„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 8. október 2014 11:43 Vísir/Samsett mynd „Ég trúi, þrátt fyrir allt,“ segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í Lettlandi. Hann fjallar um knattspyrnu og segir að stemningin í kringum liðið hafi oft verið betri. Töluvert er um meiðsli í leikmannahópi Lettlands og margir lykilmenn í liðinu eru þar að auki í lítilli sem engri leikæfingu. En þrátt fyrir það er Ilvars bjartsýnn á að heimavöllurinn muni reynast liðinu vel þegar íslenska landsliðið kemur í heimsókn á Skonto-leikvanginn á föstudagskvöld. „Þrátt fyrir að margir sterkir leikmenn eigi við meiðsli að stríða fá aðrir tækifæri og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir eiga heima í landsliðinu,“ bætti hann við en á mánudag taka Lettar á móti Tyrkjum hér í Riga. „Allir hér vita að Ísland og Tyrkland eru sigurstranglegri í þessum tveimur leikjum. En ég tel að við eigum alltaf möguleika á heimavelli.“ „Ísland er með sterkt lið. Leikmennirnir eru þekktari og spila með stærri liðum en okkar leikmenn. En ef við spilum þéttan varnarleik er möguleiki á góðum úrslitum. Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi og þremur stigum.“ „Leikmennirnir vita líka að ef þeir fá ekkert stig úr þessum tveimur leikjum þá er undankeppnin búin fyrir okkur og allir möguleikar úr sögunni.“ Lettland er með eitt stig eftir markalaust jafntefli gegn Kasakstan í síðasta mánuði. Ilvars var ekki ánægður með úrslitin, þó svo að vissulega hefði getað farið verr. „Það var þó gott að tapa ekki en það er erfitt að fara alla þessa leið. Það er spilað á gervigrasi í Kasakstan og þetta er mjög erfiður útivöllur.“ „Þetta var ekki auðvelt í fyrri hálfleik og við lágum mikið í vörn. En liðið skapaði sér nokkuð góð færi í síðari hálfleik. Vladislav Gabovs komst einn í gegn en lét verja frá sér og þá átti Andrejs Kovalovs skot í slá.“ Leikur Lettlands og Íslands hér í Riga hefst klukkan 18.45 á föstudagskvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira
„Ég trúi, þrátt fyrir allt,“ segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í Lettlandi. Hann fjallar um knattspyrnu og segir að stemningin í kringum liðið hafi oft verið betri. Töluvert er um meiðsli í leikmannahópi Lettlands og margir lykilmenn í liðinu eru þar að auki í lítilli sem engri leikæfingu. En þrátt fyrir það er Ilvars bjartsýnn á að heimavöllurinn muni reynast liðinu vel þegar íslenska landsliðið kemur í heimsókn á Skonto-leikvanginn á föstudagskvöld. „Þrátt fyrir að margir sterkir leikmenn eigi við meiðsli að stríða fá aðrir tækifæri og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir eiga heima í landsliðinu,“ bætti hann við en á mánudag taka Lettar á móti Tyrkjum hér í Riga. „Allir hér vita að Ísland og Tyrkland eru sigurstranglegri í þessum tveimur leikjum. En ég tel að við eigum alltaf möguleika á heimavelli.“ „Ísland er með sterkt lið. Leikmennirnir eru þekktari og spila með stærri liðum en okkar leikmenn. En ef við spilum þéttan varnarleik er möguleiki á góðum úrslitum. Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi og þremur stigum.“ „Leikmennirnir vita líka að ef þeir fá ekkert stig úr þessum tveimur leikjum þá er undankeppnin búin fyrir okkur og allir möguleikar úr sögunni.“ Lettland er með eitt stig eftir markalaust jafntefli gegn Kasakstan í síðasta mánuði. Ilvars var ekki ánægður með úrslitin, þó svo að vissulega hefði getað farið verr. „Það var þó gott að tapa ekki en það er erfitt að fara alla þessa leið. Það er spilað á gervigrasi í Kasakstan og þetta er mjög erfiður útivöllur.“ „Þetta var ekki auðvelt í fyrri hálfleik og við lágum mikið í vörn. En liðið skapaði sér nokkuð góð færi í síðari hálfleik. Vladislav Gabovs komst einn í gegn en lét verja frá sér og þá átti Andrejs Kovalovs skot í slá.“ Leikur Lettlands og Íslands hér í Riga hefst klukkan 18.45 á föstudagskvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira
Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11
Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03