Pólítíkin: Vill setja velferðarmál í forgang Höskuldur Kári Schram skrifar 22. mars 2014 08:00 Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar í Reykjavík, telur nauðsynlegt að setja meiri pening í velferðarmál í borginni og byggja upp fleiri félagslegar íbúðir. Hann vill ráða ópólitískan borgarstjóra og auka íbúalýðræði. Þorleifur segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta í Vinstri grænum á sínum tíma en hann var einn af stofnendum flokksins. „Ég var einn af stofnendum Vinstri grænna. Ég fann mig hins vegar ekki lengur í flokknum og hafði ekki liðið vel þarna í nokkur misseri þó að þar sé mikið af góðu fólki,“ segir Þorleifur sem hætti í Vinstri grænum í byrjun árs. Hann segir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Auðvitað eru tilfinningar í þessu en stóra málið er að þetta er ekkert persónulegt. Ég hef reynt að halda því þannig að ég hef ekki verið að ráðast á mínu gömlu félaga. Ég á marga góða vini þarna sem ég hef haldið góðu sambandi við. Ég hef viljað halda þessu á málefnalegum nótum en ekki persónulegum.“Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, lýsti í vikunni yfir stuðningi við framboð Þorleifs og þau málefni sem hann stendur fyrir. „Við Ögmundur höfum verið miklir og góðir samstarfsmenn í gegnum tíðina. Þegar ég kem inn í VG á sínum tíma þá var það hann sem tók fyrst á móti mér. Við höfum alla tíð starfað mjög vel saman. Þannig að [stuðningsyfirlýsing Ögmundar] kemur mér ekki á óvart en mér þykir ákaflega vænt um þennan stuðning frá þessum merka manni sem ég lít mikið upp til,“ segir Þorleifur.Tekjutengdar gjaldskrár Dögun hefur ekki áður boðið fram í borgarstjórnarkosningum og Þorleifur segir að málefnavinnu sé ekki lokið. Hann segir þó ljóst að flokkurinn muni leggja áherslu á velferðarmál í komandi kosningum. „Okkar áherslur eru mikið á sviði velferðarmála og gagnvart láglaunafólki í Reykjavík. Við tölum um réttlátara samfélag sem felst í því að allir eigi að hafa í sig og á og þak yfir höfuðið. Öll börn eiga að hafa rétt á því að þroskast á eðlilegan hátt óháð efnahag foreldra. Við viljum að gjaldskrár verði tekjutengdar þannig að fátækasta fólkið geti líka látið börnin sín í leikskóla, í skólamáltíðir og frístundaheimili. Að okkar mati er þetta grunnþjónusta sem á að vera gjaldfrjáls. Ríkið þyrfti að koma meira inn í þetta eins og gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. En á meðan það er ekki þá viljum við taka þetta skref og tryggja að öll börn eigi rétt á sömu þjónustu.“Vill ópólitískan borgarstjóra Þorleifur vill auka íbúalýðræði og setja völdin út í hverfin. Hann segir óeðlilegt að flokkar sem ná oddastöðu setji fram kröfu um borgarstjórastólinn. „Ég myndi aldrei fara fram á það að fá að vera borgarstjóri ef ég myndi komast í oddastöðu. Það er bara ólýðræðislegt í mínum huga. Ég held hins vegar að það væri gáfulegt að hætta að tala um minnihluta og meirihluta. Við eigum bara að ráða framkvæmdastjóra í stól borgarstjóra. Borgarfulltrúar eiga að nálgast málin á málefnalegan hátt en ekki vera bundnir af flokkum. Við eigum bara að taka hvert og eitt mál og afgreiða það málefnalega,“ segir Þorleifur. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar í Reykjavík, telur nauðsynlegt að setja meiri pening í velferðarmál í borginni og byggja upp fleiri félagslegar íbúðir. Hann vill ráða ópólitískan borgarstjóra og auka íbúalýðræði. Þorleifur segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta í Vinstri grænum á sínum tíma en hann var einn af stofnendum flokksins. „Ég var einn af stofnendum Vinstri grænna. Ég fann mig hins vegar ekki lengur í flokknum og hafði ekki liðið vel þarna í nokkur misseri þó að þar sé mikið af góðu fólki,“ segir Þorleifur sem hætti í Vinstri grænum í byrjun árs. Hann segir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Auðvitað eru tilfinningar í þessu en stóra málið er að þetta er ekkert persónulegt. Ég hef reynt að halda því þannig að ég hef ekki verið að ráðast á mínu gömlu félaga. Ég á marga góða vini þarna sem ég hef haldið góðu sambandi við. Ég hef viljað halda þessu á málefnalegum nótum en ekki persónulegum.“Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, lýsti í vikunni yfir stuðningi við framboð Þorleifs og þau málefni sem hann stendur fyrir. „Við Ögmundur höfum verið miklir og góðir samstarfsmenn í gegnum tíðina. Þegar ég kem inn í VG á sínum tíma þá var það hann sem tók fyrst á móti mér. Við höfum alla tíð starfað mjög vel saman. Þannig að [stuðningsyfirlýsing Ögmundar] kemur mér ekki á óvart en mér þykir ákaflega vænt um þennan stuðning frá þessum merka manni sem ég lít mikið upp til,“ segir Þorleifur.Tekjutengdar gjaldskrár Dögun hefur ekki áður boðið fram í borgarstjórnarkosningum og Þorleifur segir að málefnavinnu sé ekki lokið. Hann segir þó ljóst að flokkurinn muni leggja áherslu á velferðarmál í komandi kosningum. „Okkar áherslur eru mikið á sviði velferðarmála og gagnvart láglaunafólki í Reykjavík. Við tölum um réttlátara samfélag sem felst í því að allir eigi að hafa í sig og á og þak yfir höfuðið. Öll börn eiga að hafa rétt á því að þroskast á eðlilegan hátt óháð efnahag foreldra. Við viljum að gjaldskrár verði tekjutengdar þannig að fátækasta fólkið geti líka látið börnin sín í leikskóla, í skólamáltíðir og frístundaheimili. Að okkar mati er þetta grunnþjónusta sem á að vera gjaldfrjáls. Ríkið þyrfti að koma meira inn í þetta eins og gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. En á meðan það er ekki þá viljum við taka þetta skref og tryggja að öll börn eigi rétt á sömu þjónustu.“Vill ópólitískan borgarstjóra Þorleifur vill auka íbúalýðræði og setja völdin út í hverfin. Hann segir óeðlilegt að flokkar sem ná oddastöðu setji fram kröfu um borgarstjórastólinn. „Ég myndi aldrei fara fram á það að fá að vera borgarstjóri ef ég myndi komast í oddastöðu. Það er bara ólýðræðislegt í mínum huga. Ég held hins vegar að það væri gáfulegt að hætta að tala um minnihluta og meirihluta. Við eigum bara að ráða framkvæmdastjóra í stól borgarstjóra. Borgarfulltrúar eiga að nálgast málin á málefnalegan hátt en ekki vera bundnir af flokkum. Við eigum bara að taka hvert og eitt mál og afgreiða það málefnalega,“ segir Þorleifur.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira