Afnám skuldafangelsis Gísli Tryggvason og Einar Gautur Steingrímsson skrifa 23. apríl 2014 11:00 Í árslok 2010 setti Alþingi lög sem styttu fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldþrotaskipta í tvö ár og að krafan yrði að jafnaði ekki endurvakin eftir það. Áður endurnýjaðist fyrningarfrestur kröfunnar við gjaldþrotaskiptin. Kröfuhafi gat haldið kröfu við til æviloka skuldara. Lögin skyldu endurskoðast „innan fjögurra ára frá gildistöku“, þ.e. fyrir árslok 2014. Þáverandi ráðherra dómsmála, Ögmundur Jónasson, hugðist breyta þessu. Undirritaðir áttu fund með ráðherra ásamt Lilju Mósesdóttur, þáverandi alþingiskonu, og aðstoðarmanni ráðherra, Einari Árnasyni, og lögðu til rök fyrir því að breytingin væri bæði æskileg og færi ekki gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Réttur til framtíðartekna manns gæti ekki orðið stjórnarskrárvarin eign annarra enda þrælahald löngu afnumið. Á Ögmundur heiður skilinn fyrir þetta frumkvæði svo skömmu eftir að hann tók við ráðuneyti dómsmála. Höfundum er kunnugt um að breyting í þessa átt hafi mætt fyrirstöðu innan „kerfisins“. Áframhaldandi réttarbætur Megin tilgangur greinarinnar er annars vegar að upplýsa um þær réttarbætur, sem felast í lagabreytingunni, og hins vegar að mæla gegn því að lögunum verði breytt aftur til fyrra horfs; frekar mætti ganga lengra. Afnám skuldafangelsis í raunGjaldþrot felur í sér sameiginlega fullnustuaðgerð allra kröfuhafa þar sem jafnræði kröfuhafa er gætt. Allar eignir skuldara eru þá seldar og skipt upp milli kröfuhafa. Gjaldþrot er eðlilegur hluti markaðshagkerfis. Að því loknu ættu kröfur að afskrifast en ekki ætti að veita kröfuhöfum aðgang að framtíðartekjum manna vegna skulda fortíðar. Menn þurfa að sjá fyrir sér og sínum. Með framangreindum réttarbótum hefur þetta verið gert að mestu. Sambærileg sjónarmið hafa ráðið löggjöf í Bandaríkjunum í meira en öld sem er stærsta hagkerfi í heimi og nú á Íslandi. Áður gat skuldari ekki ráðstafað tekjum framtíðar til að eignast eitthvað. Kröfuhafinn gat komist í þær eignir. Gamla hugsunin fól nánast í sér kröfu lánardrottins – jafnvel um ókomna tíð – í framtíðaraflahæfi einstaklings. Í raun hefur rétturinn til að afla tekna í framtíðinni í ýmsu vikið vegna krafna úr fortíðinni. Stappar þetta nærri skuldafangelsi að mati undirritaðra. Með lagabreytingunni nálgaðist löggjafinn fullnustuaðgerðir með nýrri hugsun. Kröfuhafar ganga að eignum skuldara og að því loknu hefur skuldari nýtt líf. Telja undirritaðir þetta mikla réttarbót og skynsamlega. Dregið úr svartri vinnuVið setningu laganna var talið hugsanlegt að innheimtuhlutfall skatta gæti hugsanlega lækkað eitthvað en varla umtalsvert. Í greinargerð með frumvarpinu sagði: „Það sem kann þó að skipta meira máli er að minni tilhneiging kann að verða til svartrar vinnu til lengri tíma litið vegna þess að einstaklingar komast fyrr út úr þeim fjárhagslegu aðstæðum sem knúið hafa þá í þrot. Þannig má ætla að þeim einstaklingum sem teknir hafa verið til gjaldþrotaskipta takist fyrr að koma fjármálum sínum á réttan kjöl og taka þannig eðlilegan þátt í þjóðlífinu með öflun tekna og greiðslu skatta.” Úr gjaldþrotalögum:Í 165. gr. gjaldþrotaskiptalaga segir nú: Þrotamaðurinn ber ábyrgð á skuldum sínum sem fást ekki greiddar við gjaldþrotaskiptin. Hafi kröfu verið lýst við gjaldþrotaskiptin og ekki fengist greidd við þau er fyrningu slitið gagnvart þrotamanninum og byrjar þá nýr tveggja ára fyrningarfrestur að líða á þeim degi sem skiptunum er lokið. Þótt kröfu hafi ekki verið lýst við skiptin gildir þessi sami fyrningarfrestur um hana, enda fyrnist hún ekki á skemmri tíma. Síðan er lýst takmörkuðum möguleikum á að endurvekja kröfurnar. Með þessu fær skuldari samningsstöðu gagnvart kröfuhafa í stað þess að vera nánast ofurseldur skilmálum hans. Ekki eru efni til þess að hafa greinina lengri að sinni en full þörf er á að almenningi og hagsmunaaðilum sé ljós réttaráhrif gjaldþrotaskipta á búum einstaklings. Þarfnast málið því frekari umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Gautur Steingrímsson Gjaldþrot Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Í árslok 2010 setti Alþingi lög sem styttu fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldþrotaskipta í tvö ár og að krafan yrði að jafnaði ekki endurvakin eftir það. Áður endurnýjaðist fyrningarfrestur kröfunnar við gjaldþrotaskiptin. Kröfuhafi gat haldið kröfu við til æviloka skuldara. Lögin skyldu endurskoðast „innan fjögurra ára frá gildistöku“, þ.e. fyrir árslok 2014. Þáverandi ráðherra dómsmála, Ögmundur Jónasson, hugðist breyta þessu. Undirritaðir áttu fund með ráðherra ásamt Lilju Mósesdóttur, þáverandi alþingiskonu, og aðstoðarmanni ráðherra, Einari Árnasyni, og lögðu til rök fyrir því að breytingin væri bæði æskileg og færi ekki gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Réttur til framtíðartekna manns gæti ekki orðið stjórnarskrárvarin eign annarra enda þrælahald löngu afnumið. Á Ögmundur heiður skilinn fyrir þetta frumkvæði svo skömmu eftir að hann tók við ráðuneyti dómsmála. Höfundum er kunnugt um að breyting í þessa átt hafi mætt fyrirstöðu innan „kerfisins“. Áframhaldandi réttarbætur Megin tilgangur greinarinnar er annars vegar að upplýsa um þær réttarbætur, sem felast í lagabreytingunni, og hins vegar að mæla gegn því að lögunum verði breytt aftur til fyrra horfs; frekar mætti ganga lengra. Afnám skuldafangelsis í raunGjaldþrot felur í sér sameiginlega fullnustuaðgerð allra kröfuhafa þar sem jafnræði kröfuhafa er gætt. Allar eignir skuldara eru þá seldar og skipt upp milli kröfuhafa. Gjaldþrot er eðlilegur hluti markaðshagkerfis. Að því loknu ættu kröfur að afskrifast en ekki ætti að veita kröfuhöfum aðgang að framtíðartekjum manna vegna skulda fortíðar. Menn þurfa að sjá fyrir sér og sínum. Með framangreindum réttarbótum hefur þetta verið gert að mestu. Sambærileg sjónarmið hafa ráðið löggjöf í Bandaríkjunum í meira en öld sem er stærsta hagkerfi í heimi og nú á Íslandi. Áður gat skuldari ekki ráðstafað tekjum framtíðar til að eignast eitthvað. Kröfuhafinn gat komist í þær eignir. Gamla hugsunin fól nánast í sér kröfu lánardrottins – jafnvel um ókomna tíð – í framtíðaraflahæfi einstaklings. Í raun hefur rétturinn til að afla tekna í framtíðinni í ýmsu vikið vegna krafna úr fortíðinni. Stappar þetta nærri skuldafangelsi að mati undirritaðra. Með lagabreytingunni nálgaðist löggjafinn fullnustuaðgerðir með nýrri hugsun. Kröfuhafar ganga að eignum skuldara og að því loknu hefur skuldari nýtt líf. Telja undirritaðir þetta mikla réttarbót og skynsamlega. Dregið úr svartri vinnuVið setningu laganna var talið hugsanlegt að innheimtuhlutfall skatta gæti hugsanlega lækkað eitthvað en varla umtalsvert. Í greinargerð með frumvarpinu sagði: „Það sem kann þó að skipta meira máli er að minni tilhneiging kann að verða til svartrar vinnu til lengri tíma litið vegna þess að einstaklingar komast fyrr út úr þeim fjárhagslegu aðstæðum sem knúið hafa þá í þrot. Þannig má ætla að þeim einstaklingum sem teknir hafa verið til gjaldþrotaskipta takist fyrr að koma fjármálum sínum á réttan kjöl og taka þannig eðlilegan þátt í þjóðlífinu með öflun tekna og greiðslu skatta.” Úr gjaldþrotalögum:Í 165. gr. gjaldþrotaskiptalaga segir nú: Þrotamaðurinn ber ábyrgð á skuldum sínum sem fást ekki greiddar við gjaldþrotaskiptin. Hafi kröfu verið lýst við gjaldþrotaskiptin og ekki fengist greidd við þau er fyrningu slitið gagnvart þrotamanninum og byrjar þá nýr tveggja ára fyrningarfrestur að líða á þeim degi sem skiptunum er lokið. Þótt kröfu hafi ekki verið lýst við skiptin gildir þessi sami fyrningarfrestur um hana, enda fyrnist hún ekki á skemmri tíma. Síðan er lýst takmörkuðum möguleikum á að endurvekja kröfurnar. Með þessu fær skuldari samningsstöðu gagnvart kröfuhafa í stað þess að vera nánast ofurseldur skilmálum hans. Ekki eru efni til þess að hafa greinina lengri að sinni en full þörf er á að almenningi og hagsmunaaðilum sé ljós réttaráhrif gjaldþrotaskipta á búum einstaklings. Þarfnast málið því frekari umræðu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun