Róum öll í sömu áttina Svana Helen Björnsdóttir skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Glæsilegt Viðskiptaþing var haldið í síðustu viku og hafa því verið gerð góð skil í fjölmiðlum. Aðsókn að þinginu var góð og hvert sæti skipað. Margt fróðlegt var þarna reifað en segja má að meginumfjöllunin hafi verið um þau fjölmörgu tækifæri sem framundan eru í íslensku viðskiptalífi og leiðir til að nýta þau sem best. Það eru gömul og augljós sannindi að þegar viðskipta- og atvinnulífi í landinu vegnar vel reynist það samfélagi okkar til heilla.Stöðugleiki í stað kollsteypu Vissulega komu fram skiptar skoðanir á því hvaða stefnu skuli taka í nokkrum veigamiklum málum sem gætu haft áhrif á efnahagsþróun næstu ára og áratuga. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um bestu leiðir til að auka hagsæld á Íslandi, enda stöndum við á nokkrum tímamótum hvað varðar framtíð efnahagslífs í landinu. Við erum hægt og bítandi að verða búin að vinna okkur út úr óvenju þungu áfalli og landsframleiðsla er að nálgast það stig er hún reis sem hæst. Við höfum krufið til mergjar mistök sem gerð voru meðan geyst var farið, ekki síst í erlendri skuldsetningu. Nú horfum við fram á veginn. Við hjá Samtökum iðnaðarins erum sammála öðrum hagsmunasamtökum í íslensku efnahagslífi þegar við teljum stöðugleika vera eitt helsta markmið efnahagsstefnu næstu ára. Þarna er vísað til almenns rekstrarumhverfis og helstu hagvísa. Í raun óskum við þess aðeins að stjórnendur í íslensku atvinnulífi geti búið við þannig rekstrarumhverfi að hægt sé að gera áætlanir fram í tímann sem ekki er kollvarpað í óvæntum dýfum og kollsteypum. Ég er sannfærð um að markmið okkar í þessu efni eru í engu frábrugðin markmiðum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans.Kanna kostina til hlítar Ekki þarf að fjölyrða um þann ágreining sem ríkt hefur um framtíðarskipan peningamála hér á landi. Stór hluti þjóðarinnar er, eins og viðskiptalífið, áfram um að fá sem gleggsta sýn á þá kosti sem bjóðast í framtíðinni. Ekki verður leyst úr þessum ágreiningi í einni svipan. Samtök iðnaðarins hafa, í samráði við félagsmenn sína, markað þá stefnu að kanna til hlítar hvaða kostir bjóðast í raun. Um þetta takast menn á og fylgir þar hver sinni sannfæringu. Á meðan megum við ekki missa sjónar á því verkefni sem við blasir. Það er að auka arðbæra fjárfestingu á Íslandi, jafnt innlenda sem erlenda. Greina þarf tækifærin og nýta þau sem best. Þannig stuðlum við að hagvexti og aukinni velsæld. Markmið okkar er í raun það sama og nú þurfum við öll að róa í sömu átt. Fram hefur komið að stjórnvöld ríkisfjármála og peningamálastefnu greinir á um verðbólguhorfur næstu ára, en þar skakkar í raun ekki neinum ósköpum. Fremur mætti fagna því að spáð er ágætum hagvexti á næstu misserum og að doði og slaki hverfi úr hagkerfinu. Samtök iðnaðarins héldu nýlega árlegt útboðsþing þar sem kynntar voru framkvæmdaáætlanir stærstu opinberra aðila á árinu. Ljóst er af þeim áformum að fyrirtæki innan SI munu taka þátt í miklum og mikilvægum verkefnum í ár sem eru til þess fallin að stuðla að hagvexti án þess að skuldsetja þurfi ríkissjóð frekar. Takist að glæða fjárfestingu innlendra og erlendra aðila í samræmi við þau framkvæmdaáform sem kynnt voru á vettvangi SI, er ástæða til bjartsýni nú við upphaf helsta framkvæmdatíma ársins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Glæsilegt Viðskiptaþing var haldið í síðustu viku og hafa því verið gerð góð skil í fjölmiðlum. Aðsókn að þinginu var góð og hvert sæti skipað. Margt fróðlegt var þarna reifað en segja má að meginumfjöllunin hafi verið um þau fjölmörgu tækifæri sem framundan eru í íslensku viðskiptalífi og leiðir til að nýta þau sem best. Það eru gömul og augljós sannindi að þegar viðskipta- og atvinnulífi í landinu vegnar vel reynist það samfélagi okkar til heilla.Stöðugleiki í stað kollsteypu Vissulega komu fram skiptar skoðanir á því hvaða stefnu skuli taka í nokkrum veigamiklum málum sem gætu haft áhrif á efnahagsþróun næstu ára og áratuga. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um bestu leiðir til að auka hagsæld á Íslandi, enda stöndum við á nokkrum tímamótum hvað varðar framtíð efnahagslífs í landinu. Við erum hægt og bítandi að verða búin að vinna okkur út úr óvenju þungu áfalli og landsframleiðsla er að nálgast það stig er hún reis sem hæst. Við höfum krufið til mergjar mistök sem gerð voru meðan geyst var farið, ekki síst í erlendri skuldsetningu. Nú horfum við fram á veginn. Við hjá Samtökum iðnaðarins erum sammála öðrum hagsmunasamtökum í íslensku efnahagslífi þegar við teljum stöðugleika vera eitt helsta markmið efnahagsstefnu næstu ára. Þarna er vísað til almenns rekstrarumhverfis og helstu hagvísa. Í raun óskum við þess aðeins að stjórnendur í íslensku atvinnulífi geti búið við þannig rekstrarumhverfi að hægt sé að gera áætlanir fram í tímann sem ekki er kollvarpað í óvæntum dýfum og kollsteypum. Ég er sannfærð um að markmið okkar í þessu efni eru í engu frábrugðin markmiðum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans.Kanna kostina til hlítar Ekki þarf að fjölyrða um þann ágreining sem ríkt hefur um framtíðarskipan peningamála hér á landi. Stór hluti þjóðarinnar er, eins og viðskiptalífið, áfram um að fá sem gleggsta sýn á þá kosti sem bjóðast í framtíðinni. Ekki verður leyst úr þessum ágreiningi í einni svipan. Samtök iðnaðarins hafa, í samráði við félagsmenn sína, markað þá stefnu að kanna til hlítar hvaða kostir bjóðast í raun. Um þetta takast menn á og fylgir þar hver sinni sannfæringu. Á meðan megum við ekki missa sjónar á því verkefni sem við blasir. Það er að auka arðbæra fjárfestingu á Íslandi, jafnt innlenda sem erlenda. Greina þarf tækifærin og nýta þau sem best. Þannig stuðlum við að hagvexti og aukinni velsæld. Markmið okkar er í raun það sama og nú þurfum við öll að róa í sömu átt. Fram hefur komið að stjórnvöld ríkisfjármála og peningamálastefnu greinir á um verðbólguhorfur næstu ára, en þar skakkar í raun ekki neinum ósköpum. Fremur mætti fagna því að spáð er ágætum hagvexti á næstu misserum og að doði og slaki hverfi úr hagkerfinu. Samtök iðnaðarins héldu nýlega árlegt útboðsþing þar sem kynntar voru framkvæmdaáætlanir stærstu opinberra aðila á árinu. Ljóst er af þeim áformum að fyrirtæki innan SI munu taka þátt í miklum og mikilvægum verkefnum í ár sem eru til þess fallin að stuðla að hagvexti án þess að skuldsetja þurfi ríkissjóð frekar. Takist að glæða fjárfestingu innlendra og erlendra aðila í samræmi við þau framkvæmdaáform sem kynnt voru á vettvangi SI, er ástæða til bjartsýni nú við upphaf helsta framkvæmdatíma ársins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun