Fimm Grindvíkingar bættu sig mikið í bikarúrslitum milli ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2014 06:00 Þorleifur Ólafsson og Ómar Sævarsson tóku við bikarnum fyrir Grindavík. Vísir/Daníel Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur á ÍR, 89-77, í úrslitaleik í Laugardalshöll og fögnuðu eðlilega vel og innilega. Grindvíkingum var augljóslega létt eftir að hafa loks unnið bikarinn en þeir höfðu tapað þremur bikarúrslitaleikjum á fjórum árum, síðast gegn Stjörnunni í fyrra. ÍR-ingar héngu í Grindvíkingum lengi vel þrátt fyrir vissa yfirburði Íslandsmeistaranna en Breiðhyltingar gáfust aldrei upp. Þeir gulu fóru að sigla fram úr í fjórða leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Sveinbjörn Claessen, leiðtogi ÍR-liðsins, skoraði mest fyrir Breiðhyltinga eða 18 stig.Mikil bæting Lewis Clinch, Bandaríkja-maðurinn í liði Grindavíkur, var mjög góður í leiknum með 20 stig og 9 stoðsendingar. Það var þó mikil bæting fimm leikmanna Grindavíkur: Jóhanns Árna Ólafssonar, Ómars Sævarssonar, Þorleifs Árna Ólafssonar, Ólafs Ólafssonar og Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar, sem gerði það helst að verkum að Grindavík vann leikinn. Þeir áttu allir nokkuð dapran dag þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitum í fyrra og voru staðráðnir í að bæta fyrir það. Allir fimm skoruðu meira en í úrslitaleiknum í fyrra, skotnýting fimmmenninganna var betri og þá var heildarframlag allra hærra en á síðasta ári. Samtals skoruðu þeir 39 stig í fyrra en 59 stig í ár. Skotnýtingin hækkaði úr 29,7 prósentum í 52,3 prósent og þá hækkaði framlagið hjá þeim fimm samtals úr 39 í 82. Íslands- og bikarmeistararnir fengu framlag úr öllum áttum en Jón Axel Guðmundsson, sonur goðsagnarinnar Guðmundar Bragasonar, spilaði rúmar 16 mínútur og stóð sig frábærlega. Hann skoraði tíu stig og var með 100 prósenta skotnýtingu, þar af tvær þriggja stiga körfur. Eftirminnilegur dagur fyrir hann sem og aðra Grindvíkinga. Bikarinn loksins kominn í Röstina eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum.Hér má sjá hvernig strákarnir fimm bættu sig á milli ára.Grafík/Fréttablaðið Íslenski körfuboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur á ÍR, 89-77, í úrslitaleik í Laugardalshöll og fögnuðu eðlilega vel og innilega. Grindvíkingum var augljóslega létt eftir að hafa loks unnið bikarinn en þeir höfðu tapað þremur bikarúrslitaleikjum á fjórum árum, síðast gegn Stjörnunni í fyrra. ÍR-ingar héngu í Grindvíkingum lengi vel þrátt fyrir vissa yfirburði Íslandsmeistaranna en Breiðhyltingar gáfust aldrei upp. Þeir gulu fóru að sigla fram úr í fjórða leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Sveinbjörn Claessen, leiðtogi ÍR-liðsins, skoraði mest fyrir Breiðhyltinga eða 18 stig.Mikil bæting Lewis Clinch, Bandaríkja-maðurinn í liði Grindavíkur, var mjög góður í leiknum með 20 stig og 9 stoðsendingar. Það var þó mikil bæting fimm leikmanna Grindavíkur: Jóhanns Árna Ólafssonar, Ómars Sævarssonar, Þorleifs Árna Ólafssonar, Ólafs Ólafssonar og Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar, sem gerði það helst að verkum að Grindavík vann leikinn. Þeir áttu allir nokkuð dapran dag þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitum í fyrra og voru staðráðnir í að bæta fyrir það. Allir fimm skoruðu meira en í úrslitaleiknum í fyrra, skotnýting fimmmenninganna var betri og þá var heildarframlag allra hærra en á síðasta ári. Samtals skoruðu þeir 39 stig í fyrra en 59 stig í ár. Skotnýtingin hækkaði úr 29,7 prósentum í 52,3 prósent og þá hækkaði framlagið hjá þeim fimm samtals úr 39 í 82. Íslands- og bikarmeistararnir fengu framlag úr öllum áttum en Jón Axel Guðmundsson, sonur goðsagnarinnar Guðmundar Bragasonar, spilaði rúmar 16 mínútur og stóð sig frábærlega. Hann skoraði tíu stig og var með 100 prósenta skotnýtingu, þar af tvær þriggja stiga körfur. Eftirminnilegur dagur fyrir hann sem og aðra Grindvíkinga. Bikarinn loksins kominn í Röstina eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum.Hér má sjá hvernig strákarnir fimm bættu sig á milli ára.Grafík/Fréttablaðið
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira