíminn verður innan þessa ramma, þ.e. hafa opnunartímann skemmri. Það verði gert að skilyrði að starfsmenn sem afgreiða áfengi skuli vera a.m.k. 18 ára. Skýrt verði kveðið á um skyldu smásala til að geyma áfengi sem í er að rúmmáli meira en 22% af hreinum vínanda á stað sem er afmarkaður frá öðru verslunarrými, t.d. á bak við afgreiðsluborð. Ekki verði leyft að selja áfengi í tilteknum tegundum verslana eins og söluturnum, myndbandaleigum og söluvögnum. Vilhjálmur, sem drekkur ekki sjálfur og hefur aldrei gert, hefur þegar fengið vilyrði fyrir stuðningi 30 þingmanna við frumvarpið. Hann þarf því aðeins tvö atkvæði til viðbótar til að gulltryggja stuðninginn. Hann segist búast við því að frumvarpið verði á dagskrá þingsins í september eða síðasta lagi október.Finnur Árnason forstjóri Haga365/ÞÞTelur frumvarpið til mikilla bótaFinnur Árnason, forstjóri Haga, telur frumvarpið til mikilla bóta en Hagar eru stærsta verslanafyrirtæki landsins og reka m.a. Hagkaup og Bónus. „Eins og frumvarpið lítur út þá er gert ráð fyrir sérstökum svæðum undir áfengi. Við erum tilbúnir að takast á við þessa verslun,“ segir Finnur. Sérðu fyrir þér að slík deild verði í öllum matvöruverslunum fyrirtækisins? „Ég held all flestum, þar sem við höfum pláss. Mér finnst þetta frumvarp skynsamlegt. Það má líta á þetta sem tvo þætti. Annars vegar er verið að taka verslunina úr ríkisforsjá sem ég tel eðlilegt og sjálfsagt. Hins vegar eru skynsamlegar tillögur sem koma fram í frumvarpinu þar sem reynt er að ná sátt um þessa breytingu,“ segir Finnur. Frumvarp Vilhjálms Árnasonar í heild sinni má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir „Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann“ Vilhjálmur Árnason og Ögmundur Jónasson voru gestir Björns Inga í Eyjunni í kvöld. 7. september 2014 22:34 Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann“ Vilhjálmur Árnason og Ögmundur Jónasson voru gestir Björns Inga í Eyjunni í kvöld. 7. september 2014 22:34
Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50