Valgarð og Sif valin fimleikafólk ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2014 15:00 Sif Pálsdóttir vann silfur á EM með íslenska hópfimleikalandsliðinu. Vísir/Valli Valgarð Reinhardsson, 18 ára fimleikamaður úr Gerplu og Sif Pálsdóttir, 27 ára hópfimleikakona úr Gerplu hafa verið valin fimleikafólk ársins 2014 af stjórn Fimleikasambands Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.Norma Dögg Róbertsdóttir fékk verðlaun fyrir "Afrek ársins" fyrir að ná 18. sæti í stökki á heimsmeistaramótinu í Kína í október. Hún var þar efst kvenna frá Norðurlöndum og sjötti Evrópubúinn sem vakti mikla athygli í svo sterkri keppni, með einkunnina 14.1 stig.Kvennalandsliðið í hópfimleikum vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu sem fram fór á Íslandi í október 2014 og fékk verðlaunin "Lið ársins."Valgarð Reinhardsson kom upp úr unglingaflokki á árinu og keppti á sínu fyrsta ári í karlaflokki með miklum glæsibrag. Valgarð stundar fimleika hjá fimleikafélaginu Alta í Kanada, en félagið var kosið besta fimleikafélagið í Kanada árið 2013. Á sínu fyrsta ári varð hann í 12. sæti á kanadíska meistaramótinu og í 11. sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt.Jón Sigurður Gunnarsson, fimleikamaður úr Ármanni, varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Daði Snær Pálsson, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð og keppt með KFUM liðinu í Stokkhólmi síðan 2012.Sif Pálsdóttir vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í október. Sif gegndi lykilhlutverki í kvennalandsliðinu bæði innan vallar sem utan. Sif sýndi mikla áræðni og einurð þegar hún vann sig upp úr erfiðum meiðslum sem hún lenti í á undirbúningstímabili mótsins og skilaði æfingum sínum frábærlega á öllum áhöldum. Hún var valin fyrirliði liðsins af liðsfélögum sínum og sinnti því hlutverki af stakri prýði. Á árinu varð Sif einnig Íslands- og bikarmeistari félagsliða með kvennaliði Íþróttafélagsins Gerplu.Norma Dögg Róbertsdóttir er 18 ára fimleikakona úr Gerplu varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem er 15 ára fimleikakona úr Stjörnunni sem vann í ár til bronsverðlauna á Evrópumóti unglinga í hópfimleikum. Fimleikar Fréttir ársins 2014 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Valgarð Reinhardsson, 18 ára fimleikamaður úr Gerplu og Sif Pálsdóttir, 27 ára hópfimleikakona úr Gerplu hafa verið valin fimleikafólk ársins 2014 af stjórn Fimleikasambands Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.Norma Dögg Róbertsdóttir fékk verðlaun fyrir "Afrek ársins" fyrir að ná 18. sæti í stökki á heimsmeistaramótinu í Kína í október. Hún var þar efst kvenna frá Norðurlöndum og sjötti Evrópubúinn sem vakti mikla athygli í svo sterkri keppni, með einkunnina 14.1 stig.Kvennalandsliðið í hópfimleikum vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu sem fram fór á Íslandi í október 2014 og fékk verðlaunin "Lið ársins."Valgarð Reinhardsson kom upp úr unglingaflokki á árinu og keppti á sínu fyrsta ári í karlaflokki með miklum glæsibrag. Valgarð stundar fimleika hjá fimleikafélaginu Alta í Kanada, en félagið var kosið besta fimleikafélagið í Kanada árið 2013. Á sínu fyrsta ári varð hann í 12. sæti á kanadíska meistaramótinu og í 11. sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt.Jón Sigurður Gunnarsson, fimleikamaður úr Ármanni, varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Daði Snær Pálsson, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð og keppt með KFUM liðinu í Stokkhólmi síðan 2012.Sif Pálsdóttir vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í október. Sif gegndi lykilhlutverki í kvennalandsliðinu bæði innan vallar sem utan. Sif sýndi mikla áræðni og einurð þegar hún vann sig upp úr erfiðum meiðslum sem hún lenti í á undirbúningstímabili mótsins og skilaði æfingum sínum frábærlega á öllum áhöldum. Hún var valin fyrirliði liðsins af liðsfélögum sínum og sinnti því hlutverki af stakri prýði. Á árinu varð Sif einnig Íslands- og bikarmeistari félagsliða með kvennaliði Íþróttafélagsins Gerplu.Norma Dögg Róbertsdóttir er 18 ára fimleikakona úr Gerplu varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem er 15 ára fimleikakona úr Stjörnunni sem vann í ár til bronsverðlauna á Evrópumóti unglinga í hópfimleikum.
Fimleikar Fréttir ársins 2014 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira