Aron: Miðað við hvernig við spiluðum áttum við að skora 30 mörk Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2014 19:26 Aron Kristjánsson á hliðarlínunni gegn Ísrael. vísir/vilhelm „Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ná ekki í eitt stig að minnsta kosti,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi, en strákarnir okkar töpuðu fyrir Svartfellingum ytra, 25-24, í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2016 í dag. „Við byrjum leikinn af miklum krafti og það var mikil stemning í liðinu, en svo ná Svartfellingarnir að vinna sig inn í þetta. Tæknifeilarnir voru alveg að fara með þetta hjá okkur.“ „Þeir voru að gefa okkur hálfar línusendingar en við hentum því frá okkur. Svo öll dauðafærin sem við klikkuðum á, bæði í fyrri og seinni hálfleik.“ Íslenska liðið byrjaði varnarleikinn vel, en hann var kaflaskiptur. Verst fannst Aroni þegar heimamenn voru að ná mörgum eftir langar sóknir. „Þeir voru ráðalausir í sóknareiknum og við eigum að geta refsað betur fyrir það. En það er erfitt þegar menn þurfa að standa vörnina svona lengi því þeir fengu alltaf tvöfaldan séns á öllu,“ segir Aron. „Mér fannst við standa vörnina vel og markvarslan var fín til að byrja með en svo datt Aron Rafn niður. Bjöggi kom inn undir lokin og varði vel þannig í heildina er ekkert yfir markvörslunni að kvarta. Varnarleikurinn var of mikið næstum því. Við vorum oft hálfu skrefi á eftir.“ „Við hefðum átt að refsa þeim betur. Í seinni hálfleik vorum við að spila þessa vörn hjá þeim sundur og saman. Við gerðum bara mikið af mistökum í hraðaupphlaupunum og köstuðum þar boltanum frá okkur. Svo fórum við illa með dauðafæri. Markvörðurinn þeirra var líka að verja vel.“ Landsliðsþjálfari var ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og voru nálægt því að ná í stig eftir að lenda mest fimm mörkum undir, 18-13. „Þeir komast of auðveldlega í fjögurra til fimm marka forystu, en við náum að spyrna við sem var gríðarlega mikilvægt. Ef maður þarf að tapa svona leik er mikilvægt að tapa bara með einu því þessi innbyrðis viðureign gæti reynst dýrmæt,“ segir Aron, en með tveggja marka sigri á Svartfellingum í Laugardalshöll standa okkar strákar þeim framar í riðlinum endi liðin með jafnmörg stig. „Það voru tæknifeilarnir og færanýtingin sem fór með þetta hjá okkur í dag. Miðað við hvernig spilið var í leiknum þá áttum við að skora 30 mörk og það hefði dugað til að vinna þennan leik,“ segir Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
„Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ná ekki í eitt stig að minnsta kosti,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi, en strákarnir okkar töpuðu fyrir Svartfellingum ytra, 25-24, í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2016 í dag. „Við byrjum leikinn af miklum krafti og það var mikil stemning í liðinu, en svo ná Svartfellingarnir að vinna sig inn í þetta. Tæknifeilarnir voru alveg að fara með þetta hjá okkur.“ „Þeir voru að gefa okkur hálfar línusendingar en við hentum því frá okkur. Svo öll dauðafærin sem við klikkuðum á, bæði í fyrri og seinni hálfleik.“ Íslenska liðið byrjaði varnarleikinn vel, en hann var kaflaskiptur. Verst fannst Aroni þegar heimamenn voru að ná mörgum eftir langar sóknir. „Þeir voru ráðalausir í sóknareiknum og við eigum að geta refsað betur fyrir það. En það er erfitt þegar menn þurfa að standa vörnina svona lengi því þeir fengu alltaf tvöfaldan séns á öllu,“ segir Aron. „Mér fannst við standa vörnina vel og markvarslan var fín til að byrja með en svo datt Aron Rafn niður. Bjöggi kom inn undir lokin og varði vel þannig í heildina er ekkert yfir markvörslunni að kvarta. Varnarleikurinn var of mikið næstum því. Við vorum oft hálfu skrefi á eftir.“ „Við hefðum átt að refsa þeim betur. Í seinni hálfleik vorum við að spila þessa vörn hjá þeim sundur og saman. Við gerðum bara mikið af mistökum í hraðaupphlaupunum og köstuðum þar boltanum frá okkur. Svo fórum við illa með dauðafæri. Markvörðurinn þeirra var líka að verja vel.“ Landsliðsþjálfari var ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og voru nálægt því að ná í stig eftir að lenda mest fimm mörkum undir, 18-13. „Þeir komast of auðveldlega í fjögurra til fimm marka forystu, en við náum að spyrna við sem var gríðarlega mikilvægt. Ef maður þarf að tapa svona leik er mikilvægt að tapa bara með einu því þessi innbyrðis viðureign gæti reynst dýrmæt,“ segir Aron, en með tveggja marka sigri á Svartfellingum í Laugardalshöll standa okkar strákar þeim framar í riðlinum endi liðin með jafnmörg stig. „Það voru tæknifeilarnir og færanýtingin sem fór með þetta hjá okkur í dag. Miðað við hvernig spilið var í leiknum þá áttum við að skora 30 mörk og það hefði dugað til að vinna þennan leik,“ segir Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09