Gæti orðið hlýjasta árið frá upphafi mælinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2014 10:26 Veður hefur verið gott það sem af er ári. Trausti Jónsson fylgist vel með gangi mála. Vísir/Valli/GVA Trausti Jónsson veðurfræðingur reiknar með því að nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið. Von er á áframhaldandi hlýindum miðað við árstíma að því er segir í nýjustu bloggfærslu Trausta sem rituð var í nótt. Árið 2014 gæti orðið það hlýjasta á landinu frá því mælingar hófust. „Einhvern veginn hefði maður haldið að næsta lægð stefndi beint í átt til landsins ofan í útsynninginn í dag (þriðjudag 25. nóvember). Reyndar var þetta heldur aumur útsynningur en sýndi þó mjög fallega klakka og stöku él og að sögn fáeinar þrumur líka,“ segir Trausti. Veðurfræðingurinn notfærir sér spákort Evrópureiknistöðvarinnar fyrir Norður-Atlantshaf. Þar kemur fram að landið sé í mjög hægum suðlægum vindi. „Þarna má sjá lægðina sem minnst var á í upphafi. Hún gerir sig líklega, finnst manni, til að fara til austurs ekki langt fyrir sunnan land. Nema hvað, hún á að taka strikið beint suðaustur til Spánar.“ Um leið og það gerist segir Trausti að lægðin beini hingað hlýju lofti úr suðaustri. Þar með aukist enn líkur á að nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið þótt líklega verði ekki sett Íslandsmet. „Í augnablikinu er meðalhiti 5,7 stig í Reykjavík, var 6,0 sömu daga 1956. Sá mánuður hrapaði niður í 5,0 á síðasta sprettinum. En fyrsta sætið er varla innan seilingar. Sömu dagar í nóvember 1945 eiga meðalhitann 7,1 stig en hann endaði stigi neðar.“ Trausti er spenntur fyrir hitauppgjöri ársins í heild sinni. „Við eigum nefnilega töluverða möguleika á hlýjasta ári frá upphafi mælinga. En desember er eftir. Við munum vel vonbrigðin 2011 þegar fyrsti kaldi vetrarmánuðurinn í 9 ár reið yfir, fyrirvaralaust. Héldu þá sumir að hlýskeiðinu væri lokið en síðan eru liðin 3 ár og við erum enn ekki búin að yfirgefa það nema síður sé.“ Veður Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur reiknar með því að nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið. Von er á áframhaldandi hlýindum miðað við árstíma að því er segir í nýjustu bloggfærslu Trausta sem rituð var í nótt. Árið 2014 gæti orðið það hlýjasta á landinu frá því mælingar hófust. „Einhvern veginn hefði maður haldið að næsta lægð stefndi beint í átt til landsins ofan í útsynninginn í dag (þriðjudag 25. nóvember). Reyndar var þetta heldur aumur útsynningur en sýndi þó mjög fallega klakka og stöku él og að sögn fáeinar þrumur líka,“ segir Trausti. Veðurfræðingurinn notfærir sér spákort Evrópureiknistöðvarinnar fyrir Norður-Atlantshaf. Þar kemur fram að landið sé í mjög hægum suðlægum vindi. „Þarna má sjá lægðina sem minnst var á í upphafi. Hún gerir sig líklega, finnst manni, til að fara til austurs ekki langt fyrir sunnan land. Nema hvað, hún á að taka strikið beint suðaustur til Spánar.“ Um leið og það gerist segir Trausti að lægðin beini hingað hlýju lofti úr suðaustri. Þar með aukist enn líkur á að nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið þótt líklega verði ekki sett Íslandsmet. „Í augnablikinu er meðalhiti 5,7 stig í Reykjavík, var 6,0 sömu daga 1956. Sá mánuður hrapaði niður í 5,0 á síðasta sprettinum. En fyrsta sætið er varla innan seilingar. Sömu dagar í nóvember 1945 eiga meðalhitann 7,1 stig en hann endaði stigi neðar.“ Trausti er spenntur fyrir hitauppgjöri ársins í heild sinni. „Við eigum nefnilega töluverða möguleika á hlýjasta ári frá upphafi mælinga. En desember er eftir. Við munum vel vonbrigðin 2011 þegar fyrsti kaldi vetrarmánuðurinn í 9 ár reið yfir, fyrirvaralaust. Héldu þá sumir að hlýskeiðinu væri lokið en síðan eru liðin 3 ár og við erum enn ekki búin að yfirgefa það nema síður sé.“
Veður Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira