Hraunið að verða stærra en úr Heklugosinu 1947 Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2014 10:15 Hraunflæðið frá eldstöðinni er á við rennsli Þjórsár. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Hraunið sem myndast hefur er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í yfirliti sem birt var í gærkvöldi á vef Jarðvísindastofnunar um gosið í Holuhrauni. Það hefur nú staðið þrjár vikur og er ekkert lát á krafti þess. „Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, 0,8 rúmkílómetrar, en það gos stóð í 13 mánuði. Ef gosið Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð 0,8 rúmkílómetrum eftir tvær vikur,“ segir Magnús Tumi. Meðalhraunflæðið þessar þrjár vikur hefur samkvæmt nýrri mælingu verið á bilinu 230-350 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar er meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss um 350 rúmmetrar á sekúndu og Ölfusár við Selfoss um 370 rúmmetrar á sekúndu.Hraunjaðarinn kominn út í Jökulsá á Fjöllum. Dyngjujökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vettvangshópur Jarðvísindastofnunar mældi á föstudag og laugardag þykktir hraunsins í 12 sniðum allt frá gígum að jaðrinum við Jökulsá. Naut hópurinn aðstoðar mælingamanna frá Landsvirkjun. Jaðrar hraunsins eru að meðaltali 8 m háir norðan megin en mest er þykktin á miðlínu hraunsins, segir á vef Jarðvísindastofnunar. Ef farið er eftir miðlínunni frá gígum til austsuðaustur að jaðri við Jökulsá, er þykktin mest næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar. Meðalþykktin er nú nú talin vera 14 metrar.Útbreiðsla nýja hraunsins.Kort/Jarðvísindastofnun HÍ.Samkvæmt korti sem Ingibjörg Jónsdóttir á Jarðfræðistofnun hefur sett saman á grundvelli nýjustu gagna var flatarmál hraunsins um 37 ferkílómetrar á laugardag, Rúmmálið er metið sem margfeldi þykktar og flatarmáls og niðurstaðan er um 0,5 rúmkílómetrar. Óvissan er allavega 0.1 rúmkílómetri til eða frá. Bárðarbunga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Hraunið sem myndast hefur er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í yfirliti sem birt var í gærkvöldi á vef Jarðvísindastofnunar um gosið í Holuhrauni. Það hefur nú staðið þrjár vikur og er ekkert lát á krafti þess. „Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, 0,8 rúmkílómetrar, en það gos stóð í 13 mánuði. Ef gosið Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð 0,8 rúmkílómetrum eftir tvær vikur,“ segir Magnús Tumi. Meðalhraunflæðið þessar þrjár vikur hefur samkvæmt nýrri mælingu verið á bilinu 230-350 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar er meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss um 350 rúmmetrar á sekúndu og Ölfusár við Selfoss um 370 rúmmetrar á sekúndu.Hraunjaðarinn kominn út í Jökulsá á Fjöllum. Dyngjujökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vettvangshópur Jarðvísindastofnunar mældi á föstudag og laugardag þykktir hraunsins í 12 sniðum allt frá gígum að jaðrinum við Jökulsá. Naut hópurinn aðstoðar mælingamanna frá Landsvirkjun. Jaðrar hraunsins eru að meðaltali 8 m háir norðan megin en mest er þykktin á miðlínu hraunsins, segir á vef Jarðvísindastofnunar. Ef farið er eftir miðlínunni frá gígum til austsuðaustur að jaðri við Jökulsá, er þykktin mest næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar. Meðalþykktin er nú nú talin vera 14 metrar.Útbreiðsla nýja hraunsins.Kort/Jarðvísindastofnun HÍ.Samkvæmt korti sem Ingibjörg Jónsdóttir á Jarðfræðistofnun hefur sett saman á grundvelli nýjustu gagna var flatarmál hraunsins um 37 ferkílómetrar á laugardag, Rúmmálið er metið sem margfeldi þykktar og flatarmáls og niðurstaðan er um 0,5 rúmkílómetrar. Óvissan er allavega 0.1 rúmkílómetri til eða frá.
Bárðarbunga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira