Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2014 16:30 Alfreð Gíslason, lukkudýr Meistaradeildarinnar og Aron Pálmarsson. Vísir/Getty Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. Sigurjón M. Egilsson, þá blaðamaður á DV og núverandi fréttaritstjóri fréttastofu 365 miðla, skrifaði um málið á baksíðu mánudagsblaðsins 16. janúar 1989. Fréttin rifjaðist upp fyrir mörgum þegar fréttist af árásinni á Aron um helgina en Aron var sleginn niður að tilefnislausu aðfaranótt sunnudagsins. Árið 1989 var magnað ár fyrir Alfreð Gíslason en mánuði síðar leiddi hann íslenska landsliðið til sigurs í B-keppninni í Frakklandi. Alfreð var síðan kosinn Íþróttamaður ársins 1989. Hér fyrir neðan má sjá þessa stuttu en athyglisverðu frétt úr DV mánudaginn 16. janúar 1989.Hljóp uppi skemmdarvargaAlfreð Gíslason, landsliðsmaður í handknattleik, hljóp uppi skemmdarvarga aðfaranótt laugardags. Alfreð, sem býr við Tjarnargötu í Reykjavík, vaknaði við hávaða og hlátrasköll. Þegar hann leit út sá hann að þrír menn voru að skemma bíl í götunni og virtust þeir skemmta sér vel við verkið.Alfreð brá skjótt við - fór í buxur og skyrtu - fór út og hljóp uppi tvo af mönnunum. Annar þeirra virtist lítið ölvaður.„Ég ákvað að fara með annan manninn heim og sleppti því hinum. Þegar ég kom með hann heim hringdi ég í lögregluna og hafði manninn hjá mér þar til hún kom," sagði Alfreð.- Þurftir þú að hlaupa langt? „Nei, ég er svo fljótur að hlaupa," sagði Alfreð og hló við.Alfreð sagði að sinn bíll hefði verið sá fjórtándi í röðinni af þeim fjórtán bílum sem mennirnir skemmdu. Þeir spörkuðu í afturhurð á bíl Alfreðs, brutu spegla, þurrkur og afturljós. „Ef þú ætlar að skrifa um þetta - getur þú þá ekki sagt að þetta hafi verið Siggi Sveins?" Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. Sigurjón M. Egilsson, þá blaðamaður á DV og núverandi fréttaritstjóri fréttastofu 365 miðla, skrifaði um málið á baksíðu mánudagsblaðsins 16. janúar 1989. Fréttin rifjaðist upp fyrir mörgum þegar fréttist af árásinni á Aron um helgina en Aron var sleginn niður að tilefnislausu aðfaranótt sunnudagsins. Árið 1989 var magnað ár fyrir Alfreð Gíslason en mánuði síðar leiddi hann íslenska landsliðið til sigurs í B-keppninni í Frakklandi. Alfreð var síðan kosinn Íþróttamaður ársins 1989. Hér fyrir neðan má sjá þessa stuttu en athyglisverðu frétt úr DV mánudaginn 16. janúar 1989.Hljóp uppi skemmdarvargaAlfreð Gíslason, landsliðsmaður í handknattleik, hljóp uppi skemmdarvarga aðfaranótt laugardags. Alfreð, sem býr við Tjarnargötu í Reykjavík, vaknaði við hávaða og hlátrasköll. Þegar hann leit út sá hann að þrír menn voru að skemma bíl í götunni og virtust þeir skemmta sér vel við verkið.Alfreð brá skjótt við - fór í buxur og skyrtu - fór út og hljóp uppi tvo af mönnunum. Annar þeirra virtist lítið ölvaður.„Ég ákvað að fara með annan manninn heim og sleppti því hinum. Þegar ég kom með hann heim hringdi ég í lögregluna og hafði manninn hjá mér þar til hún kom," sagði Alfreð.- Þurftir þú að hlaupa langt? „Nei, ég er svo fljótur að hlaupa," sagði Alfreð og hló við.Alfreð sagði að sinn bíll hefði verið sá fjórtándi í röðinni af þeim fjórtán bílum sem mennirnir skemmdu. Þeir spörkuðu í afturhurð á bíl Alfreðs, brutu spegla, þurrkur og afturljós. „Ef þú ætlar að skrifa um þetta - getur þú þá ekki sagt að þetta hafi verið Siggi Sveins?"
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08
Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00
Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40
Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33
Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05