Lögreglustjóri segir skýrsluna einsdæmi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. nóvember 2014 11:51 Fulltrúar lögreglunnar á fundinum í morgun. Vísir / GVA Stjórnmálaskoðanir fólks eru ekki almennt skráð í tölvukerfi lögreglunnar nema að það skipti máli fyrir mál sem til meðferðar eru hjá lögreglunni. Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Hún kom í dag fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem hún svaraði spurningum um skýrslu sem unnin var fyrir embættið um mótmæli. „Almennt er bókað það sem máli skiptir í hverju tilviki; það sem lögreglumenn á vettvangi telja skipta mestu máli. Til dæmis getur það verið ef forsvarsmaður sem fer fyrir mótmælum sem stendur fyrir mótmælum í nafni einhvers ákveðins stjórnmálaafls eða eitthvað slíkt, þá gæti það komið fyrir. En það verður að vera eitthvað „relevant“ við málið,“ segir Sigríður í samtali við Vísi um málið. Skýrslan hefur verið gagnrýnd fyrir margar sakir og hafa þau sjónarmið komið fram, meðal annars hjá nefndarmönnum, hvort eðlilegt sé yfir höfuð taka saman gögn með þessum hætti. Sigríður sagði á fundinum að skýrslan væri einsdæmi og að slík samantekt yrði ekki gerð aftur. Hún er þó ekki tilbúinn að segja að það hafi verið mistök að taka skýrsluna saman. „Það er ekki mitt að meta það hvort það hafi verið mistök eða ekki. Þetta var ákvörðun sem var tekin á þeim tíma út frá þeim forsendum sem þá lágu fyrir. Það er ekki mitt að endurmeta það. Hinsvegar höfum við sagt að það séu ákveðin atriði sem hefðu mátt vera öðruvísi í skýrslunni, eða samantekinni,“ segir hún aðspurð hvort það hafi verið mistök að gera skýrsluna. Undir þetta sjónarmið tók Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, á fundinum. Hann sagði það meira en gagnrýnivert hvernig skýrslan var unnin og sett fram. Persónuvernd hefur meðferð lögreglunnar á gögnum sem fram koma í skýrslunni til skoðunar. Á fundinum sagði Sigríður lögreglustjóri ekki vita til þess að sérstakrar heimildar hafi verið leitað hjá stofnuninni áður en skýrslan var unnin. Málið verður einnig áfram til skoðunar hjá þingnefndinni sem óskaði eftir skriflegri greinargerð þeirra lögreglumanna sem mættu fyrir nefndina í morgun. „Við munum ekki sleppa hendinni af þessu máli,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, á fundinum. Alþingi Tengdar fréttir Kærir lögregluna fyrir njósnir Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi formaður Hægri grænna, telur að freklega sé brotið á friðhelgi einkalífs hans í nýopinberaðri skýrslu lögreglunnar um mótmæli almennings á hrunárunum. Guðmundur lagði í gær fram kæru til ríkissaksóknara. 31. október 2014 07:00 Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Sendu óeikennisklædda lögreglumenn út á meðal mótmælenda í nokkur skipti til að afla upplýsinga um hvað stæði til að gera. 28. október 2014 11:26 Lögreglan tilnefndi „landsliðið í mótmælum“ Yfirlögregluþjónn í Reykjavík skilgreindi hóp fólks sem landsliðið í mótmælum á misserunum eftir hrunið. 30. október 2014 07:00 Skýrslan um mótmælin aðgengileg á vefnum Skýrsla Geirs Jóns Þórissonar um mótmælin á árunum 2008-2011 er nú aðgengileg á vefsíðunni Associated Whistleblowing Press. 28. október 2014 18:14 Lögregluforingjar á hóteli á meðan undirmennirnir vörðu Alþingishúsið Við setningu Alþingis í janúar 2009 tókust undirmenn í lögreglu á við hörðustu mótmæli eftir hrunið fram að því. Á meðan dvöldu yfirmenn í lögreglunni á hóteli í Hvalfirði. 30. október 2014 07:00 Telur lögreglu skaðabótaskylda vegna skýrslu um Búsáhaldabyltinguna „Ástæða til að kanna hvort ákæra þurfi þá einstaklinga sem bera ábyrgð á skýrslunni“ 29. október 2014 20:15 Skýrsla Geirs Jóns: "Sýnir að lögreglan stundar forvirkar rannsóknaraðgerðir“ Lögreglan kærð vegna brota á friðhelgi einkalífsins. 30. október 2014 19:30 Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Spyrja hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila. 28. október 2014 14:10 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Stjórnmálaskoðanir fólks eru ekki almennt skráð í tölvukerfi lögreglunnar nema að það skipti máli fyrir mál sem til meðferðar eru hjá lögreglunni. Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Hún kom í dag fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem hún svaraði spurningum um skýrslu sem unnin var fyrir embættið um mótmæli. „Almennt er bókað það sem máli skiptir í hverju tilviki; það sem lögreglumenn á vettvangi telja skipta mestu máli. Til dæmis getur það verið ef forsvarsmaður sem fer fyrir mótmælum sem stendur fyrir mótmælum í nafni einhvers ákveðins stjórnmálaafls eða eitthvað slíkt, þá gæti það komið fyrir. En það verður að vera eitthvað „relevant“ við málið,“ segir Sigríður í samtali við Vísi um málið. Skýrslan hefur verið gagnrýnd fyrir margar sakir og hafa þau sjónarmið komið fram, meðal annars hjá nefndarmönnum, hvort eðlilegt sé yfir höfuð taka saman gögn með þessum hætti. Sigríður sagði á fundinum að skýrslan væri einsdæmi og að slík samantekt yrði ekki gerð aftur. Hún er þó ekki tilbúinn að segja að það hafi verið mistök að taka skýrsluna saman. „Það er ekki mitt að meta það hvort það hafi verið mistök eða ekki. Þetta var ákvörðun sem var tekin á þeim tíma út frá þeim forsendum sem þá lágu fyrir. Það er ekki mitt að endurmeta það. Hinsvegar höfum við sagt að það séu ákveðin atriði sem hefðu mátt vera öðruvísi í skýrslunni, eða samantekinni,“ segir hún aðspurð hvort það hafi verið mistök að gera skýrsluna. Undir þetta sjónarmið tók Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, á fundinum. Hann sagði það meira en gagnrýnivert hvernig skýrslan var unnin og sett fram. Persónuvernd hefur meðferð lögreglunnar á gögnum sem fram koma í skýrslunni til skoðunar. Á fundinum sagði Sigríður lögreglustjóri ekki vita til þess að sérstakrar heimildar hafi verið leitað hjá stofnuninni áður en skýrslan var unnin. Málið verður einnig áfram til skoðunar hjá þingnefndinni sem óskaði eftir skriflegri greinargerð þeirra lögreglumanna sem mættu fyrir nefndina í morgun. „Við munum ekki sleppa hendinni af þessu máli,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, á fundinum.
Alþingi Tengdar fréttir Kærir lögregluna fyrir njósnir Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi formaður Hægri grænna, telur að freklega sé brotið á friðhelgi einkalífs hans í nýopinberaðri skýrslu lögreglunnar um mótmæli almennings á hrunárunum. Guðmundur lagði í gær fram kæru til ríkissaksóknara. 31. október 2014 07:00 Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Sendu óeikennisklædda lögreglumenn út á meðal mótmælenda í nokkur skipti til að afla upplýsinga um hvað stæði til að gera. 28. október 2014 11:26 Lögreglan tilnefndi „landsliðið í mótmælum“ Yfirlögregluþjónn í Reykjavík skilgreindi hóp fólks sem landsliðið í mótmælum á misserunum eftir hrunið. 30. október 2014 07:00 Skýrslan um mótmælin aðgengileg á vefnum Skýrsla Geirs Jóns Þórissonar um mótmælin á árunum 2008-2011 er nú aðgengileg á vefsíðunni Associated Whistleblowing Press. 28. október 2014 18:14 Lögregluforingjar á hóteli á meðan undirmennirnir vörðu Alþingishúsið Við setningu Alþingis í janúar 2009 tókust undirmenn í lögreglu á við hörðustu mótmæli eftir hrunið fram að því. Á meðan dvöldu yfirmenn í lögreglunni á hóteli í Hvalfirði. 30. október 2014 07:00 Telur lögreglu skaðabótaskylda vegna skýrslu um Búsáhaldabyltinguna „Ástæða til að kanna hvort ákæra þurfi þá einstaklinga sem bera ábyrgð á skýrslunni“ 29. október 2014 20:15 Skýrsla Geirs Jóns: "Sýnir að lögreglan stundar forvirkar rannsóknaraðgerðir“ Lögreglan kærð vegna brota á friðhelgi einkalífsins. 30. október 2014 19:30 Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Spyrja hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila. 28. október 2014 14:10 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Kærir lögregluna fyrir njósnir Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi formaður Hægri grænna, telur að freklega sé brotið á friðhelgi einkalífs hans í nýopinberaðri skýrslu lögreglunnar um mótmæli almennings á hrunárunum. Guðmundur lagði í gær fram kæru til ríkissaksóknara. 31. október 2014 07:00
Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Sendu óeikennisklædda lögreglumenn út á meðal mótmælenda í nokkur skipti til að afla upplýsinga um hvað stæði til að gera. 28. október 2014 11:26
Lögreglan tilnefndi „landsliðið í mótmælum“ Yfirlögregluþjónn í Reykjavík skilgreindi hóp fólks sem landsliðið í mótmælum á misserunum eftir hrunið. 30. október 2014 07:00
Skýrslan um mótmælin aðgengileg á vefnum Skýrsla Geirs Jóns Þórissonar um mótmælin á árunum 2008-2011 er nú aðgengileg á vefsíðunni Associated Whistleblowing Press. 28. október 2014 18:14
Lögregluforingjar á hóteli á meðan undirmennirnir vörðu Alþingishúsið Við setningu Alþingis í janúar 2009 tókust undirmenn í lögreglu á við hörðustu mótmæli eftir hrunið fram að því. Á meðan dvöldu yfirmenn í lögreglunni á hóteli í Hvalfirði. 30. október 2014 07:00
Telur lögreglu skaðabótaskylda vegna skýrslu um Búsáhaldabyltinguna „Ástæða til að kanna hvort ákæra þurfi þá einstaklinga sem bera ábyrgð á skýrslunni“ 29. október 2014 20:15
Skýrsla Geirs Jóns: "Sýnir að lögreglan stundar forvirkar rannsóknaraðgerðir“ Lögreglan kærð vegna brota á friðhelgi einkalífsins. 30. október 2014 19:30
Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Spyrja hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila. 28. október 2014 14:10