Samkeppnisbrot Mjólkursamsölunnar kalli á endurskoðun búvörulaga Höskuldur Kári Schram skrifar 23. september 2014 12:57 Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna í gær um 370 milljónir fyrir brot á samkeppnislögum. Mjólkurbúið KÚ, sem kvartaði til eftirlitsins, þurfti að greiða 17 prósent hærra verð fyrir hrámjólk en fyrirtæki sem eru tengd Mjólkursamsölunni. Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins segir að brot Mjólkursamsölunnar hafi verið alvarlegt og til þess fallið að skaða hagsmuni neytenda. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. „Við gerum þá kröfu að þetta ákvæði búvörulaga sem að undanþiggur mjólkuriðnaðinn og Mjólkursamsöluna frá mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga verði afnumið hið snarasta,“ segir Andrés. „Sektin er mjög há sem endurspeglar alvarleika brotsins. Brot MS sannar að það eru engin rök sem segja að þessi atvinnugrein, ein atvinnugreina á Íslandi, sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga.“ Andrés segir ljóst að neytendur hafi orði fyrir tjóni vegna þess og skorar á stjórnvöld og þá stjórnmálamenn sem vilja rétta hag hinna tekjulægstu að beita sér í málinu. „Hér er komið mjög gott tilefni fyrir þá sem hæst láta á þingi. Þá sem hæst tala um matarskatt og þvíumlíkt. Vilja þeir beita sér fyrir því að mjólkuriðnaðurinn verði undirsettur ákvæðum samkeppnislaga? Það er alvegt klárt að það mun koma neytendum í þessu landi til góða,“ segir Andrés. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna í gær um 370 milljónir fyrir brot á samkeppnislögum. Mjólkurbúið KÚ, sem kvartaði til eftirlitsins, þurfti að greiða 17 prósent hærra verð fyrir hrámjólk en fyrirtæki sem eru tengd Mjólkursamsölunni. Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins segir að brot Mjólkursamsölunnar hafi verið alvarlegt og til þess fallið að skaða hagsmuni neytenda. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. „Við gerum þá kröfu að þetta ákvæði búvörulaga sem að undanþiggur mjólkuriðnaðinn og Mjólkursamsöluna frá mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga verði afnumið hið snarasta,“ segir Andrés. „Sektin er mjög há sem endurspeglar alvarleika brotsins. Brot MS sannar að það eru engin rök sem segja að þessi atvinnugrein, ein atvinnugreina á Íslandi, sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga.“ Andrés segir ljóst að neytendur hafi orði fyrir tjóni vegna þess og skorar á stjórnvöld og þá stjórnmálamenn sem vilja rétta hag hinna tekjulægstu að beita sér í málinu. „Hér er komið mjög gott tilefni fyrir þá sem hæst láta á þingi. Þá sem hæst tala um matarskatt og þvíumlíkt. Vilja þeir beita sér fyrir því að mjólkuriðnaðurinn verði undirsettur ákvæðum samkeppnislaga? Það er alvegt klárt að það mun koma neytendum í þessu landi til góða,“ segir Andrés.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira