Dómurunum haldið í tvo tíma eftir leik Arnar Björnsson skrifar 6. október 2014 10:55 Vísir/Andri Marinó Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að ástandið eftir leik liðsins gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildar karla hafi verið alvarlegt. Stjarnan vann leikinn, 2-1, á marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Fyrra mark Stjörnunnar var einnig umdeilt enda gáfu endursýningar í sjónvarpi í skyn að Ólafur Karl Finsen hafi verið rangstæður þegar hann skoraði. Halda þurfti aftur af Kassim Doumbia, leikmanni FH, eftir leikinn en hann var afar ósáttur við störf dómarans. Þá veittust áhorfendur að dómaratríóinu og brutu flagg annars aðstoðardómarans. „Ástandið var rosalegt eftir leikinn, við héldum dómaranum og aðstoðardómurunum í tvo tíma áður en við leyfðum þeim að yfirgefa Kaplakrika“, segir Jón Rúnar í samtali við fréttastofu. Hann segist bíða úrskurðar aganefndar KSÍ sem fundar á morgun. „Ég býst allt eins við að fá umvöndunarbréf og sekt,“ segir Jón Rúnar. „Við FH-ingar vildum ekki að leiktímanum yrði breytt m.a. vegna þess að við óttuðumst meiri ölvun og þess vegna yrði miklu erfiðara fyrir okkur að halda mönnum í skefjum, en á okkur var ekki hlustað.“ „Við nefndum það við dómarann fyrir leik að sú staða gæti komið upp að einhver eða einhverjir myndu hlaupa inná völlinn. Við báðum dómarann að ítreka við leikmenn að vera við því búnir og að þeir myndu ekkert aðhafast.“ Jón Rúnar er þungorður í garð annars aðstoðardómarans og segir að hann hafi gert alvarlegt mistök sem hefði kostað sitt. „Þessi sami aðstoðardómari öðlaðist arnar- og þrívíddarsjón þegar liðin mættust í fyrri leiknum, þá skoraði Stjarnan mark sem líkt og á laugardag var ólöglegt.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stjarnan Íslandsmeistari 2014 | Myndir Frábærar myndir frá úrslitaleiknum í Kaplakrika og fögnuði Stjörnumanna eftir hann. 4. október 2014 21:21 Jóhannes Valgeirsson: "Hræðileg ákvörðun“ "Þetta er agaleg ákvörðun,“ segir Jóhannes Valgeirsson. 4. október 2014 16:54 Flaggið sem aldrei fór á loft verður sent í viðgerð til útlanda Stuðningsmaður FH veittist að aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þorleifssyni. 5. október 2014 18:18 Vítið, lokamínúturnar og fagnaðarlæti Stjörnumanna Myndbönd frá Kaplakrika í dag. Blaðamaður Vísis var staddur á hliðarlínunni og náði skemmtilegum myndböndum. 4. október 2014 22:17 Doumbia trylltist eftir leik | Myndband Malímaðurinn átti erfitt með sig eftir að Stjarnan varð Íslandsmeistari. 4. október 2014 18:54 Sjáðu mörkin og rauða spjaldið í úrslitaleiknum | Myndbönd FH og Stjarnan eru að spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu. 4. október 2014 16:47 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að ástandið eftir leik liðsins gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildar karla hafi verið alvarlegt. Stjarnan vann leikinn, 2-1, á marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Fyrra mark Stjörnunnar var einnig umdeilt enda gáfu endursýningar í sjónvarpi í skyn að Ólafur Karl Finsen hafi verið rangstæður þegar hann skoraði. Halda þurfti aftur af Kassim Doumbia, leikmanni FH, eftir leikinn en hann var afar ósáttur við störf dómarans. Þá veittust áhorfendur að dómaratríóinu og brutu flagg annars aðstoðardómarans. „Ástandið var rosalegt eftir leikinn, við héldum dómaranum og aðstoðardómurunum í tvo tíma áður en við leyfðum þeim að yfirgefa Kaplakrika“, segir Jón Rúnar í samtali við fréttastofu. Hann segist bíða úrskurðar aganefndar KSÍ sem fundar á morgun. „Ég býst allt eins við að fá umvöndunarbréf og sekt,“ segir Jón Rúnar. „Við FH-ingar vildum ekki að leiktímanum yrði breytt m.a. vegna þess að við óttuðumst meiri ölvun og þess vegna yrði miklu erfiðara fyrir okkur að halda mönnum í skefjum, en á okkur var ekki hlustað.“ „Við nefndum það við dómarann fyrir leik að sú staða gæti komið upp að einhver eða einhverjir myndu hlaupa inná völlinn. Við báðum dómarann að ítreka við leikmenn að vera við því búnir og að þeir myndu ekkert aðhafast.“ Jón Rúnar er þungorður í garð annars aðstoðardómarans og segir að hann hafi gert alvarlegt mistök sem hefði kostað sitt. „Þessi sami aðstoðardómari öðlaðist arnar- og þrívíddarsjón þegar liðin mættust í fyrri leiknum, þá skoraði Stjarnan mark sem líkt og á laugardag var ólöglegt.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stjarnan Íslandsmeistari 2014 | Myndir Frábærar myndir frá úrslitaleiknum í Kaplakrika og fögnuði Stjörnumanna eftir hann. 4. október 2014 21:21 Jóhannes Valgeirsson: "Hræðileg ákvörðun“ "Þetta er agaleg ákvörðun,“ segir Jóhannes Valgeirsson. 4. október 2014 16:54 Flaggið sem aldrei fór á loft verður sent í viðgerð til útlanda Stuðningsmaður FH veittist að aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þorleifssyni. 5. október 2014 18:18 Vítið, lokamínúturnar og fagnaðarlæti Stjörnumanna Myndbönd frá Kaplakrika í dag. Blaðamaður Vísis var staddur á hliðarlínunni og náði skemmtilegum myndböndum. 4. október 2014 22:17 Doumbia trylltist eftir leik | Myndband Malímaðurinn átti erfitt með sig eftir að Stjarnan varð Íslandsmeistari. 4. október 2014 18:54 Sjáðu mörkin og rauða spjaldið í úrslitaleiknum | Myndbönd FH og Stjarnan eru að spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu. 4. október 2014 16:47 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Stjarnan Íslandsmeistari 2014 | Myndir Frábærar myndir frá úrslitaleiknum í Kaplakrika og fögnuði Stjörnumanna eftir hann. 4. október 2014 21:21
Jóhannes Valgeirsson: "Hræðileg ákvörðun“ "Þetta er agaleg ákvörðun,“ segir Jóhannes Valgeirsson. 4. október 2014 16:54
Flaggið sem aldrei fór á loft verður sent í viðgerð til útlanda Stuðningsmaður FH veittist að aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þorleifssyni. 5. október 2014 18:18
Vítið, lokamínúturnar og fagnaðarlæti Stjörnumanna Myndbönd frá Kaplakrika í dag. Blaðamaður Vísis var staddur á hliðarlínunni og náði skemmtilegum myndböndum. 4. október 2014 22:17
Doumbia trylltist eftir leik | Myndband Malímaðurinn átti erfitt með sig eftir að Stjarnan varð Íslandsmeistari. 4. október 2014 18:54
Sjáðu mörkin og rauða spjaldið í úrslitaleiknum | Myndbönd FH og Stjarnan eru að spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu. 4. október 2014 16:47