Treystum þjóðinni Katrín Júlíusdóttir skrifar 14. mars 2014 07:00 Til að leiða til lykta umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu þarf þjóðin að koma að málinu. Hvort Íslendingar gangi í Evrópusambandið og sitji við borðið með öðrum sjálfstæðum þjóðum og móti þannig framtíð sína, er stærsta spurningin sem er uppi í íslenskum stjórnmálum. Með aðild að Evrópusambandinu verður hægt að taka upp evru og mótun nýrrar peningamálastefnu verður auðveldari. Auðveldara verður að aflétta höftum og það verður auðveldara að halda þekkingarfyrirtækjum á Íslandi með öllum þeim störfum og gjaldeyristekjum sem þau skapa. Viðskiptaráð áætlar að alþjóðageirinn hafi orðið af 80 milljörðum í gjaldeyristekjur vegna haftanna árið 2013. Það verður auðveldara að ná vöxtum niður. Samtök atvinnulífsins áætla að vaxtakostnaður heimila og fyrirtækja sé 150 milljörðum meiri en ella vegna krónunnar árið 2013. Á síðasta kjörtímabili kom út vönduð skýrsla Seðlabanka Íslands um kosti okkar í gjaldmiðilsmálum. Tveir kostir voru taldir mögulegir. Annar var upptaka evru samhliða inngöngu í Evrópusambandið og hinn að kljást áfram við krónuna þar sem Seðlabankinn hefði víðtækar heimildir til að stýra fjármagnsflutningum, m.ö.o notast við misstíf gjaldeyrishöft eftir tilefni og árferði. Auðvitað er spurningin um aðild að Evrópusambandinu stærri en val á milli þessara tveggja kosta. En þeir einir sýna að það að loka dyrunum á aðild að Evrópusambandinu er óskynsamlegt. Það verður enn óskynsamlegra þegar horft er á hvað við erum komin langt í samningaviðræðum. Og það verður að teljast algjört glapræði að loka þeim þvert á gefin loforð um að þjóðin fái að ákveða framhaldið. Höfum í huga að loforðin leiddu til þess að Evrópumálin fengu litla athygli í síðustu alþingiskosningum. Samfylkingin hefur frá stofnun barist fyrir almannahagsmunum og lýðræðisumbótum til að brjóta stjórnmálin undan oki sérhagsmuna einstakra stétta og viðskiptablokka. Að hlusta á kröfu meira en 20% atkvæðisbærra Íslendinga sem ritað hafa undir áskorun um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald viðræðna við ESB er algert lágmark í þeim lýðræðisumbótum sem þurfa að eiga sér stað í nánustu framtíð. Við í Samfylkingunni ætlum að ræða það á flokksstjórnarfundi um helgina hvernig við getum lagt okkar af mörkum til nauðsynlegra lýðræðisumbóta hér á landi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á [email protected]. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Til að leiða til lykta umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu þarf þjóðin að koma að málinu. Hvort Íslendingar gangi í Evrópusambandið og sitji við borðið með öðrum sjálfstæðum þjóðum og móti þannig framtíð sína, er stærsta spurningin sem er uppi í íslenskum stjórnmálum. Með aðild að Evrópusambandinu verður hægt að taka upp evru og mótun nýrrar peningamálastefnu verður auðveldari. Auðveldara verður að aflétta höftum og það verður auðveldara að halda þekkingarfyrirtækjum á Íslandi með öllum þeim störfum og gjaldeyristekjum sem þau skapa. Viðskiptaráð áætlar að alþjóðageirinn hafi orðið af 80 milljörðum í gjaldeyristekjur vegna haftanna árið 2013. Það verður auðveldara að ná vöxtum niður. Samtök atvinnulífsins áætla að vaxtakostnaður heimila og fyrirtækja sé 150 milljörðum meiri en ella vegna krónunnar árið 2013. Á síðasta kjörtímabili kom út vönduð skýrsla Seðlabanka Íslands um kosti okkar í gjaldmiðilsmálum. Tveir kostir voru taldir mögulegir. Annar var upptaka evru samhliða inngöngu í Evrópusambandið og hinn að kljást áfram við krónuna þar sem Seðlabankinn hefði víðtækar heimildir til að stýra fjármagnsflutningum, m.ö.o notast við misstíf gjaldeyrishöft eftir tilefni og árferði. Auðvitað er spurningin um aðild að Evrópusambandinu stærri en val á milli þessara tveggja kosta. En þeir einir sýna að það að loka dyrunum á aðild að Evrópusambandinu er óskynsamlegt. Það verður enn óskynsamlegra þegar horft er á hvað við erum komin langt í samningaviðræðum. Og það verður að teljast algjört glapræði að loka þeim þvert á gefin loforð um að þjóðin fái að ákveða framhaldið. Höfum í huga að loforðin leiddu til þess að Evrópumálin fengu litla athygli í síðustu alþingiskosningum. Samfylkingin hefur frá stofnun barist fyrir almannahagsmunum og lýðræðisumbótum til að brjóta stjórnmálin undan oki sérhagsmuna einstakra stétta og viðskiptablokka. Að hlusta á kröfu meira en 20% atkvæðisbærra Íslendinga sem ritað hafa undir áskorun um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald viðræðna við ESB er algert lágmark í þeim lýðræðisumbótum sem þurfa að eiga sér stað í nánustu framtíð. Við í Samfylkingunni ætlum að ræða það á flokksstjórnarfundi um helgina hvernig við getum lagt okkar af mörkum til nauðsynlegra lýðræðisumbóta hér á landi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á [email protected]. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun