Einar: Þetta snýst ekki um hvort HSÍ hafi efni á Aroni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2014 07:30 Einar Þorvarðarson segir að HSÍ hafi efni á þjálfara í fullu starfi en geti ekki boðið sömu laun og félög úti í Evrópu. Vísir/Stefán Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera frábæra hluti með danska liðið Kolding. Liðið hefur unnið alla níu leiki sína undir hans stjórn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi. Félagið vill endilega semja til lengra tíma við Aron og er það mál nú í skoðun en hann er með samning út tímabilið við Kolding. Er Aron samdi við HSÍ í ágúst árið 2012 var í fyrsta skipti í langan tíma ráðinn landsliðsþjálfari í fullt starf. Metnaðarfull ráðning og átti Aron að koma að uppbyggingu handboltans á ýmsum sviðum samhliða landsliðsþjálfarastarfinu.Kolding vill halda Aroni Fari svo að hann semji til lengri tíma við Kolding verður ekkert framhald á því starfi þó svo hann muni örugglega halda áfram með landsliðið enda með samning við HSÍ fram á sumar árið 2015. Aron sagði við danska miðilinn Ekstrabladet um helgina að HSÍ hefði ekki fjármagnið til þess að vera með landsliðsþjálfara í fullu starfi og því væri gott fyrir hann að þjálfa félagslið samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. „Hann fékk leyfi til þess að taka þetta verkefni að sér fram á sumar og það hefur ekkert að gera með að HSÍ hafi ekki bolmagn til þess að vera með þjálfara í fullu starfi,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Við höfum verið að skipuleggja starfið hjá yngri landsliðunum með Aroni og fleirum. Það mál er allt í góðu ferli. Við höfum haft efni á því að vera með mann í fullu starfi og það hefur ekkert breyst. Það virðist samt vera þannig að þegar menn byrja með íslenska landsliðið þá eru þeir komnir mjög fljótlega til útlanda. Það er ljóst að við erum ekki samkeppnishæfir við laun sem eru í boði erlendis. Þetta snýst ekki um hvort HSÍ hafi efni á Aroni. Þetta snýst allt um verðmiðann, hvernig hann myndi líta út og svo framvegis.“ Aron búinn að gera margt HSÍ er vant því að vera með landsliðsþjálfara í hlutastarfi en stefnir HSÍ aftur í þá átt? „Við teljum okkur hafa verið með mikinn kraft í starfinu. Það er búið að skipuleggja og kominn rammi á starfið hjá yngri landsliðunum sem við vorum að leitast eftir að breyta. Þessi umræða er ekki hafin en við förum væntanlega í hana í framhaldinu,“ segir Einar og bætir við að staðan á vinnunni hans Arons fyrir HSÍ hafi verið komin í þannig ferli að sambandið gat leyft honum að fara út til Danmerkur. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera frábæra hluti með danska liðið Kolding. Liðið hefur unnið alla níu leiki sína undir hans stjórn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi. Félagið vill endilega semja til lengra tíma við Aron og er það mál nú í skoðun en hann er með samning út tímabilið við Kolding. Er Aron samdi við HSÍ í ágúst árið 2012 var í fyrsta skipti í langan tíma ráðinn landsliðsþjálfari í fullt starf. Metnaðarfull ráðning og átti Aron að koma að uppbyggingu handboltans á ýmsum sviðum samhliða landsliðsþjálfarastarfinu.Kolding vill halda Aroni Fari svo að hann semji til lengri tíma við Kolding verður ekkert framhald á því starfi þó svo hann muni örugglega halda áfram með landsliðið enda með samning við HSÍ fram á sumar árið 2015. Aron sagði við danska miðilinn Ekstrabladet um helgina að HSÍ hefði ekki fjármagnið til þess að vera með landsliðsþjálfara í fullu starfi og því væri gott fyrir hann að þjálfa félagslið samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. „Hann fékk leyfi til þess að taka þetta verkefni að sér fram á sumar og það hefur ekkert að gera með að HSÍ hafi ekki bolmagn til þess að vera með þjálfara í fullu starfi,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Við höfum verið að skipuleggja starfið hjá yngri landsliðunum með Aroni og fleirum. Það mál er allt í góðu ferli. Við höfum haft efni á því að vera með mann í fullu starfi og það hefur ekkert breyst. Það virðist samt vera þannig að þegar menn byrja með íslenska landsliðið þá eru þeir komnir mjög fljótlega til útlanda. Það er ljóst að við erum ekki samkeppnishæfir við laun sem eru í boði erlendis. Þetta snýst ekki um hvort HSÍ hafi efni á Aroni. Þetta snýst allt um verðmiðann, hvernig hann myndi líta út og svo framvegis.“ Aron búinn að gera margt HSÍ er vant því að vera með landsliðsþjálfara í hlutastarfi en stefnir HSÍ aftur í þá átt? „Við teljum okkur hafa verið með mikinn kraft í starfinu. Það er búið að skipuleggja og kominn rammi á starfið hjá yngri landsliðunum sem við vorum að leitast eftir að breyta. Þessi umræða er ekki hafin en við förum væntanlega í hana í framhaldinu,“ segir Einar og bætir við að staðan á vinnunni hans Arons fyrir HSÍ hafi verið komin í þannig ferli að sambandið gat leyft honum að fara út til Danmerkur.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira