KR vill fá Rasmus - Bjarni ræðir við Guðmund eftir helgina Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2014 13:18 Guðmundur Reynir Gunnarsson og Rasmus Christiansen. vísir/daníel/vilhelm Danski miðvörðurinn RasmusChristiansen gæti verið á leiðinni í KR, en samkvæmt heimildum Vísis hefur Vesturbæjarliðið mikinn áhuga á að semja við hann. Rasmus lék þrjú sumur með ÍBV frá 2010-2012 við góðan orðstír og var gerður að fyrirliða liðsins, en hann hefur spilað undanfarin tvö ár með norska B-deildarliðinu Ull/Kisa. „Hann er einn af nokkrum sem við erum að skoða. Þetta mál er bara í athugun. Meira get ég ekki sagt um þetta á þessari stundu,“ segir BjarniGuðjónsson, nýráðinn þjálfari KR, í samtali við Vísi. Rasmus er góðvinur Stefáns Loga Magnússonar, markvarðar KR, en þeir spiluðu saman hjá Ull/Kisa í fyrra.Bjarni Guðjónsson.vísir/valli„Það gekk mjög vel hjá okkur Stefáni Loga að spila saman og við höfum spjallað mikið saman um það. Ég fór í heimsókn til hans og æfði aðeins með KR en það var ekkert meira en það,“ sagði Rasmus við Vísi fyrr í sumar. Daninn varð fyrir því óláni að slíta krossband í sumar og fór í aðgerð í maí. Hann sagði við Vísi í sumar að draumur hans væri að fara í betri deild, en möguleiki væri að koma aftur til Íslands til að koma sér aftur í gang. „Það er alveg möguleiki að fara aftur til Íslands. Það er kannski fín hugmynd til að fá hnéð aftur í gang. Ef maður getur byrjað að æfa í janúar og tímabilið hefst ekki fyrr en í maí hentar það vel til að passa að krossbandið sé í lagi. Mér líst líka vel á að koma aftur til Íslands. Ég þekki mikið af fólki þar og líður vel á Íslandi,“ sagði Rasmus Christiansen við Vísi. Þá ætlar Bjarni Guðjónsson einnig að telja Guðmundi Reyni Gunnarssyni, vinstri bakverði KR, hughvarf um að hætta í fótbolta. Guðmundur gaf það út að ferlinum væri lokið undir lok tímabilsins og fékk hálfgerðan kveðjuleik í lokaumferðinni. „Ég heyri í Mumma eftir helgina. Hann verður með. Það hlýtur bara að vera,“ segir Bjarni Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rasmus: Stefán Logi búinn að tala við mig Kemur til til greina hjá danska miðverðinum að spila aftur á Íslandi. 1. október 2014 14:06 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Danski miðvörðurinn RasmusChristiansen gæti verið á leiðinni í KR, en samkvæmt heimildum Vísis hefur Vesturbæjarliðið mikinn áhuga á að semja við hann. Rasmus lék þrjú sumur með ÍBV frá 2010-2012 við góðan orðstír og var gerður að fyrirliða liðsins, en hann hefur spilað undanfarin tvö ár með norska B-deildarliðinu Ull/Kisa. „Hann er einn af nokkrum sem við erum að skoða. Þetta mál er bara í athugun. Meira get ég ekki sagt um þetta á þessari stundu,“ segir BjarniGuðjónsson, nýráðinn þjálfari KR, í samtali við Vísi. Rasmus er góðvinur Stefáns Loga Magnússonar, markvarðar KR, en þeir spiluðu saman hjá Ull/Kisa í fyrra.Bjarni Guðjónsson.vísir/valli„Það gekk mjög vel hjá okkur Stefáni Loga að spila saman og við höfum spjallað mikið saman um það. Ég fór í heimsókn til hans og æfði aðeins með KR en það var ekkert meira en það,“ sagði Rasmus við Vísi fyrr í sumar. Daninn varð fyrir því óláni að slíta krossband í sumar og fór í aðgerð í maí. Hann sagði við Vísi í sumar að draumur hans væri að fara í betri deild, en möguleiki væri að koma aftur til Íslands til að koma sér aftur í gang. „Það er alveg möguleiki að fara aftur til Íslands. Það er kannski fín hugmynd til að fá hnéð aftur í gang. Ef maður getur byrjað að æfa í janúar og tímabilið hefst ekki fyrr en í maí hentar það vel til að passa að krossbandið sé í lagi. Mér líst líka vel á að koma aftur til Íslands. Ég þekki mikið af fólki þar og líður vel á Íslandi,“ sagði Rasmus Christiansen við Vísi. Þá ætlar Bjarni Guðjónsson einnig að telja Guðmundi Reyni Gunnarssyni, vinstri bakverði KR, hughvarf um að hætta í fótbolta. Guðmundur gaf það út að ferlinum væri lokið undir lok tímabilsins og fékk hálfgerðan kveðjuleik í lokaumferðinni. „Ég heyri í Mumma eftir helgina. Hann verður með. Það hlýtur bara að vera,“ segir Bjarni Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rasmus: Stefán Logi búinn að tala við mig Kemur til til greina hjá danska miðverðinum að spila aftur á Íslandi. 1. október 2014 14:06 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Rasmus: Stefán Logi búinn að tala við mig Kemur til til greina hjá danska miðverðinum að spila aftur á Íslandi. 1. október 2014 14:06