Ferðamenn við Höfðatorg voru skelfingu lostnir yfir vindinum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. desember 2014 16:35 „Hún kom bara fjúkandi frá Höfða undan vindinum og náði tangarhaldi á skiltinu og síðan kom eiginmaður hennar með bakpoka á bakinu og fauk til hennar. Þau héldu sér lífhaldi á skiltinu,“ segir Ari Sigurðsson sem kom ferðamönnum til aðstoðar fyrir utan Höfðatorg í dag. Parið sem hann hjálpaði fauk í miklum vindi og var í sjálfheldu á umferðareyju fyrir utan turninn. Vísir birti fyrr í dag myndband sem tekið var af tilraun Ara og kunningja hans til að bjarga ferðamönnunum en á því sést hvernig þau fjúka niður í bílakjallara Höfðatorgs. Ari, sem vinnur í Höfðatorgsturninum, fylgist með parinu í nokkrar mínútur áður en hann sá að ekki var annað í stöðunni en að fara út að hjálpa. Á sama tíma og hann var kominn út kom annar maður, sem er gamall skólabróðir hans, einnig að parinu. „Það var ekki annað að gera en að fara út að hjálpa,“ segir hann. „Svo létum við bara gossa. Við vorum alveg að ná inn á malbikið þegar vindurinn kom bara og tók okkur,“ segir hann. „Svo var húsvörðurinn kominn skömmu síðar með bíl til að stoppa fólk af að ganga þarna á milli.“ Enginn slasaðist í þessum átökum fyrir utan minniháttar skrámur að sögn Ara. Ferðamönnunum var þó brugðið. „Þau höfðu aldrei upplifað annað eins og þau voru bara skelfingu lostin, það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Ari. Veður Tengdar fréttir Myndband: Fótgangandi í basli við Höfðatorg Gangandi vegfarendur eiga í miklum erfiðleikum vegna mikilla vindstrengja við háhýsin við Höfðatorg og í Borgartúni í dag. 10. desember 2014 11:41 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
„Hún kom bara fjúkandi frá Höfða undan vindinum og náði tangarhaldi á skiltinu og síðan kom eiginmaður hennar með bakpoka á bakinu og fauk til hennar. Þau héldu sér lífhaldi á skiltinu,“ segir Ari Sigurðsson sem kom ferðamönnum til aðstoðar fyrir utan Höfðatorg í dag. Parið sem hann hjálpaði fauk í miklum vindi og var í sjálfheldu á umferðareyju fyrir utan turninn. Vísir birti fyrr í dag myndband sem tekið var af tilraun Ara og kunningja hans til að bjarga ferðamönnunum en á því sést hvernig þau fjúka niður í bílakjallara Höfðatorgs. Ari, sem vinnur í Höfðatorgsturninum, fylgist með parinu í nokkrar mínútur áður en hann sá að ekki var annað í stöðunni en að fara út að hjálpa. Á sama tíma og hann var kominn út kom annar maður, sem er gamall skólabróðir hans, einnig að parinu. „Það var ekki annað að gera en að fara út að hjálpa,“ segir hann. „Svo létum við bara gossa. Við vorum alveg að ná inn á malbikið þegar vindurinn kom bara og tók okkur,“ segir hann. „Svo var húsvörðurinn kominn skömmu síðar með bíl til að stoppa fólk af að ganga þarna á milli.“ Enginn slasaðist í þessum átökum fyrir utan minniháttar skrámur að sögn Ara. Ferðamönnunum var þó brugðið. „Þau höfðu aldrei upplifað annað eins og þau voru bara skelfingu lostin, það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Ari.
Veður Tengdar fréttir Myndband: Fótgangandi í basli við Höfðatorg Gangandi vegfarendur eiga í miklum erfiðleikum vegna mikilla vindstrengja við háhýsin við Höfðatorg og í Borgartúni í dag. 10. desember 2014 11:41 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Myndband: Fótgangandi í basli við Höfðatorg Gangandi vegfarendur eiga í miklum erfiðleikum vegna mikilla vindstrengja við háhýsin við Höfðatorg og í Borgartúni í dag. 10. desember 2014 11:41