Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - Stjarnan 25-38 | Daprir HK-ingar engin fyrirstaða Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Digranesi skrifar 9. desember 2014 18:27 Stórskyttan Egill Magnússon hleður í skot. vísir/andri marinó Stjarnan er komin áfram í fjórðungsúrslit bikarkeppni karla eftir afar öruggan sigur á HK í Digranesi í kvöld. Stjarnan tók frumkvæðið strax í upphafi en HK-ingar náðu þó að minnka muninn í eitt mark um miðbik hálfleiksins. Þar með lauk mótspyrnu heimamanna og Stjörnumenn komust átta mörkum yfir áður en fyrri hálfleik lauk. Garðbæingar héldu svo uppteknum hætti í síðari hálfleik. Liðin höfðu tvívegis mæst í Olísdeild karla fyrir leikinn í kvöld og báðum hafði lokið með eins marks sigri Stjörnunnar. Liðin eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar og margir áttu því von á spennandi viðureign í kvöld. Bikarkeppnin veitti báðum liðum tækifæri til að koma upp jákvæðri stemningu í sinn hóp eftir erfitt haust í deildinni en miðað við leikinn í kvöld hafði aðeins annað liðið áhuga á að berjast fyrir sæti í fjórðungsúrslitum bikarsins. HK spilaði vel í sjö mínútur í þessum leik. Það var um miðjan fyrri hálfleikinn er heimamenn minkuðu muninn í eitt mark í stöðunni 9-8 og fengu nokkur tækifæri til að jafna metin. Daði Laxdal náði að leggja upp fín færi og heimamenn létu ekki tveggja mínútna brottvísun Valdimars Sigurðssonar slá sig af laginu og héldu hreinu í undirtölunni. Meira var það ekki. Stjörnumenn skoruðu átta af níu síðustu mörkum fyrri hálfleiks og héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik, enda varla lífsmark með HK-ingum síðustu 40 mínútur leiksins. Skotnýting Stjörnunnar var 76 prósent í kvöld sem er fáheyrt í leik tveggja úrvalsdeildarfélaga. Varnarleikur HK-inga var hriplekur og sóknarleikurinn afar hægur og mistækur. Það nýttu Stjörnumenn sér til fullnustu og refsuðu grimmt fyrir fjöldamörg mistök heimamanna. HK líkist í dag á engan hátt því liði sem vann óvæntasta sigur tímabilsins til þessa - gegn ósigruðu liði Aftureldingar í Mosfellsbæ í lok október. Enda ljóst að með þessari frammistöðu á liðið einfaldlega ekki erindi í efstu deild og ef ekki verður gripið í taumana verður veturinn afar langur í Digranesi. Flestir, ef ekki allir Stjörnumenn áttu fínan leik í kvöld en markahrókurinn Egill Markússon skroraði sex mörk þrátt fyrir að hafa verið tekinn úr umferð á löngum köflum. Daði Laxdal Gautason átti ágætar rispur í sókn HK í fyrri hálfleik, Þorgrímur Smári Ólafsson minnti endrum og eins á sig og Valdimar Sigurðsson nýtti færin sín ágætlega á línunni. En þá er það að mestu upptalið.Stjörnumenn fagna á bekknum.vísir/andri marinóSkúli: Gott þegar það er gaman Skúli Gunnsteinsson hafði ekki yfir mörgu að kvarta eftir stórsigur Stjörnunnar á HK í 16-liða úrslit bikarkeppninnar í kvöld. „Ég var alls ekki rólegur fyrir þennan leik en við höfum alltaf átt hörkuviðureignir gegn HK,“ sagði Skúli í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Síðasti leikur bjargaðist fyrir horn á ótrúlegan hátt og því átti ég von á því sem gerðist hér í kvöld. Þetta virtist einfaldlega ganga illa hjá þeim á meðan við áttum bara mjög fínan leik.“ „Við spiluðum mjög flotta vörn í síðari hálfleik sem skilaði okkur mörgum ódýrum mörkum og þá vorum við að spila einfaldlega vel sem liðsheild allan leikinn, bæði í vörn og sókn. Ég er mjög ánægður.“ Egill Magnússon skoraði sautján mörk í leik Stjörnunnar og Vals í Olísdeildinni í síðustu viku en hann var oft tekinn úr umferð í kvöld. Engu að síður skoraði hann sex mörk úr níu skotum í kvöld. „Við áttum alveg eins von á 3-2-1 vörn hjá HK sem við fengum og við áttum einnig von á því að Egill yrði tekinn úr umferð. Við vorum því búnir að undirbúa okkur fyrir hvort tveggja.“ „Þetta var bara góður sigur fyrir okkur en draumur okkar er að komast í „Final Four“ í bikarnum og við þurfum að vinna næsta leik líka til þess. Það er gott þegar það er gaman eins og gamla konan sagði.“Bjarki Sigurðsson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/andri marinóBjarki: Gerðum lítið úr HK með frammistöðu okkar „Ég er mjög ósáttur við leik liðsins. Mjög,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, ómyrkur í máli eftir niðurlægingu HK í bikarkeppninni í kvöld. Eftir slæma byrjun tóku HK-ingar sig saman í andlitinu og minnkuðu forystuna í eitt mark, 9-8. „Í þeirri stöðu fengum við 2-3 tækifæri til að jafna leikinn en missum þá svo í 17-9 forystu. Eftirleikurinn var bara Stjörnunnar.“ „Í kvöld léku menn með hangandi haus. Þeir hlupu ekki heim og lítið flæði í sóknarleiknum. Varnarleikurinn var í raun galopinn og það var sama hvað Stjörnumenn gerðu - alltaf fundu þeir glufu hjá okkur.“ „Varnarleikur þeirra átti svo alltaf svo svar við okkar aðgerðum, kannski vegna þess að okkar sóknarleikur var hægur og var mikið um mistök - bæði tapaða bolta og misheppnaðar sendingar. Svo varði Bjössi þegar menn náðu loksins skoti að marki.“ „Þetta var engan veginn boðlegt og við þurfum að líta okkur nær núna. Þetta gengur ekki mikið lengur.“ Viðureignir liðanna í deildinni í haust voru báðar jafnar og spennandi og því komu yfirburðir Stjörnunnar Bjarka nokkuð á óvart í kvöld. „Ég átti von á hörkuleik, sérstaklega á heimavelli fyrir framan okkar fólk. Við gerðum lítið úr HK með þessari spilamennsku og menn þurfa að hugsa um hvort þeir vilji vera í þessu sporti eða ekki.“ HK á eftir að mæta FH og ÍR áður en hlé verður gert á Olísdeildinni fram yfir HM í handbolta. Bjarki segist ekki byrjaður að hugsa um vetrarfríið en viðurkennir að það verði kærkomið fyrir hans menn. „Við erum neðstir í deildinni og úr leik í bikarnum. Það hefði verið í lagi að tapa í hörkuleik í bikarnum en engan veginn boðlegt að láta slátra sér eins og við gerðum í kvöld.“ „Að sjálfsögðu verður þetta vetrarfrí kærkomið og vonandi tekst okkur að stilla saman strengi og safna vopnum. Ég þarf að skoða þetta almennilega - þetta gengur ekki svona lengur enda allt of mikið.“ HK vann síðast sigur þegar liðið mætti Aftureldingu þann 23. október. Mosfellingar voru þá á toppi deildarinnar og ekki búnir að tapa leik í fyrstu sex umferðum deildarinnar. Bjarki segir fátt í leik liðsins í dag minna á þá frammistöðu. „Við þurfum að grafa hana upp. Þar var barátta, leikgleði og allir lögðu sig hundrað prósent fram. Núna snýst þetta meira um einstaklingana sem kemur í bakið á mönnum. Slíkt má ekki gegn Stjörnunni eða hvaða liði sem er í deildinni.“ „Við erum „underdogs“ og erum að berjast fyrir lífi okkar. HK hefur verið þekkt fyrir þennan baráttuvilja síðustu árin og ég lýsi eftir honum. Það er kannski okkar þjálfaranna að draga hann fram. Vonandi tekst það.“ Bjarki segist ætla að taka slaginn áfram sem þjálfari HK, fái hann áfram traust stjórnar HK til þess. „Við þurfum þó að fara vel og vandlega yfir málin. Það er ljóst að við þurfum að styrkja leikmannahópinn og einhvern veginn að peppa þetta betur upp.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Stjarnan er komin áfram í fjórðungsúrslit bikarkeppni karla eftir afar öruggan sigur á HK í Digranesi í kvöld. Stjarnan tók frumkvæðið strax í upphafi en HK-ingar náðu þó að minnka muninn í eitt mark um miðbik hálfleiksins. Þar með lauk mótspyrnu heimamanna og Stjörnumenn komust átta mörkum yfir áður en fyrri hálfleik lauk. Garðbæingar héldu svo uppteknum hætti í síðari hálfleik. Liðin höfðu tvívegis mæst í Olísdeild karla fyrir leikinn í kvöld og báðum hafði lokið með eins marks sigri Stjörnunnar. Liðin eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar og margir áttu því von á spennandi viðureign í kvöld. Bikarkeppnin veitti báðum liðum tækifæri til að koma upp jákvæðri stemningu í sinn hóp eftir erfitt haust í deildinni en miðað við leikinn í kvöld hafði aðeins annað liðið áhuga á að berjast fyrir sæti í fjórðungsúrslitum bikarsins. HK spilaði vel í sjö mínútur í þessum leik. Það var um miðjan fyrri hálfleikinn er heimamenn minkuðu muninn í eitt mark í stöðunni 9-8 og fengu nokkur tækifæri til að jafna metin. Daði Laxdal náði að leggja upp fín færi og heimamenn létu ekki tveggja mínútna brottvísun Valdimars Sigurðssonar slá sig af laginu og héldu hreinu í undirtölunni. Meira var það ekki. Stjörnumenn skoruðu átta af níu síðustu mörkum fyrri hálfleiks og héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik, enda varla lífsmark með HK-ingum síðustu 40 mínútur leiksins. Skotnýting Stjörnunnar var 76 prósent í kvöld sem er fáheyrt í leik tveggja úrvalsdeildarfélaga. Varnarleikur HK-inga var hriplekur og sóknarleikurinn afar hægur og mistækur. Það nýttu Stjörnumenn sér til fullnustu og refsuðu grimmt fyrir fjöldamörg mistök heimamanna. HK líkist í dag á engan hátt því liði sem vann óvæntasta sigur tímabilsins til þessa - gegn ósigruðu liði Aftureldingar í Mosfellsbæ í lok október. Enda ljóst að með þessari frammistöðu á liðið einfaldlega ekki erindi í efstu deild og ef ekki verður gripið í taumana verður veturinn afar langur í Digranesi. Flestir, ef ekki allir Stjörnumenn áttu fínan leik í kvöld en markahrókurinn Egill Markússon skroraði sex mörk þrátt fyrir að hafa verið tekinn úr umferð á löngum köflum. Daði Laxdal Gautason átti ágætar rispur í sókn HK í fyrri hálfleik, Þorgrímur Smári Ólafsson minnti endrum og eins á sig og Valdimar Sigurðsson nýtti færin sín ágætlega á línunni. En þá er það að mestu upptalið.Stjörnumenn fagna á bekknum.vísir/andri marinóSkúli: Gott þegar það er gaman Skúli Gunnsteinsson hafði ekki yfir mörgu að kvarta eftir stórsigur Stjörnunnar á HK í 16-liða úrslit bikarkeppninnar í kvöld. „Ég var alls ekki rólegur fyrir þennan leik en við höfum alltaf átt hörkuviðureignir gegn HK,“ sagði Skúli í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Síðasti leikur bjargaðist fyrir horn á ótrúlegan hátt og því átti ég von á því sem gerðist hér í kvöld. Þetta virtist einfaldlega ganga illa hjá þeim á meðan við áttum bara mjög fínan leik.“ „Við spiluðum mjög flotta vörn í síðari hálfleik sem skilaði okkur mörgum ódýrum mörkum og þá vorum við að spila einfaldlega vel sem liðsheild allan leikinn, bæði í vörn og sókn. Ég er mjög ánægður.“ Egill Magnússon skoraði sautján mörk í leik Stjörnunnar og Vals í Olísdeildinni í síðustu viku en hann var oft tekinn úr umferð í kvöld. Engu að síður skoraði hann sex mörk úr níu skotum í kvöld. „Við áttum alveg eins von á 3-2-1 vörn hjá HK sem við fengum og við áttum einnig von á því að Egill yrði tekinn úr umferð. Við vorum því búnir að undirbúa okkur fyrir hvort tveggja.“ „Þetta var bara góður sigur fyrir okkur en draumur okkar er að komast í „Final Four“ í bikarnum og við þurfum að vinna næsta leik líka til þess. Það er gott þegar það er gaman eins og gamla konan sagði.“Bjarki Sigurðsson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/andri marinóBjarki: Gerðum lítið úr HK með frammistöðu okkar „Ég er mjög ósáttur við leik liðsins. Mjög,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, ómyrkur í máli eftir niðurlægingu HK í bikarkeppninni í kvöld. Eftir slæma byrjun tóku HK-ingar sig saman í andlitinu og minnkuðu forystuna í eitt mark, 9-8. „Í þeirri stöðu fengum við 2-3 tækifæri til að jafna leikinn en missum þá svo í 17-9 forystu. Eftirleikurinn var bara Stjörnunnar.“ „Í kvöld léku menn með hangandi haus. Þeir hlupu ekki heim og lítið flæði í sóknarleiknum. Varnarleikurinn var í raun galopinn og það var sama hvað Stjörnumenn gerðu - alltaf fundu þeir glufu hjá okkur.“ „Varnarleikur þeirra átti svo alltaf svo svar við okkar aðgerðum, kannski vegna þess að okkar sóknarleikur var hægur og var mikið um mistök - bæði tapaða bolta og misheppnaðar sendingar. Svo varði Bjössi þegar menn náðu loksins skoti að marki.“ „Þetta var engan veginn boðlegt og við þurfum að líta okkur nær núna. Þetta gengur ekki mikið lengur.“ Viðureignir liðanna í deildinni í haust voru báðar jafnar og spennandi og því komu yfirburðir Stjörnunnar Bjarka nokkuð á óvart í kvöld. „Ég átti von á hörkuleik, sérstaklega á heimavelli fyrir framan okkar fólk. Við gerðum lítið úr HK með þessari spilamennsku og menn þurfa að hugsa um hvort þeir vilji vera í þessu sporti eða ekki.“ HK á eftir að mæta FH og ÍR áður en hlé verður gert á Olísdeildinni fram yfir HM í handbolta. Bjarki segist ekki byrjaður að hugsa um vetrarfríið en viðurkennir að það verði kærkomið fyrir hans menn. „Við erum neðstir í deildinni og úr leik í bikarnum. Það hefði verið í lagi að tapa í hörkuleik í bikarnum en engan veginn boðlegt að láta slátra sér eins og við gerðum í kvöld.“ „Að sjálfsögðu verður þetta vetrarfrí kærkomið og vonandi tekst okkur að stilla saman strengi og safna vopnum. Ég þarf að skoða þetta almennilega - þetta gengur ekki svona lengur enda allt of mikið.“ HK vann síðast sigur þegar liðið mætti Aftureldingu þann 23. október. Mosfellingar voru þá á toppi deildarinnar og ekki búnir að tapa leik í fyrstu sex umferðum deildarinnar. Bjarki segir fátt í leik liðsins í dag minna á þá frammistöðu. „Við þurfum að grafa hana upp. Þar var barátta, leikgleði og allir lögðu sig hundrað prósent fram. Núna snýst þetta meira um einstaklingana sem kemur í bakið á mönnum. Slíkt má ekki gegn Stjörnunni eða hvaða liði sem er í deildinni.“ „Við erum „underdogs“ og erum að berjast fyrir lífi okkar. HK hefur verið þekkt fyrir þennan baráttuvilja síðustu árin og ég lýsi eftir honum. Það er kannski okkar þjálfaranna að draga hann fram. Vonandi tekst það.“ Bjarki segist ætla að taka slaginn áfram sem þjálfari HK, fái hann áfram traust stjórnar HK til þess. „Við þurfum þó að fara vel og vandlega yfir málin. Það er ljóst að við þurfum að styrkja leikmannahópinn og einhvern veginn að peppa þetta betur upp.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira