Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2014 15:45 Pétur sagði að sér væri misboðið. Vísir / GVA Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er allt annað en sáttur við auglýsingar Öryrkjabandalags Íslands þar sem myndskeið af fundi sem hann sat er notað og ýjað að því að hann hafi ekki satt sagt á fundinum. Pétur ræddi málið á þingi í morgun þar sem hann furðaði sig á því að samtökin notuðu milljónir til að sverta mannorð sitt.Ómálefnaleg gagnrýni „Á dögunum birtist einstæð auglýsing félagasamtaka, það er að segja Öryrkjabandalagsins, sem hafði það markmið að sverta ákveðna stjórnmálamenn, það er að segja mig og háttvirtan þingmann Vigdísi Hauksdóttur. Þau nota til þess milljónatugi,“ sagði Pétur í umræðum um störf þingsins. Hann sagði að auglýsingin um sig væri í engu málefnaleg. „Ég kvarta ekki undan málefnalegri gagnrýni en ekkert er málefnalegt við þessa auglýsingu og ég spyr háttvirta þingmenn: Eru þetta vinnubrögð sem við viljum sjá? Að félagasamtök noti milljónir til að sverta þingmenn,“ sagði hann. Honum sagðist vera misboðið. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann.Hefur vonandi ekki áhrif Pétur sagðist hafa barist fyrir því í tvo áratugi að tekið yrði upp starfskyldumat í stað örorkumats og að hann hefði starfað í þremur nefndum sem barist höfðu fyrir þessu. Þar af einni sem væri enn starfandi og hann væri formaður í. „Ég mun reyna að láta þetta atvik ekki hafa áhrif á störf mín og leita áfram að lausnum sem gagnast munu öryrkjum og öldruðum en óneitanlega verður það eitthvað erfiðara,“ sagði hann í ræðunni.Vigdís Hauksdóttir þingkona.Vísir / DaníelFurðar sig á fundarboði Öryrkjabandalagið hefur í auglýsingum sínum einnig beint spjótunum að Vigdísi Hauksdóttur, þingkonu Framsóknar og formanns fjárlaganefndar. Hún furðaði sig á auglýsingunum á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún talaði um að Öryrkjabandalagið stæði í áhlaupi á hana og Pétur. „Mér finnst kaldhæðnislegt að vera boðið á ráðstefnu Öryrkjabandalagsins - þegar áhlaup stendur yfir í fjölmiðlum í auglýsingum frá þeim - á mig og Pétur Blöndal,“ skrifaði hún. „Bandalagið getur pönkast á mér ef það fær eitthvað út úr því - en að ráðast svona á vin minn og félaga heiðursmanninn Pétur Blöndal er langt - langt fyrir neðan beltisstað - er ALLT leyfilegt í dag?“ Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er allt annað en sáttur við auglýsingar Öryrkjabandalags Íslands þar sem myndskeið af fundi sem hann sat er notað og ýjað að því að hann hafi ekki satt sagt á fundinum. Pétur ræddi málið á þingi í morgun þar sem hann furðaði sig á því að samtökin notuðu milljónir til að sverta mannorð sitt.Ómálefnaleg gagnrýni „Á dögunum birtist einstæð auglýsing félagasamtaka, það er að segja Öryrkjabandalagsins, sem hafði það markmið að sverta ákveðna stjórnmálamenn, það er að segja mig og háttvirtan þingmann Vigdísi Hauksdóttur. Þau nota til þess milljónatugi,“ sagði Pétur í umræðum um störf þingsins. Hann sagði að auglýsingin um sig væri í engu málefnaleg. „Ég kvarta ekki undan málefnalegri gagnrýni en ekkert er málefnalegt við þessa auglýsingu og ég spyr háttvirta þingmenn: Eru þetta vinnubrögð sem við viljum sjá? Að félagasamtök noti milljónir til að sverta þingmenn,“ sagði hann. Honum sagðist vera misboðið. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann.Hefur vonandi ekki áhrif Pétur sagðist hafa barist fyrir því í tvo áratugi að tekið yrði upp starfskyldumat í stað örorkumats og að hann hefði starfað í þremur nefndum sem barist höfðu fyrir þessu. Þar af einni sem væri enn starfandi og hann væri formaður í. „Ég mun reyna að láta þetta atvik ekki hafa áhrif á störf mín og leita áfram að lausnum sem gagnast munu öryrkjum og öldruðum en óneitanlega verður það eitthvað erfiðara,“ sagði hann í ræðunni.Vigdís Hauksdóttir þingkona.Vísir / DaníelFurðar sig á fundarboði Öryrkjabandalagið hefur í auglýsingum sínum einnig beint spjótunum að Vigdísi Hauksdóttur, þingkonu Framsóknar og formanns fjárlaganefndar. Hún furðaði sig á auglýsingunum á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún talaði um að Öryrkjabandalagið stæði í áhlaupi á hana og Pétur. „Mér finnst kaldhæðnislegt að vera boðið á ráðstefnu Öryrkjabandalagsins - þegar áhlaup stendur yfir í fjölmiðlum í auglýsingum frá þeim - á mig og Pétur Blöndal,“ skrifaði hún. „Bandalagið getur pönkast á mér ef það fær eitthvað út úr því - en að ráðast svona á vin minn og félaga heiðursmanninn Pétur Blöndal er langt - langt fyrir neðan beltisstað - er ALLT leyfilegt í dag?“
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira