Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Tryggvi Ólafsson skrifar 3. október 2014 07:00 Gunnar hefur sigrað fyrstu fjóra andstæðinga sína í UFC á sannfærandi hátt. Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga UFC Fight Night í Globen-höllinni í Stokkhólmi. Uppgangur Gunnars innan UFC, úrvalsdeild blandaðra bardagaíþrótta, hefur verið ævintýri líkastur og á morgun mun hann freista þess að bæta enn einni skrautfjöður í hattinn. Vísir hefur, í samstarfi við Stöð 2 Sport og MMA fréttir, fylgst með mögnuðum ferli Gunnars og til að hita upp fyrir morgundaginn má hér sjá myndbönd og umfjallanir frá síðustu bardögum.Alexander Butenko Fyrsti bardaginn sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport var á móti Úkraínumanninum Alexander Butenko í febrúar 2012 og var það jafnframt síðasta viðureign Gunnars áður en hann gekk til liðs við UFC. Það er skemmst frá því að segja að Butenko átti aldrei möguleika í Gunnar sem hafði sigur í fyrstu lotu með armlás eftir mikla yfirburði. Gunnar var hógvær eftir bardagann og í samtali við Vísi sagði hann: „Bardaginn fór á mína vegu frá byrjun og hann komst ekkert áleiðis. Það var einhvern veginn ekkert sem gekk ekki upp. Ekki að það hafi ekki verið átök. Hann var fljótur að stífna upp og þá verða allar hreyfingar svo augljósar. Þá gengur ekkert upp hjá honum, hann þreytist fljótt og missir allan vilja.“ Fljótlega eftir bardagann við Butenko skrifaði Gunnar undir hjá UFC og var þá formlega kominn í hóp þeirra bestu.DeMarques Johnson Fyrsti andstæðingur Gunnars innan UFC var Bandaríkjamaðurinn DeMarques Johnson sem hljóp í skarðið fyrir hinn þýska Pascal Krauss, sem átti upphaflega að mæta Gunnari en var frá vegna meiðsla. Gunnari lét sér fátt um finnast þó skipt hafi verið um andstæðing og mættust þeir Johnson 29. september 2012. Bardaginn fór fram í Nottingham á Englandi og var sigur okkar manns aldrei í hættu. Gunnar gaf tóninn strax á fyrstu sekúndunum með hásparki og eftir að hafa tekið Johnson í gólfið í fyrstu lotu og náð yfirburðastöðu lét hann höggin dynja og gafst Johnson loks upp eftir hengingartak. Dana White, forseti UFC, var viðstaddur bardagann og hreifst af yfirburðum Gunnars og sagði hann dreng góðan:Wow!!! Gunnar Nelson is awesome — Dana White (@danawhite) September 29, 2012 Eftir bardagann spjallaði Bubbi Morthens við Gunnar sem útskýrði ákvarðanir sínar í búrinu með yfirvegun, líkt og um vinalega yfirheyrslu væri að ræða. Þótti nú ljóst að Gunnar ætti sannarlega erindi í UFC.Jorge Santiago Upphaflega átti Gunnar að mæta Justin Edwards frá Bandaríkjunum, en hann meiddist líkt og forveri hans. Var þá þaulreyndur Brasilíumaður, Jorge Santiago fenginn í hans stað. Gunnar kippti sér ekki upp við þessar tilfærslur þegar Fréttablaðið tók hann tali: „Það breytir voða litlu fyrir mig þó svo að það hafi verið skipt um andstæðing, enda er ég fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég ætla að gera – ekki því sem aðrir gera.“ Bardagi Gunnars og Santiago fór fram á Wembley-Arena þann 16. febrúar 2013 og keppti Gunnar nú í fyrsta sinn á svokölluðu Main Card og var viðureign hans við Santiago einn af aðalviðburðum kvöldsins. Gunnar átti í smávægilegum vandræðum með andstæðing sinn í upphafi, en þegar leið á kom hann sér meira inn í bardagann og endaði fyrsta lota nokkuð jöfn. Í annarri lotu var aðeins einn maður í hringnum, en Gunnar gjörsamlega rústaði Jorge Santiago og barði hann ítrekað. Brasilíumaðurinn stóð varla í lappirnar og leit allt út fyrir að Gunnar myndi klára þetta. Santiago þraukaði, en í þriðju lotu var hann gersamlega búinn á því og átti orðið erfitt með að fóta sig. Dómarar voru einróma í ákvörðun sinni og vann Gunnar á stigum eftir frábæra frammistöðu. Sigurinn fleytti honum upp í 19. sæti á heimslista Fight Matrix í veltivigt og fór hann upp um heil 44. sæti. Fólk innan UFC var nú farið að taka eftir Gunnari og ljóst að hann var kominn vel á veg með að verða eitt stærsta nafnið í sínum þyngdarflokki. Í viðtali eftir bardagann kvaðst Gunnar ætla að taka sér pásu. Hann var hins vegar orðinn sjóðheitt nafn innan UFC og þegar honum bauðst að kljást við Mike Pyle í Las Vegas ákvað hann að slá til. Pyle fór mikinn í aðdraganda bardagans og sagðist ætla að að ganga frá Gunnari. Slæm meiðsli settu strik í reikninginn og þurfti Gunnar að fara í aðgerð vegna rifins liðþófa og ljóst að ekkert yrði af bardaganum. Staðgengill var fenginn í stað Gunnars og var það enginn annar en Rick Story, sem Gunnar mætir á morgun.UFC 160 news at night - @gunninelson injured, @Rick_Story now fighting @mike_pyle Memorial Day weekend in Vegas — UFC (@ufc) April 10, 2013 Story endaði á að tapa eftir úrskurð dómara. Í lok árs var Gunnar orðinn góður af meiðslum og hafist var handa við að finna næsta andstæðing. Sá leit dagsins ljós í formi Rússans Omari Akhmedov, sem sér eflaust í dag eftir að hafa tekið þeirri áskorun.Omari AkhmedovSpennan var gríðarleg fyrir þriðja bardaga Gunnars í UFC og óhætt að segja að hálfgert Nelson-æði hafi gripið um sig meðal Íslendinga. Þótti Gunnar hafa fengið verðugan mótherja í Akhmedov sem var á mikilli siglingu og hafði unnið 11 bardaga í röð. Sigurgöngu hans lauk í London í mars síðastliðnum er Gunnar sneri til leiks sterkari en nokkru sinni og kláraði Rússann í fyrstu lotu. Yfirburðir Gunnars voru miklir og átti Akhmedov aldrei möguleika. Eftir að hafa gert honum lífið leitt með öflugum höggum í andlitið var aftakan stöðvuð þegar Gunnar hengdi Rússann með „Guillotine Choke“ hálstaki. Eftir bardagann sagðist Gunnari líða ótrúlega vel og að hann elskaði að berjast á Englandi. Spurður út í áætlun sína fyrir Akhmedov hafði hann þetta að segja: „Nei, það var engin áætlun frekar en venjulega. Ég sem það eins og bardaginn þróast. Ég var að þreifa á honum - fá tilfinningu fyrir honum og hans hreyfingum. Ég sá svo opnun og lét vaða.“ Nú þekktu allir aðdáendur UFC nafn Gunnars Nelson og eftir sigurinn á Akhmedov var hann talinn meðal 15 bestu í sínum þyngdarflokki. Eftir bardagann fékk Gunnar aftur lof frá Dana White sem verðlaunaði hann með frammistöðubónus upp á 50 þúsund dali og sagði í kjölfarið: „Hann leit stórkostlega vel út í kvöld. Hugsið um það, hann er búinn að vera meiddur í töluverðan tíma, kemur til baka og berst við grjótharðan mann. Gunnar leit stórkostlega út og ég var hæstánægður með frammistöðu hans.“Zak Cummings Í júlí var svo öllu tjaldað til fyrir næsta bardaga, sem fór fram í Dublin á Írlandi og var Gunnar, ásamt æfingafélaga sínum og heimamanninum Conor McGregor, aðalnúmer kvöldsins. Upphaflega átti Gunnar að mæta hinum ósigraða Ryan LaFlare frá Bandaríkjunum en ekkert varð af því þar sem LaFlare bakkaði út vegna hnjámeiðsla og í hans stað kom annar Kani að nafni Zak Cummings.Ryan LaFlare is out of #UFCDublin. Gunnar Nelson will now face Zak Cummings. Tickets on general sale June 6th. pic.twitter.com/MRBEA5SK5z — UFC United Kingdom (@UFC_UK) May 28, 2014 Cummings átti að baki 20 bardaga í MMA, þar af tvo í UFC og hafði unnið báða. Hann þótti ekki síðri bardagamaður en LaFlare, þrátt fyrir að vera ekki jafn hátt skrifaður. Glímumaður með mikla reynslu sem búist var við að myndi veita Gunnari harða keppni. Stemningin í höfuðborg Írlands þetta kvöld var ótrúleg og búist við miklu af Gunnari og þá sérstaklega McGregor, sem var ekki spar á yfirlýsingar fyrir bardaga sinn. Dublin gekk af göflunum í aðdraganda kvöldsins og sem dæmi um áhuga Íra var uppselt á vigtunina daginn áður og sagði Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, enga íþrótt í eins miklum uppgangi. „Það eru 5.000 manns að borga sig inn á vigtun og 350 milljónir manna sem horfa á bardagakvöldið í sjónvarpi.“ Viðureign Gunnars og Cummings fór rólega af stað og þreifuðu þeir á hvorum öðrum í fyrstu lotu og augljóst að Cummings ætlaði ekki að taka neina áhættu. Leikskipulag hans snerist um að koma Gunnari á óvart og forðast að fara í gólfið. Það tókst upp þar til ein mistök urðu til þess að Gunnar náði að rífa hann í gólfið og þegar þangað var komið var aldrei spurning hvernig bardaginn færi. Eftir að hafa veitt Cummings nokkur vel valin högg náði Gunnar hálstaki og var það meira en Bandaríkjamaðurinn þoldi og gafst hann upp í kjölfarið. Í viðtali á Bylgjunni stuttu eftir bardagann sagðist Gunnar aldrei áður hafa upplifað eins mikla orku í áhorfendum: „Þeir öskruðu allir. Hver einasti maður þarna inni. Maður beið eftir að þakið myndi fljúga af.“ Á blaðamannafundi í lok kvöldsins mættu níu bardagamenn í misjöfnu ástandi, sumir illa farnir með glóðaraugu, mar og skurði. Gunnar var aftur á móti varla sveittur og sagðist sáttur: „Ég var ánægður með hvernig mér tókst að berjast standandi. Það tók tíma að ná takti og komast inn í bardagann. Zak er sterkur bardagamaður og suma þarf að brjóta niður rólega. Zak vissi alltaf hvað hann var að gera. Ég bætti í hraðann í annarri lotu og ég er ánægður með hvernig mér tókst að loka þessum bardaga.“ Dana White virtist einnig ánægður með Gunnar því hann reif upp veskið á ný og lét hann fá dágóða summu fyrir bestu frammistöðu kvöldsins.Vel virtist fara á með þeim félögum Gunnari Nelson og Rick Story þegar þeir hittust á laugardaginn.VÍSIR/GETTYEftir magnað kvöld í Dublin færðist Gunnar upp um eitt sæti á styrkleikalista UFC og er sem stendur í 12. sæti. UFC bauð Gunnari í kjölfarið að fara fyrir næsta bardagakvöldi, sem fer fram í Stokkhólmi á morgun. Þykir þetta mikill heiður og sýnir hversu mikils hann er metinn innan sambandsins.#ICYMI Gunnar Nelson vs. Rick Story announced for #UFCStockholm main event on Oct 4. Tickets on sale Aug 22: https://t.co/auHoMT4IN4 — UFC United Kingdom (@UFC_UK) August 8, 2014 Eins og fyrr segir er andstæðingur Gunnars reynsluboltinn Rick Story og í viðtali var hann spurður hreint út hvort hann væri ekki einfaldlega lamb sem fórnað verður fyrir Gunnar í Svíþjóð, þar sem Íslendingurinn verður nánast á heimavelli. Story er þessu ekki sammála: „Sumir líta á það þannig, en það geri ég ekki. Þetta er frábær bardagi fyrir mig og gefur mér tækifæri á að sýna að ég get klifrað aftur á toppinn,“ sagði Story sem hefur miklar mætur á Gunnari. „Gunnar hefur staðið sig frábærlega í UFC. Allt frá því ég sá hann í fyrsta skipti vissi ég að hann myndi komast hratt á toppinn. Því er ég mjög spenntur að mæta Gunnari og sérstaklega í Svíþjóð. Þetta er bardagi fyrir hann til að sýna hversu góður hann er og eins fyrir mig að sýna hvað ég get. Fyrir síðasta bardaga skipti ég um æfingastað og stóð mig vel. Við höfum báðir eitthvað að sanna,“ sagði Rick Story.Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið og í beinni textalýsingu á Vísi. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér. MMA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga UFC Fight Night í Globen-höllinni í Stokkhólmi. Uppgangur Gunnars innan UFC, úrvalsdeild blandaðra bardagaíþrótta, hefur verið ævintýri líkastur og á morgun mun hann freista þess að bæta enn einni skrautfjöður í hattinn. Vísir hefur, í samstarfi við Stöð 2 Sport og MMA fréttir, fylgst með mögnuðum ferli Gunnars og til að hita upp fyrir morgundaginn má hér sjá myndbönd og umfjallanir frá síðustu bardögum.Alexander Butenko Fyrsti bardaginn sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport var á móti Úkraínumanninum Alexander Butenko í febrúar 2012 og var það jafnframt síðasta viðureign Gunnars áður en hann gekk til liðs við UFC. Það er skemmst frá því að segja að Butenko átti aldrei möguleika í Gunnar sem hafði sigur í fyrstu lotu með armlás eftir mikla yfirburði. Gunnar var hógvær eftir bardagann og í samtali við Vísi sagði hann: „Bardaginn fór á mína vegu frá byrjun og hann komst ekkert áleiðis. Það var einhvern veginn ekkert sem gekk ekki upp. Ekki að það hafi ekki verið átök. Hann var fljótur að stífna upp og þá verða allar hreyfingar svo augljósar. Þá gengur ekkert upp hjá honum, hann þreytist fljótt og missir allan vilja.“ Fljótlega eftir bardagann við Butenko skrifaði Gunnar undir hjá UFC og var þá formlega kominn í hóp þeirra bestu.DeMarques Johnson Fyrsti andstæðingur Gunnars innan UFC var Bandaríkjamaðurinn DeMarques Johnson sem hljóp í skarðið fyrir hinn þýska Pascal Krauss, sem átti upphaflega að mæta Gunnari en var frá vegna meiðsla. Gunnari lét sér fátt um finnast þó skipt hafi verið um andstæðing og mættust þeir Johnson 29. september 2012. Bardaginn fór fram í Nottingham á Englandi og var sigur okkar manns aldrei í hættu. Gunnar gaf tóninn strax á fyrstu sekúndunum með hásparki og eftir að hafa tekið Johnson í gólfið í fyrstu lotu og náð yfirburðastöðu lét hann höggin dynja og gafst Johnson loks upp eftir hengingartak. Dana White, forseti UFC, var viðstaddur bardagann og hreifst af yfirburðum Gunnars og sagði hann dreng góðan:Wow!!! Gunnar Nelson is awesome — Dana White (@danawhite) September 29, 2012 Eftir bardagann spjallaði Bubbi Morthens við Gunnar sem útskýrði ákvarðanir sínar í búrinu með yfirvegun, líkt og um vinalega yfirheyrslu væri að ræða. Þótti nú ljóst að Gunnar ætti sannarlega erindi í UFC.Jorge Santiago Upphaflega átti Gunnar að mæta Justin Edwards frá Bandaríkjunum, en hann meiddist líkt og forveri hans. Var þá þaulreyndur Brasilíumaður, Jorge Santiago fenginn í hans stað. Gunnar kippti sér ekki upp við þessar tilfærslur þegar Fréttablaðið tók hann tali: „Það breytir voða litlu fyrir mig þó svo að það hafi verið skipt um andstæðing, enda er ég fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég ætla að gera – ekki því sem aðrir gera.“ Bardagi Gunnars og Santiago fór fram á Wembley-Arena þann 16. febrúar 2013 og keppti Gunnar nú í fyrsta sinn á svokölluðu Main Card og var viðureign hans við Santiago einn af aðalviðburðum kvöldsins. Gunnar átti í smávægilegum vandræðum með andstæðing sinn í upphafi, en þegar leið á kom hann sér meira inn í bardagann og endaði fyrsta lota nokkuð jöfn. Í annarri lotu var aðeins einn maður í hringnum, en Gunnar gjörsamlega rústaði Jorge Santiago og barði hann ítrekað. Brasilíumaðurinn stóð varla í lappirnar og leit allt út fyrir að Gunnar myndi klára þetta. Santiago þraukaði, en í þriðju lotu var hann gersamlega búinn á því og átti orðið erfitt með að fóta sig. Dómarar voru einróma í ákvörðun sinni og vann Gunnar á stigum eftir frábæra frammistöðu. Sigurinn fleytti honum upp í 19. sæti á heimslista Fight Matrix í veltivigt og fór hann upp um heil 44. sæti. Fólk innan UFC var nú farið að taka eftir Gunnari og ljóst að hann var kominn vel á veg með að verða eitt stærsta nafnið í sínum þyngdarflokki. Í viðtali eftir bardagann kvaðst Gunnar ætla að taka sér pásu. Hann var hins vegar orðinn sjóðheitt nafn innan UFC og þegar honum bauðst að kljást við Mike Pyle í Las Vegas ákvað hann að slá til. Pyle fór mikinn í aðdraganda bardagans og sagðist ætla að að ganga frá Gunnari. Slæm meiðsli settu strik í reikninginn og þurfti Gunnar að fara í aðgerð vegna rifins liðþófa og ljóst að ekkert yrði af bardaganum. Staðgengill var fenginn í stað Gunnars og var það enginn annar en Rick Story, sem Gunnar mætir á morgun.UFC 160 news at night - @gunninelson injured, @Rick_Story now fighting @mike_pyle Memorial Day weekend in Vegas — UFC (@ufc) April 10, 2013 Story endaði á að tapa eftir úrskurð dómara. Í lok árs var Gunnar orðinn góður af meiðslum og hafist var handa við að finna næsta andstæðing. Sá leit dagsins ljós í formi Rússans Omari Akhmedov, sem sér eflaust í dag eftir að hafa tekið þeirri áskorun.Omari AkhmedovSpennan var gríðarleg fyrir þriðja bardaga Gunnars í UFC og óhætt að segja að hálfgert Nelson-æði hafi gripið um sig meðal Íslendinga. Þótti Gunnar hafa fengið verðugan mótherja í Akhmedov sem var á mikilli siglingu og hafði unnið 11 bardaga í röð. Sigurgöngu hans lauk í London í mars síðastliðnum er Gunnar sneri til leiks sterkari en nokkru sinni og kláraði Rússann í fyrstu lotu. Yfirburðir Gunnars voru miklir og átti Akhmedov aldrei möguleika. Eftir að hafa gert honum lífið leitt með öflugum höggum í andlitið var aftakan stöðvuð þegar Gunnar hengdi Rússann með „Guillotine Choke“ hálstaki. Eftir bardagann sagðist Gunnari líða ótrúlega vel og að hann elskaði að berjast á Englandi. Spurður út í áætlun sína fyrir Akhmedov hafði hann þetta að segja: „Nei, það var engin áætlun frekar en venjulega. Ég sem það eins og bardaginn þróast. Ég var að þreifa á honum - fá tilfinningu fyrir honum og hans hreyfingum. Ég sá svo opnun og lét vaða.“ Nú þekktu allir aðdáendur UFC nafn Gunnars Nelson og eftir sigurinn á Akhmedov var hann talinn meðal 15 bestu í sínum þyngdarflokki. Eftir bardagann fékk Gunnar aftur lof frá Dana White sem verðlaunaði hann með frammistöðubónus upp á 50 þúsund dali og sagði í kjölfarið: „Hann leit stórkostlega vel út í kvöld. Hugsið um það, hann er búinn að vera meiddur í töluverðan tíma, kemur til baka og berst við grjótharðan mann. Gunnar leit stórkostlega út og ég var hæstánægður með frammistöðu hans.“Zak Cummings Í júlí var svo öllu tjaldað til fyrir næsta bardaga, sem fór fram í Dublin á Írlandi og var Gunnar, ásamt æfingafélaga sínum og heimamanninum Conor McGregor, aðalnúmer kvöldsins. Upphaflega átti Gunnar að mæta hinum ósigraða Ryan LaFlare frá Bandaríkjunum en ekkert varð af því þar sem LaFlare bakkaði út vegna hnjámeiðsla og í hans stað kom annar Kani að nafni Zak Cummings.Ryan LaFlare is out of #UFCDublin. Gunnar Nelson will now face Zak Cummings. Tickets on general sale June 6th. pic.twitter.com/MRBEA5SK5z — UFC United Kingdom (@UFC_UK) May 28, 2014 Cummings átti að baki 20 bardaga í MMA, þar af tvo í UFC og hafði unnið báða. Hann þótti ekki síðri bardagamaður en LaFlare, þrátt fyrir að vera ekki jafn hátt skrifaður. Glímumaður með mikla reynslu sem búist var við að myndi veita Gunnari harða keppni. Stemningin í höfuðborg Írlands þetta kvöld var ótrúleg og búist við miklu af Gunnari og þá sérstaklega McGregor, sem var ekki spar á yfirlýsingar fyrir bardaga sinn. Dublin gekk af göflunum í aðdraganda kvöldsins og sem dæmi um áhuga Íra var uppselt á vigtunina daginn áður og sagði Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, enga íþrótt í eins miklum uppgangi. „Það eru 5.000 manns að borga sig inn á vigtun og 350 milljónir manna sem horfa á bardagakvöldið í sjónvarpi.“ Viðureign Gunnars og Cummings fór rólega af stað og þreifuðu þeir á hvorum öðrum í fyrstu lotu og augljóst að Cummings ætlaði ekki að taka neina áhættu. Leikskipulag hans snerist um að koma Gunnari á óvart og forðast að fara í gólfið. Það tókst upp þar til ein mistök urðu til þess að Gunnar náði að rífa hann í gólfið og þegar þangað var komið var aldrei spurning hvernig bardaginn færi. Eftir að hafa veitt Cummings nokkur vel valin högg náði Gunnar hálstaki og var það meira en Bandaríkjamaðurinn þoldi og gafst hann upp í kjölfarið. Í viðtali á Bylgjunni stuttu eftir bardagann sagðist Gunnar aldrei áður hafa upplifað eins mikla orku í áhorfendum: „Þeir öskruðu allir. Hver einasti maður þarna inni. Maður beið eftir að þakið myndi fljúga af.“ Á blaðamannafundi í lok kvöldsins mættu níu bardagamenn í misjöfnu ástandi, sumir illa farnir með glóðaraugu, mar og skurði. Gunnar var aftur á móti varla sveittur og sagðist sáttur: „Ég var ánægður með hvernig mér tókst að berjast standandi. Það tók tíma að ná takti og komast inn í bardagann. Zak er sterkur bardagamaður og suma þarf að brjóta niður rólega. Zak vissi alltaf hvað hann var að gera. Ég bætti í hraðann í annarri lotu og ég er ánægður með hvernig mér tókst að loka þessum bardaga.“ Dana White virtist einnig ánægður með Gunnar því hann reif upp veskið á ný og lét hann fá dágóða summu fyrir bestu frammistöðu kvöldsins.Vel virtist fara á með þeim félögum Gunnari Nelson og Rick Story þegar þeir hittust á laugardaginn.VÍSIR/GETTYEftir magnað kvöld í Dublin færðist Gunnar upp um eitt sæti á styrkleikalista UFC og er sem stendur í 12. sæti. UFC bauð Gunnari í kjölfarið að fara fyrir næsta bardagakvöldi, sem fer fram í Stokkhólmi á morgun. Þykir þetta mikill heiður og sýnir hversu mikils hann er metinn innan sambandsins.#ICYMI Gunnar Nelson vs. Rick Story announced for #UFCStockholm main event on Oct 4. Tickets on sale Aug 22: https://t.co/auHoMT4IN4 — UFC United Kingdom (@UFC_UK) August 8, 2014 Eins og fyrr segir er andstæðingur Gunnars reynsluboltinn Rick Story og í viðtali var hann spurður hreint út hvort hann væri ekki einfaldlega lamb sem fórnað verður fyrir Gunnar í Svíþjóð, þar sem Íslendingurinn verður nánast á heimavelli. Story er þessu ekki sammála: „Sumir líta á það þannig, en það geri ég ekki. Þetta er frábær bardagi fyrir mig og gefur mér tækifæri á að sýna að ég get klifrað aftur á toppinn,“ sagði Story sem hefur miklar mætur á Gunnari. „Gunnar hefur staðið sig frábærlega í UFC. Allt frá því ég sá hann í fyrsta skipti vissi ég að hann myndi komast hratt á toppinn. Því er ég mjög spenntur að mæta Gunnari og sérstaklega í Svíþjóð. Þetta er bardagi fyrir hann til að sýna hversu góður hann er og eins fyrir mig að sýna hvað ég get. Fyrir síðasta bardaga skipti ég um æfingastað og stóð mig vel. Við höfum báðir eitthvað að sanna,“ sagði Rick Story.Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið og í beinni textalýsingu á Vísi. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér.
MMA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira