Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. október 2014 14:10 Vísir / Arnþór Persónuvernd hefur formlega óskað eftir upplýsingum um hvernig lögreglan ætlaði að tryggja öryggi persónuupplýsinga sem koma fram í skýrslu lögreglunnar um mótmæli í kringum hrun. Kjarninn greindi frá málinu í morgun en Persónuvernd hefur nú birt bréf sitt til lögreglunnar. Lögreglan birti fyrir helgi skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, um mótmæli á árunum 2008 til 2011. Í skýrslunni koma fram ýmsar upplýsingar um mótmælendur og aðgerðir lögreglunnar í tengslum við mótmæli sem fram fóru á tímabilinu. Skýrslan var afhent í kjölfar þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að lögreglu bæri að afhenda skýrsluna með þeim fyrirvara að afmá ætti tilteknar upplýsingar. Líkt og greint hefur verið frá áttu sér stað mistök við vinnslu skýrslunnar hjá lögreglu og er hægt að skoða persónugreinanlegar upplýsingar í henni sem átti að afmá. Bréf Persónuverndar lögreglu var birt síðdegis í dag þar sem fram kemur að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi frest til 11. nóvember næstkomandi til að svara spurningum stofnunarinnar.Spurningarnar eru eftirfarandi:1. Með hvaða hætti hugðist lögreglan tryggja öryggi þeirri persónuupplýsinga sem finna mátti í skýrslunni, þ.e. hvaða tæknilegu og skipulagslegu öryggisráðstafanir voru viðhafðar áður en umræddri skýrslu var miðlað? 2. Hvað olli því að umræddar öryggisráðstafanir mistókust og viðkvæmar persónuupplýsingar bárust óviðkomandi. 3. Hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila, m.a. þar sem kveðið er á um afmáun persónuupplýsinga, og ef svo, óskar stofnunin eftir að sér berist afrit af slíkum reglum eða verkferlum. 4. Til hvaða ráðstafana lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gripið til í kjölfar atviksins í þeim tilgangi að tryggja að sambærileg mistök verði ekki endurtekin.Uppfært klukkan 15.32 eftir að Persónuvernd birti bréf sitt til lögreglunnar. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Persónuvernd hefur formlega óskað eftir upplýsingum um hvernig lögreglan ætlaði að tryggja öryggi persónuupplýsinga sem koma fram í skýrslu lögreglunnar um mótmæli í kringum hrun. Kjarninn greindi frá málinu í morgun en Persónuvernd hefur nú birt bréf sitt til lögreglunnar. Lögreglan birti fyrir helgi skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, um mótmæli á árunum 2008 til 2011. Í skýrslunni koma fram ýmsar upplýsingar um mótmælendur og aðgerðir lögreglunnar í tengslum við mótmæli sem fram fóru á tímabilinu. Skýrslan var afhent í kjölfar þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að lögreglu bæri að afhenda skýrsluna með þeim fyrirvara að afmá ætti tilteknar upplýsingar. Líkt og greint hefur verið frá áttu sér stað mistök við vinnslu skýrslunnar hjá lögreglu og er hægt að skoða persónugreinanlegar upplýsingar í henni sem átti að afmá. Bréf Persónuverndar lögreglu var birt síðdegis í dag þar sem fram kemur að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi frest til 11. nóvember næstkomandi til að svara spurningum stofnunarinnar.Spurningarnar eru eftirfarandi:1. Með hvaða hætti hugðist lögreglan tryggja öryggi þeirri persónuupplýsinga sem finna mátti í skýrslunni, þ.e. hvaða tæknilegu og skipulagslegu öryggisráðstafanir voru viðhafðar áður en umræddri skýrslu var miðlað? 2. Hvað olli því að umræddar öryggisráðstafanir mistókust og viðkvæmar persónuupplýsingar bárust óviðkomandi. 3. Hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila, m.a. þar sem kveðið er á um afmáun persónuupplýsinga, og ef svo, óskar stofnunin eftir að sér berist afrit af slíkum reglum eða verkferlum. 4. Til hvaða ráðstafana lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gripið til í kjölfar atviksins í þeim tilgangi að tryggja að sambærileg mistök verði ekki endurtekin.Uppfært klukkan 15.32 eftir að Persónuvernd birti bréf sitt til lögreglunnar.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira