Enginn James Bond-bragur á lífvörslu á Íslandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2014 07:45 Stefán bjó í Bretlandi og var í tólf mánuði í breska hernum. Fréttablaðið/Stefán „Fólk hefur mismunandi hugmyndir um lífvörslu og sér hana í James Bond-bíómyndastíl. Lífvarsla er ekki það. Við höfum haldið svipuð námskeið hér heima síðan skólinn var stofnaður árið 2009 en þetta er fyrsta námskeiðið sem við höldum erlendis. Námskeiðin eru yfirleitt tvær vikur en námskeiðið í Mexíkó verður aðeins lengra,“ segir Stefán Stefánsson, stofnandi Öryggisvarðaskólans. Kynningarfundur á lífvarðanámskeiðið í Mexíkó verður haldinn í kvöld klukkan 19 á vegum skólans. „Lífvarsla snýst númer eitt, tvö og þrjú um skipulagningu. Við kennum fólki hvernig á að forðast áhættu og kennum líka sjálfsvörn og skotvopnaþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Við kynnum líka hvaða starfsmöguleikar eru fyrir hendi í þessari grein. Við kennum nemendum að gera plön og prófíl um viðskiptavini. Sá prófíll inniheldur ýmsa hluti um viðskiptavininn – hvaða meðöl hann þarf ef hann veikist, í hvaða blóðflokki hann er og þar fram eftir götunum. Nemendur okkar eiga að geta brugðist við öllu,“ segir Stefán og bætir við að þeir sem vinni við lífvörslu þurfi að vinna nánast allan sólarhringinn. „Sumir standast ekki álagið. Kennsludagur hjá okkur er þrettán til fimmtán klukkutímar. Við viljum sjá hvernig fólk vinnur saman í hópi og undir þrýstingi. Nemendurnir þurfa alltaf að vera með allt hundrað prósent á hreinu því níutíu prósent vissa gæti leitt það af sér að viðskiptavinurinn deyr. Venjulega er fólk á tólf tíma vöktum. Ég veit að Ríkislögreglustjóri býður upp á lífvarðaþjónustu og þá eru launin 24 til 26 þúsund á klukkutímann. Því er hægt að hafa ágætlega upp úr þessu en þeir sem vinna við þetta vinna yfirleitt líka við eitthvað annað samhliða.“ Stefán segir mikið að gera í þessum bransa á Íslandi þó Íslendingar leiti sér ekki þessarar þjónustu. „Það hefur verið mikil aukning á starfseminni á Íslandi, sérstaklega í kringum Hollywood-stórmyndirnar sem hafa komið hingað. Pegasus og True North hafa leitað til okkar til að gæta stjarna á borð við Tom Cruise en Öryggismiðstöðin og Securitas bjóða líka upp á þessa þjónustu. Frægar stjörnur eru alltaf með lífvarðagæslu og Yoko Ono er til dæmis alltaf með slatta af vörðum þegar hún kemur. Við höfum líka fengið verkefni í gegnum Wikileaks og farið í nokkrar ferðir á vegum þeirra,“ segir Stefán. Hann segir þessi námskeið góð grunnnámskeið og opni margar dyr. „Þeir sem leggja sig í það að ná sér í vinnu eftir námskeiðið geta gert það léttilega. Þetta er góður grunnur og þeir sem vilja fara í dýpri verkefni en að gæta stjarnanna geta leitað sér frekari menntunar. Einn sem kom til okkar árið 2009 fékk vinnu sem sprengjuleitarmaður hjá NATO árið eftir til dæmis.“ Kynningarfundurinn í kvöld er öllum opinn en Stefán segir að Öryggisvarðaskólinn meti hvern einstakling áður en hann er tekinn inn á námskeiðið og þá sé kallað eftir sakarvottorði ef þörf krefur. Námskeiðið í Mexíkó verður frá 12. til 21. mars og kostar 575 þúsund krónur með öllu – flugi, mat og gistingu. Tólf til fjórtán pláss eru laus og hafa bankarnir verið liðlegir með lán til námsins. „Við ætlum að nýta okkur aðstæður í Mexíkó og leigjum lögregluskóla þarna úti með öllu – allt frá akstursbrautum til skotvopnaþjálfunarsvæðis. Við kaupum ekki þjálfunina frá neinum öðrum heldur sjáum um hana sjálfir,“ segir Stefán. Uppfært 10.01. 2014: Samkvæmt upplýsingum frá True North vann Stefán ekki að neinum verkefnum fyrir fyrirtækið árið 2012 eða á þeim tíma þegar stórmyndirnar sem hann minnist á hér að ofan voru teknar upp hér á landi. Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
„Fólk hefur mismunandi hugmyndir um lífvörslu og sér hana í James Bond-bíómyndastíl. Lífvarsla er ekki það. Við höfum haldið svipuð námskeið hér heima síðan skólinn var stofnaður árið 2009 en þetta er fyrsta námskeiðið sem við höldum erlendis. Námskeiðin eru yfirleitt tvær vikur en námskeiðið í Mexíkó verður aðeins lengra,“ segir Stefán Stefánsson, stofnandi Öryggisvarðaskólans. Kynningarfundur á lífvarðanámskeiðið í Mexíkó verður haldinn í kvöld klukkan 19 á vegum skólans. „Lífvarsla snýst númer eitt, tvö og þrjú um skipulagningu. Við kennum fólki hvernig á að forðast áhættu og kennum líka sjálfsvörn og skotvopnaþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Við kynnum líka hvaða starfsmöguleikar eru fyrir hendi í þessari grein. Við kennum nemendum að gera plön og prófíl um viðskiptavini. Sá prófíll inniheldur ýmsa hluti um viðskiptavininn – hvaða meðöl hann þarf ef hann veikist, í hvaða blóðflokki hann er og þar fram eftir götunum. Nemendur okkar eiga að geta brugðist við öllu,“ segir Stefán og bætir við að þeir sem vinni við lífvörslu þurfi að vinna nánast allan sólarhringinn. „Sumir standast ekki álagið. Kennsludagur hjá okkur er þrettán til fimmtán klukkutímar. Við viljum sjá hvernig fólk vinnur saman í hópi og undir þrýstingi. Nemendurnir þurfa alltaf að vera með allt hundrað prósent á hreinu því níutíu prósent vissa gæti leitt það af sér að viðskiptavinurinn deyr. Venjulega er fólk á tólf tíma vöktum. Ég veit að Ríkislögreglustjóri býður upp á lífvarðaþjónustu og þá eru launin 24 til 26 þúsund á klukkutímann. Því er hægt að hafa ágætlega upp úr þessu en þeir sem vinna við þetta vinna yfirleitt líka við eitthvað annað samhliða.“ Stefán segir mikið að gera í þessum bransa á Íslandi þó Íslendingar leiti sér ekki þessarar þjónustu. „Það hefur verið mikil aukning á starfseminni á Íslandi, sérstaklega í kringum Hollywood-stórmyndirnar sem hafa komið hingað. Pegasus og True North hafa leitað til okkar til að gæta stjarna á borð við Tom Cruise en Öryggismiðstöðin og Securitas bjóða líka upp á þessa þjónustu. Frægar stjörnur eru alltaf með lífvarðagæslu og Yoko Ono er til dæmis alltaf með slatta af vörðum þegar hún kemur. Við höfum líka fengið verkefni í gegnum Wikileaks og farið í nokkrar ferðir á vegum þeirra,“ segir Stefán. Hann segir þessi námskeið góð grunnnámskeið og opni margar dyr. „Þeir sem leggja sig í það að ná sér í vinnu eftir námskeiðið geta gert það léttilega. Þetta er góður grunnur og þeir sem vilja fara í dýpri verkefni en að gæta stjarnanna geta leitað sér frekari menntunar. Einn sem kom til okkar árið 2009 fékk vinnu sem sprengjuleitarmaður hjá NATO árið eftir til dæmis.“ Kynningarfundurinn í kvöld er öllum opinn en Stefán segir að Öryggisvarðaskólinn meti hvern einstakling áður en hann er tekinn inn á námskeiðið og þá sé kallað eftir sakarvottorði ef þörf krefur. Námskeiðið í Mexíkó verður frá 12. til 21. mars og kostar 575 þúsund krónur með öllu – flugi, mat og gistingu. Tólf til fjórtán pláss eru laus og hafa bankarnir verið liðlegir með lán til námsins. „Við ætlum að nýta okkur aðstæður í Mexíkó og leigjum lögregluskóla þarna úti með öllu – allt frá akstursbrautum til skotvopnaþjálfunarsvæðis. Við kaupum ekki þjálfunina frá neinum öðrum heldur sjáum um hana sjálfir,“ segir Stefán. Uppfært 10.01. 2014: Samkvæmt upplýsingum frá True North vann Stefán ekki að neinum verkefnum fyrir fyrirtækið árið 2012 eða á þeim tíma þegar stórmyndirnar sem hann minnist á hér að ofan voru teknar upp hér á landi.
Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira