Snæfell vann í tvíframlengdum leik | Öruggt hjá KR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2014 21:25 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Daníel Snæfell vann mikilvæg tvö stig er liðið lagði ÍR að velli, 98-95, í tvíframlengdum leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Eftir æsispennandi lokamínútur í venjulegum leiktíma þurfti að tvíframlengja leikinn þar sem heimamenn reyndust með sterkari taugar og unnu nauman sigur. Snæfellingar leiddu af og voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik, 38-34. ÍR-ingum óx þó ásmegin eftir því sem leið á þriðja leikhlutann og náðu að minnka muninn í eitt stig. ÍR-ingar virtust svo ætla að sigla fram úr í fjórða leikhluta en Snæfellingar neituðu að játa sig sigraða og komust yfir, 70-68, með 9-0 spretti þegar lítið var eftir. Gestirnir náðu svo aftur undirtökunum undir lok leiksins og voru þremur stigum eftir, 77-74, þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Snæfell fór á vítalínuna þegar tvær sekúndur voru eftir og leikurinn virtist úti. Austin Bracey setti niður fyrra vítið en klikkaði á því síðara. Christopher Woods náði frákastinu, náði að jafna metin og knýja leikinn þar með í framlengingu. Aftur fékk ÍR tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lok fyrri framlengingarinnar en Breiðhyltingar klikkuðu í síðustu tveimur sóknum sínum. Woods jafnaði metin á vítalínunni þegar sex sekúndur voru eftir og því þurfti að framlengja á ný. Enn var allt í járnum í upphafi síðari framlengingarinnar en Snæfell komst fjórum stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir. ÍR minnkaði muninn í tvö og fékk boltann þegar sex sekúndur voru eftir en náði ekki að jafna metin. Snæfellingar héldu út og fögnuðum góðum sigri. Woods skoraði 35 stig fyrir Snæfell auk þess sem hann tók 23 fráköst. Austin Bracey kom næstur með 30 stig en stigahæstur hjá ÍR var Trey Hampton með 38 stig. Matthías Orri Sigurðarson skoraði svo 27 stig fyrir ÍR-inga. Topplið KR vann svo enn einn sigurinn í kvöld er liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi, 113-82. KR-ingar stungu af í öðrum leikhluta en Pavel Ermolinskij átti stórleik í kvöld með 15 stig, 12 fráköst og 16 stoðsendingar. Stjarnan hafði svo betur gegn Þór Þorlákshöfn og komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar. Stjörnumenn eru með tíu stig en nánar má lesa um leikinn hér. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta leiki en Tindastóll er í öðru sæti með tólf stig og á leik til góða.Úrslit kvöldsins:Snæfell-ÍR 98-95 (23-19, 15-15, 15-18, 24-25, 10-10, 11-8)Snæfell: Christopher Woods 35/23 fráköst, Austin Magnus Bracey 30, Stefán Karel Torfason 14/9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/12 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Snjólfur Björnsson 4, Jóhann Kristófer Sævarsson 1.ÍR: Trey Hampton 38/16 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Matthías Orri Sigurðarson 27/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 7/12 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Christopher Gardingo 5, Ragnar Örn Bragason 3/6 fráköst.Skallagrímur-KR 82-113 (26-27, 11-37, 25-23, 20-26)Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 25, Tracy Smith Jr. 20/11 fráköst, Davíð Ásgeirsson 19, Daði Berg Grétarsson 7, Einar Ólafsson 4, Páll Axel Vilbergsson 4/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 3.KR: Michael Craion 27/9 fráköst, Björn Kristjánsson 20, Darri Hilmarsson 19/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/12 fráköst/16 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 14/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 7, Finnur Atli Magnússon 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Jón Hrafn Baldvinsson 2, Högni Fjalarsson 2.Stjarnan - Þór Þ. 85-79 (41-39)Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 19, Marvin Valdimarsson 18, Dagur Kár Jónsson 16, Jarrid Frye 15, Tómas Þórður Hilmarsson 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Jón Sverrisson 1.Stig Þórs: Vincent Senford 23, Nemanja Sovic 19, Tómas Heiðar Tómasson 16, Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Emil Karel Einarsson 4, Oddur Ólafsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira
Snæfell vann mikilvæg tvö stig er liðið lagði ÍR að velli, 98-95, í tvíframlengdum leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Eftir æsispennandi lokamínútur í venjulegum leiktíma þurfti að tvíframlengja leikinn þar sem heimamenn reyndust með sterkari taugar og unnu nauman sigur. Snæfellingar leiddu af og voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik, 38-34. ÍR-ingum óx þó ásmegin eftir því sem leið á þriðja leikhlutann og náðu að minnka muninn í eitt stig. ÍR-ingar virtust svo ætla að sigla fram úr í fjórða leikhluta en Snæfellingar neituðu að játa sig sigraða og komust yfir, 70-68, með 9-0 spretti þegar lítið var eftir. Gestirnir náðu svo aftur undirtökunum undir lok leiksins og voru þremur stigum eftir, 77-74, þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Snæfell fór á vítalínuna þegar tvær sekúndur voru eftir og leikurinn virtist úti. Austin Bracey setti niður fyrra vítið en klikkaði á því síðara. Christopher Woods náði frákastinu, náði að jafna metin og knýja leikinn þar með í framlengingu. Aftur fékk ÍR tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lok fyrri framlengingarinnar en Breiðhyltingar klikkuðu í síðustu tveimur sóknum sínum. Woods jafnaði metin á vítalínunni þegar sex sekúndur voru eftir og því þurfti að framlengja á ný. Enn var allt í járnum í upphafi síðari framlengingarinnar en Snæfell komst fjórum stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir. ÍR minnkaði muninn í tvö og fékk boltann þegar sex sekúndur voru eftir en náði ekki að jafna metin. Snæfellingar héldu út og fögnuðum góðum sigri. Woods skoraði 35 stig fyrir Snæfell auk þess sem hann tók 23 fráköst. Austin Bracey kom næstur með 30 stig en stigahæstur hjá ÍR var Trey Hampton með 38 stig. Matthías Orri Sigurðarson skoraði svo 27 stig fyrir ÍR-inga. Topplið KR vann svo enn einn sigurinn í kvöld er liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi, 113-82. KR-ingar stungu af í öðrum leikhluta en Pavel Ermolinskij átti stórleik í kvöld með 15 stig, 12 fráköst og 16 stoðsendingar. Stjarnan hafði svo betur gegn Þór Þorlákshöfn og komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar. Stjörnumenn eru með tíu stig en nánar má lesa um leikinn hér. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta leiki en Tindastóll er í öðru sæti með tólf stig og á leik til góða.Úrslit kvöldsins:Snæfell-ÍR 98-95 (23-19, 15-15, 15-18, 24-25, 10-10, 11-8)Snæfell: Christopher Woods 35/23 fráköst, Austin Magnus Bracey 30, Stefán Karel Torfason 14/9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/12 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Snjólfur Björnsson 4, Jóhann Kristófer Sævarsson 1.ÍR: Trey Hampton 38/16 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Matthías Orri Sigurðarson 27/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 7/12 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Christopher Gardingo 5, Ragnar Örn Bragason 3/6 fráköst.Skallagrímur-KR 82-113 (26-27, 11-37, 25-23, 20-26)Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 25, Tracy Smith Jr. 20/11 fráköst, Davíð Ásgeirsson 19, Daði Berg Grétarsson 7, Einar Ólafsson 4, Páll Axel Vilbergsson 4/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 3.KR: Michael Craion 27/9 fráköst, Björn Kristjánsson 20, Darri Hilmarsson 19/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/12 fráköst/16 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 14/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 7, Finnur Atli Magnússon 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Jón Hrafn Baldvinsson 2, Högni Fjalarsson 2.Stjarnan - Þór Þ. 85-79 (41-39)Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 19, Marvin Valdimarsson 18, Dagur Kár Jónsson 16, Jarrid Frye 15, Tómas Þórður Hilmarsson 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Jón Sverrisson 1.Stig Þórs: Vincent Senford 23, Nemanja Sovic 19, Tómas Heiðar Tómasson 16, Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Emil Karel Einarsson 4, Oddur Ólafsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira