Fordómalaus í einn dag Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. maí 2014 10:00 Sigur austurrísku draggdrottningarinnar Conchitu Wurst í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardagskvöldið hefur almennt verið túlkaður sem sigur fordómaleysis Evrópubúa og skýr skilaboð til Pútíns Rússlandsforseta um að stefna hans í málefnum samkynhneigðra eigi ekki upp á pallborðið hjá almenningi í Evrópu. Niðurstaðan hefur enda vakið hörð viðbrögð hjá Rússum og í morgunþætti rússneska ríkissjónvarpsins í gærmorgun, daginn eftir keppnina, lét þingmaðurinn Vladimír Zhirinovsky þau orð falla að úrslitin mörkuðu endalok Evrópu. „Þetta er komið úr böndunum,“ sagði hann. „Það eru ekki lengur neinir karlmenn eða kvenmenn í Evrópu, bara ÞAÐ.“ Reyndar hafa hinir fordómalausu Íslendingar verið á svipuðum nótum á Facebook og Twitter, veltandi því fyrir sér fram og til baka hvort kalla ætti Conchitu, sem auðvitað er hinn samkynhneigði Tom Neuwirth í draggi, hann eða hana. Eins og það sé mál málanna. Sjálf hefur Conchita slegið á þessar vangaveltur með því að svara spurningunni um hvort hún sé karl eða kona á þann hátt að hún sé drottning í vinnunni og latur strákur heima. Á blaðamannafundi eftir að úrslitin lágu fyrir bætti hún um betur og sagði: „Mig dreymir um heim þar sem við þurfum ekki að tala um aukaatriði eins og kynferði, hvaðan þú ert eða hvern þú elskar. Málið snýst alls ekki um það.“ Annars staðar hefur hún látið hafa eftir sér að sú ákvörðun að vera með skeggið í dragginu hafi helgast af löngun til að fá fólk til að horfa fram hjá staðalímyndum og bera virðingu fyrir manneskjunni sem slíkri, hvort sem hún fellur inn í normið eða ekki. Og það tókst á laugardagskvöldið, eða hvað? Eurovision er reyndar ekki góður mælikvarði á umburðarlyndi almennings. Ekkert frekar en Gay Pride. Þar er leyfilegt að vera öðruvísi í einn dag eða tvær vikur, en það umburðarlyndi nær kannski ekki mikið lengra. Eða trúum við því að fólkið sem kýs draggdrottningu í Eurovision eða mætir til að horfa á gleðigönguna hafi þar með tekið samkynhneigða í sátt og lagt fordóma sína á hilluna? Pútín er nefnilega ekkert einn um það að hafa andstyggð á samkynhneigðum. Í öllum ríkjum Evrópu eru menn enn þá barðir til óbóta fyrir það eitt að skera sig úr norminu. Það er enn þá gert grín að hommalega stráknum í skólanum. Hommi er enn þá skammaryrði í unglingahópum og strákur í stelpufötum er enn þá frík í augum umhverfisins. Svo ekki sé nú minnst á umræðuna um sjálfsagðan rétt hinsegin fólks til að giftast og eignast börn. Hvers vegna er enn verið að ræða það? Er það ekki svo sjálfsagt að það ætti fyrir löngu að vera hætt að vera eitthvað sem þarf að ræða fram og til baka? Eiga ekki mannréttindi að gilda fyrir alla alls staðar, ekki bara í eitt kvöld? Og dregur ekki sú túlkun að með því að kjósa draggdrottningu til sigurs í Eurovision hafi Evrópa verið að senda Pútín persónuleg skilaboð stórlega úr því meinta fordómaleysi sem liggur að baki kosningunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun
Sigur austurrísku draggdrottningarinnar Conchitu Wurst í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardagskvöldið hefur almennt verið túlkaður sem sigur fordómaleysis Evrópubúa og skýr skilaboð til Pútíns Rússlandsforseta um að stefna hans í málefnum samkynhneigðra eigi ekki upp á pallborðið hjá almenningi í Evrópu. Niðurstaðan hefur enda vakið hörð viðbrögð hjá Rússum og í morgunþætti rússneska ríkissjónvarpsins í gærmorgun, daginn eftir keppnina, lét þingmaðurinn Vladimír Zhirinovsky þau orð falla að úrslitin mörkuðu endalok Evrópu. „Þetta er komið úr böndunum,“ sagði hann. „Það eru ekki lengur neinir karlmenn eða kvenmenn í Evrópu, bara ÞAÐ.“ Reyndar hafa hinir fordómalausu Íslendingar verið á svipuðum nótum á Facebook og Twitter, veltandi því fyrir sér fram og til baka hvort kalla ætti Conchitu, sem auðvitað er hinn samkynhneigði Tom Neuwirth í draggi, hann eða hana. Eins og það sé mál málanna. Sjálf hefur Conchita slegið á þessar vangaveltur með því að svara spurningunni um hvort hún sé karl eða kona á þann hátt að hún sé drottning í vinnunni og latur strákur heima. Á blaðamannafundi eftir að úrslitin lágu fyrir bætti hún um betur og sagði: „Mig dreymir um heim þar sem við þurfum ekki að tala um aukaatriði eins og kynferði, hvaðan þú ert eða hvern þú elskar. Málið snýst alls ekki um það.“ Annars staðar hefur hún látið hafa eftir sér að sú ákvörðun að vera með skeggið í dragginu hafi helgast af löngun til að fá fólk til að horfa fram hjá staðalímyndum og bera virðingu fyrir manneskjunni sem slíkri, hvort sem hún fellur inn í normið eða ekki. Og það tókst á laugardagskvöldið, eða hvað? Eurovision er reyndar ekki góður mælikvarði á umburðarlyndi almennings. Ekkert frekar en Gay Pride. Þar er leyfilegt að vera öðruvísi í einn dag eða tvær vikur, en það umburðarlyndi nær kannski ekki mikið lengra. Eða trúum við því að fólkið sem kýs draggdrottningu í Eurovision eða mætir til að horfa á gleðigönguna hafi þar með tekið samkynhneigða í sátt og lagt fordóma sína á hilluna? Pútín er nefnilega ekkert einn um það að hafa andstyggð á samkynhneigðum. Í öllum ríkjum Evrópu eru menn enn þá barðir til óbóta fyrir það eitt að skera sig úr norminu. Það er enn þá gert grín að hommalega stráknum í skólanum. Hommi er enn þá skammaryrði í unglingahópum og strákur í stelpufötum er enn þá frík í augum umhverfisins. Svo ekki sé nú minnst á umræðuna um sjálfsagðan rétt hinsegin fólks til að giftast og eignast börn. Hvers vegna er enn verið að ræða það? Er það ekki svo sjálfsagt að það ætti fyrir löngu að vera hætt að vera eitthvað sem þarf að ræða fram og til baka? Eiga ekki mannréttindi að gilda fyrir alla alls staðar, ekki bara í eitt kvöld? Og dregur ekki sú túlkun að með því að kjósa draggdrottningu til sigurs í Eurovision hafi Evrópa verið að senda Pútín persónuleg skilaboð stórlega úr því meinta fordómaleysi sem liggur að baki kosningunni?
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun