Fékk leikbann fyrir kynþáttaníð í Garðinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2014 06:30 Rautt Kynþáttaníð er ekki boðlegt. Vísir/Getty Á fundi stjórnar KSÍ í janúar voru gerðar breytingar á regluverki sambandsins hvað varðar aga- og úrskurðarmál. Ný grein, 16. grein aga- og úrskurðarmála, var tekin í notkun en hún var sett inn vegna tilskipunar Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Nýja ákvæðið tekur á mismunun og á að leggja áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum. Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp, en öllum aðildarfélögum KSÍ var sent dreifibréf um tilkomu nýja ákvæðisins og hvaða viðurlög það hefur í för með sér. Áður hafa íslenskir leikmenn verið settir í bönn og sektaðir fyrir mismunun á knattspyrnuvellinum en 16. greinin var fyrst notuð í agadómi KSÍ í síðasta mánuði þegar Gylfi Örn Á. Öfjörð, leikmaður Víðis í Garði, var úrskurðaður í fimm leikja bann og félagið sektað um 100.000 krónur vegna framferðis hans í leik Víðis og Ísbjarnarins í leik í C-deild Lengjubikarsins. Gylfi fékk rautt spjald á 45. mínútu leiksins, sem fram fór 5. apríl í Garðinum, fyrir að beita Rui Pedro De Jesus Pereira, leikmann Ísbjarnarins, kynþáttaníði. Sá síðarnefndi tæklaði Gylfa hressilega og uppskar gult spjald en Gylfi svaraði fyrir sig með orðum sem ekki eiga að heyrast á knattspyrnuvelli frekar en annars staðar. Þessi nýja 16. grein er í fimm liðum og má lesa hana á vefsíðu KSÍ. Augljóst er að hart á að taka á kynþáttaníði og allri mismunun. Lið getur til dæmis misst stig í móti gerist leikmenn og forsvarsmenn þess sekir um kynþáttaníð. Þá getur áhorfandi sem beitir leikmenn kynþáttaníði verið settur í tveggja ára leikvallabann og viðkomandi félag sektað um 150.000 krónur án tillits til saknæmrar háttsemi eða yfirsjónar félagsins. Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Á fundi stjórnar KSÍ í janúar voru gerðar breytingar á regluverki sambandsins hvað varðar aga- og úrskurðarmál. Ný grein, 16. grein aga- og úrskurðarmála, var tekin í notkun en hún var sett inn vegna tilskipunar Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Nýja ákvæðið tekur á mismunun og á að leggja áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum. Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp, en öllum aðildarfélögum KSÍ var sent dreifibréf um tilkomu nýja ákvæðisins og hvaða viðurlög það hefur í för með sér. Áður hafa íslenskir leikmenn verið settir í bönn og sektaðir fyrir mismunun á knattspyrnuvellinum en 16. greinin var fyrst notuð í agadómi KSÍ í síðasta mánuði þegar Gylfi Örn Á. Öfjörð, leikmaður Víðis í Garði, var úrskurðaður í fimm leikja bann og félagið sektað um 100.000 krónur vegna framferðis hans í leik Víðis og Ísbjarnarins í leik í C-deild Lengjubikarsins. Gylfi fékk rautt spjald á 45. mínútu leiksins, sem fram fór 5. apríl í Garðinum, fyrir að beita Rui Pedro De Jesus Pereira, leikmann Ísbjarnarins, kynþáttaníði. Sá síðarnefndi tæklaði Gylfa hressilega og uppskar gult spjald en Gylfi svaraði fyrir sig með orðum sem ekki eiga að heyrast á knattspyrnuvelli frekar en annars staðar. Þessi nýja 16. grein er í fimm liðum og má lesa hana á vefsíðu KSÍ. Augljóst er að hart á að taka á kynþáttaníði og allri mismunun. Lið getur til dæmis misst stig í móti gerist leikmenn og forsvarsmenn þess sekir um kynþáttaníð. Þá getur áhorfandi sem beitir leikmenn kynþáttaníði verið settur í tveggja ára leikvallabann og viðkomandi félag sektað um 150.000 krónur án tillits til saknæmrar háttsemi eða yfirsjónar félagsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira